Bændablaðið - 15.12.2016, Side 36

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Fyrir nær hálfri öld og sex árum betur, urðu mikil flóð við Norðursjó og urðu Hollendingar þar verst úti, um tvö þúsund manns fórust í Hollandi og gríðarlegt tjón varð á mannvirkj- um þar. Fleiri þjóðir urðu fyrir manntjóni og búsifjum, en það fór ekki eins hátt í fréttum. En víkjum nú aftur í tím- ann á þessum hörmungartímum Hollendinga. Vestur á fjörðum á Íslandi var lítill níu ára drengur sem gat ekki á heilum sér tekið út af þessum hörmungum sem gengu yfir þessa túlípanaþjóð, en auraráð- in voru engin hjá honum og auðsjá- anlega ekki nokkra hjálp frá honum að fá. Síðan fór söfnun í gang á Íslandi og eitt af því var að kaupa frímerki með yfirstimplun á og þar stóð: „Hollandshjálp 1953“ . Þessi drengur var sonur fátæks sjómanns sem síðan gerðist boginn eyrarkarl. En karl faðir hans átti forláta leðurpeningaveski, svart og dig- urt, og að þar hlyti að vera, hugsaði drengurinn, eitthvað af peningum. – „Það gengur enginn með svona veski nema að þar séu mikil auðæfi í,“ sagði hann við sjálfan sig. Eitt laugardagskvöldið þegar vinnuvikunni var lokið í bili hjá karli föður hans, var hann að ljúka við skeggraksturinn. Ákvað stráksi að nota tækifærið og renna í kallinn og biðja hann um pening fyrir kaup á frímerkjum. „Pabbi, getur þú gefið mér pen- ing fyrir kaup á nokkrum frímerkj- um?“ sagði stráksi og ók sér til og tvísteig, svipað eins og hann væri með njálg. Karlinn horfði á stráksa, tók síðan handklæði og þurrkaði af sér raksápuna, sneri sér síðan að drengnum og spurði í góðlát- legum tón. „Hvað hefur þú með frímerki að gera?“ „Ég ætla að styðja „Hollands- hjálpina“ með því að kaupa nokk- ur yfirstimpluð frímerki,“ sagði stráksi. ,,Jæja, svo þú ætlar að hjálpa þessum Hollendingum í þeirra neyð, þegar allur norðursjórinn tekur upp á því að flæða yfir lend- ur þeirra. – Sér er nú hver fyrir- hyggjan að reisa ekki nógu háa flóðgarða. Þeir ættu nú að þekkja Norðursjóinn, hann er nú ekki alltaf lygn, ef ég þekki hann rétt frá mínum siglingum hér áður fyrr,“ sagði faðir hans og dæsti. „Ekki er alltaf nóg af peningum hér á þessu heimili, en smávegis aura færð þú til að hjálpa þessari þjóð í þeirra neyð. En heldur þú að þeir myndu safna fyrir okkur, ef okkar þjóð lenti einhvern tímann í hörmungum, – mér er spurn,“ sagði faðir minn og lét mig hafa fimm krónur til að kaupa frímerkin. Skrifað árið 2009 Guðmundur Kr. Kristjánsson Guðmundur Kr. Kristjánsson um 10 ára aldur. Mynd / Loftur Þessi mynd var tekin úr bandarískri herþyrlu af þorpi í Bevelamnd Zuid Beveland í Hollandi í febrúar 1953. Að kvöldi laugardagsins 31. janúar skall á mikið óveður sem blés af Norður- sjónum og buldi látlaus öldugangur á sjóvarnargörðum Hollendinga. Þeir gáfu sig snemma að morgni 1. febr- úar. Hækkun sjávar vegna vindálags nam þá um 2,5 metrum við Sjáland í í strandhéruðum Belgíu, Englands og Skotlands. Alls létust 2.551 í þessu óveðri, þar af 1.836 í Hollandi, 307 í Englandi, 28 í Belgíu og 19 í Skotlandi. Um 9% af öllu ræktarlandi í Hollandi fór á kaf. Um 30.000 húsdýr drukknuðu, 10.000 byggingar eyðilögðust með öllu og 47.300 til viðbótar urðu fyrir miklum skemmdum. Hollenska fólkinu sem þarna átti um sárt að binda vildi litli drengurinn vestur á fjörðum koma til hjálpar með kaupum á frímerkjum. Á kortinu sjást vel svæðin sem fóru á kaf. Hér sést vel hvar álag sjávar var mest um nóttina 1. febrúar 1953. Hollenskur almenningur berst við að hlaða í skarð sjóvarnargarðs.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.