Bændablaðið - 15.12.2016, Side 45

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Sauðanes í Langanesbyggð: Hestar, reki, sauðfé, silungur og æðarkollur Ágúst Marinó Ágústsson er bóndi á Sauðanesi í Langanesbyggð ásamt sambýliskonu sinni, Steinunni Önnu Halldórsdóttur, ráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, og Katrínu, dóttur hennar. Auk þeirra er Ágúst Guðröðarson, faðir Ágústs, búsettur að Sauðanesi. Sauðanes er þekkt hlunnindajörð sem er um 2.500 hektarar að stærð og þar var eftirsótt prestssetur fyrr á öldum. „Ég er fæddur og uppalinn á Sauðanesi og áar mínir hafa búið hér frá því að móðurafi minn settist hér að sem prestur. Við Steinunn tókum við búinu af pabba fyrir fimm árum og erum með um 800 vetrarfóðraðar kindur og 50 hross. Auk þess tek ég stundum til mín hesta frá öðrum til tamninga. Ágúst er hestamaður af lífi og sál og með sérreiðkennararéttindi frá Hólum í Hjaltadal. Hann hefur átt þrjár merar sem hafa unnið til fyrstu verðlauna á landsmótum. „Ein þeirra heitir Sóllilja, er móvindótt og mikil úrvals meri sem hefur slegið í gegn á tveimur landsmótum.“ Talsverður reki Talsverður reki er á Sauðanesi og hann telst til hlunninda. „Ég nýti rek- ann í staura bæði fyrir sjálfan mig og svo sel ég þá líka. Bestu bolina saga ég í borð sem annaðhvort eru nýtt til húsbygginga eða sem grindarefni í útihúsum. Viðurinn er líka notað- ur til húshitunar og svo er ég með sérsmíðaða vél sem tætir viðinn í spæni sem við notum sem undirburð fyrir hrossin. Tækið er eins og stór þykktarhefill sem tætir niður boli sem ekki nýtast í eitthvað annað.“ Ágúst segir mikið hafa dregið úr reka undanfarin ár og að hann sé mest að nota gamlar birgðir. Góður helmingur af birgðunum grisjast burt þegar valinn er viður til að saga í borð og hann er notaður í staura, brenni og spæni.“ Fornfrægt æðarvarp Á Sauðanesi er fornfrægt æðarvarp og segir Ágúst hreiðrin hafa verið um 1700 í vor sem er 200 fleiri en árið áður. Flest voru hreiðrin í eyju í Sauðaneslóni sem er austur af bænum Sauðanesi, eða um 900. „Skammt frá Sauðaneslóni liggur raflína eftir Sauðanesmölum sem er dauðagildra fyrir æðarfuglinn þar sem hún sker fluglínu fuglsins í æti. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hefur Rarik ekki fengist til að leggja línuna þarna í jörð þrátt fyrir að Sauðaneslón sé á náttúruminjaskrá.“ Ágúst segist safna dúninum eins þurrum og hann getur og hristi mestu óhreinindin úr honum en láti síðan hreinsa hann fyrir sig. Í ár söfnuð- ust um hundrað kíló af óhreinsuðum dúni sem kom út sem 28 kíló eftir hreinsun sem er met hjá þeim. Hér er líka talsverð silungsveiði í öllum vötnum og sum þeirra eru leigð út til stangveiðimanna. /VH Ágúst Marinó Ágústsson við bandsög sem notuð er til að saga borð úr rekavið. Myndir / VH Rekaviðarbolur sem verið er að saga í borð. Borð úr rekavið. Ágúst Marinó með spæni sem unnið er úr rekavið og notað sem undirburður fyrir hesta. Ábúendur á Syðra-Álandi í Þistilfirði reka gistiheimilið Stakkholt á Þórshöfn sem býður gistingu fyrir 25 manns. Á næsta ári stendur til að fjölga gistirým- um. Hjónin Karen Rut Konráðsdóttir og Ólafur Birgir Vigfússon, sauð- fjárbændur á Syðra-Álandi við Þistilfjörð, eru með 500 kindur á fóðrum og auk kindanna erum við með tvo hesta og tvo hunda og einn kött. Þau reka einnig gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn og hafa gert það frá aldamótum. Karen segir að gistiaðstaðan sé rekin í þremur húsum í þorpinu sem þau hafa keypt og gert upp og fjórða og jafnvel fimmta húsið munu bæt- ast við fljótlega. Gistirýmum fjölgar „Eins og er bjóðum við gistirými fyrir tuttugu og fimm manns á þremur stöðum. Aukningin í fjölda ferðamanna sem heimsækja Þórshöfn hefur verið jöfn og þétt og við höfum fjölgað gistirýmum í samræmi við það. Atvinnuástand í sveitinni er líka gott þannig að hér er stanslaus straumur fólks sem þarf gistingu allan ársins hring.“ Margir ungir bændur í Þistilfirði Karen segir óvenjulega mikið af ungu fólki sem eru bændur og nánast ungar fjölskyldur með börn á hverjum bæ í Þistilfirði. „Í mínum huga er nánast ekki hægt að lifa á kindunum einum saman og sauðfjárbúskapur nán- ast dýrt hobbý eins og ástandið er í dag. Ég stunda fulla vinnu með gistiheimilisrekstrinum og þannig gengur dæmið upp hjá okkur. Þrátt fyrir það viljum við hvergi annars staðar vera. Við höfum mikla trú á framtíð sveitarfélagsins og viljum leggja okkar af mörkum við upp- byggingu þess og búa eitthvað til. /VH Gistiheimilið Lyngholt: Sauðfjárbúskapur er dýrt hobbý Karen Rut Konráðsdóttir, sauðfjárbóndi og gistihússtýra. Mynd / VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.