Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Steinunn Anna Halldórsdóttir býr ásamt sambýlismanni sínum, Ágústi Marinó Ágústssyni, að Sauðanesi í Langanesbyggð. Auk þess að vera bóndi er Steinunn einnig ráðunautur í Norðurþingi á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Svæðið sem Steinunn sinnir er Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og yfir í Öxarfjörð, Kelduhverfi og Vopnafjörð. Búfræðikandídat frá Hvanneyri „Ég er búfræðikandídat frá Hvann- eyri og hef verið ráðunautur frá 2007, í fyrstu í Skagafirði en þetta er þriðja árið sem ég er á þessu svæði. Mitt sérsvið hjá RML er hrossarækt en þegar ég var á Hvanneyri tók ég ráðunauta- réttindi í sauðfjár-, nautgripa- og hrossarækt. Ég kom frá blönduðu búi, Brimnesi í Skagafirði, og vildi því kynna mér þetta allt saman. Árin sem ég var ráðunautur í Skagafirði sinnti ég sauðfjár- og hrossarækt til að byrja með en sér- hæfði mig síðan í hestunum enda Skagafjörður mikið hestahérað. Eftir að ég flutti hingað víkk- aði svo sviðið aftur og auk þess að vinna mikið í kringum hross sé ég einnig um lambaskoðanir á svæðinu og aðstoða bændur við skýrsluhald sé þess óskað. Í vor og haust bætist jarðræktin að hluta við með töku jarðvegs- og heysýna.“ Grænlendingar í verknámi Steinunn segir að með búskapnum og starfinu sem ráðunautur sé því oft mikið að gera. „Hingað koma stundum Græn- lendingar, sem eru í námi á Hvanneyri, í verknám í ár í senn og það léttir talsvert undir hjá okkur. Grænlendingarnir sem hingað hafa komið eru ótrúlega duglegir og frá- bær starfskraftur. Við höfum reyndar verið hér tvö frá því í júní og stundum fullmikið fyrir mig að vera bóndi, húsmóð- ir og ráðunautur í 85% starfi. Draumurinn er að minnka smám saman vinnu utan heimilisins og sinna eingöngu bústörfum.“ /VH Reynir Atli Jónsson, oddviti í Langanesbyggð, er hestamaður af lífi og sál. Hann tekur að sér að temja hesta og kennir börnum reiðmennsku bæði hérlendis og í Þýskalandi. „Ég bý á Þórshöfn en er með aðstöðu fyrir hesta á Gunnars- stöðum,“ segir Reynir. „Sem oddviti sé ég um fundarstjórn á sveitarstjórnarfundum og tek þátt í ákvörðunartökum sem tengjast sveitarfélaginu.“ Með aðstöðu fyrir hesta á Gunnarsstöðum „Hvað hestamennsku varðar reyni ég að vera með eins fjölbreytta aðstöðu og ég get hér að Gunnarsstöðum og vera með alla anga úti til að afla verk efna. Á haustin tek ég iðulega að mér hesta í frumtamningu.“ Reynir segist hafa unnið við hesta síðan um aldamótin 2000. „Ég hef reyndar umgengist hesta frá því ég var barn og með hestadellu frá því að ég fæddist. Árið 2000 fór ég til Danmerkur til að vinna með hesta og ári seinna á Hóla og kláraði síðan reiðkennaranámið þar 2006.“ Að sögn Reynis á hann ekki mikið af hestum sjálfur enda er hann mikið á þvælingi og er hann því aðallega að temja fyrir aðra. „Ég er með átta hross í tamningu eins og er, sem flest koma af Austfjörðum. Ég er svo heppinn að hafa kynnst mörgum góðum hestum í gegnum tíðina en farsælasti hesturinn sem ég hef tamið frá grunni er Hektor frá Þórshöfn sem komst í úrslit á fjórðungsmóti hestamanna. Hektor er frábær hestur og með nánast óraunverulegar víddir í gangtegundum.“ Reiðkennsla skemmtileg Reynir segir að þrátt fyrir að oft séu miklir peningar í hestamennsku sé hann ekki að þessu þeirra vegna. „Í mínum huga er hestamennska lífsstíll og líf sem ég kann vel við. Ég kenni líka talsvert á reiðnámskeiðum bæði hér heima og erlendis.“ Síðastliðið sumar var Reynir í Þýskalandi að kenna reiðmennsku auk þess sem hann kennir börnum að sitja hesta á Æskulýðsdögum í Norðfirði. „Námskeiðin standa í þrjá daga og allt að fjörutíu krakkar sem mæta. Sjálfum finnst mér mjög gaman að kenna á þessum námskeið- um og reyndar yfirleitt að kenna börnum og fullorðnum að umgangast hesta.“ /VH Oddviti Langanesbyggðar og hestamaður: Reiðkennsla hentar mér vel Reynir Atli Jónsson, oddviti og hestamaður. Mynd / VH Bóndi og ráðunautur: Ráðunautur á flestum sviðum Steinunn Anna Halldórsdóttir, bóndi og ráðunautur. Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.