Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 48

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Helga R. Pálsdóttir og Helgi Eggertsson reka myndarlega gróðrarstöð og hrossarækt að bænum Kjarri í Ölfusi. Þau segjast vart muna aðra eins veðurblíðu og ríkt hefur stóran hluta af þessu ári. „Við erum að framleiða hér tré, skrautrunna, limgerðis- og skjólbeltaplöntur. Trén sem við erum að selja eru alveg upp í þriggja til fjögurra metra há. Hnausaplönturæktun er svolítið okkar sérgrein í trjáræktinni,“ segir Helga. Þar á hún við að trén eru undirbúin í uppeldinu til flutnings síðar og þá seld í hnaus sem er íklæddur striga sem auðveldar mjög allan flutning. Framleiðsluna sýna þau á stóru útisvæði yfir sumarið. Þar eru allar plönturnar vel merktar samkvæmt ákveðnu merkingakerfi sem garðplöntuframleiðendur hafa látið útbúa fyrir sig. Framleiðsluna selja þau síðan á staðnum beint til viðskiptavina. „Þetta hefur gengið ágætlega, en vissulega er gífurlega mikil vinna í kringum þetta. Þegar vel viðrar sýnir fólk þessu þó meiri áhuga en ella.“ Helga R. Pálsdóttir er fædd norður í Skagafirði en uppalin á bænum Kröggólfsstöðum rétt fyrir neðan Hveragerði. „Mamma, Sigurbjörg Jóhannes- dóttir, er ein af systrunum 7 frá Merkigili í Skagafirði, en pabbi, Páll Sigurðsson, var hestamaður og kenndur bæði við Fornahvamm og Varmahlíð.“ Helgi Eggertsson er aftur á móti fæddur og uppalinn á Selfossi. Faðir hans er Eggert Vigfússon frá Selfossi og móðir Hulda Vilhjálmsdóttir frá Laugabökkum í Ölfusi. Trjásalan aftur að ná sér á strik eftir hrunið Helga segir að efnahagshrunið 2008 hafi ekki haft svo mikil áhrif á viðskiptin til að byrja með. „Við vorum að selja nokkuð jafnt og þétt fyrir verkefni sem höfðu verið í gangi fyrir hrunið, en síðan fór að draga úr þessu. Ég held að þetta sé nú allt á uppleið og að koma til baka núna.“ Helga segir að trjágróðurinn sem fólk sé að kaupa sé af fjölmörgum tegundum og í ýmsum stærðum. Birkið er alltaf vinsælt, reynitegund- ir, elri, greni og fura að ógleymdum öllum skrautrunnunum. „Við erum búin að búa hér í 35 ár. Við tókum þá við búi af föðursystur minni, Rögnu Sigurðardóttur, sem þá var nýlátin. Hennar maður var Pétur Guðmundsson, sem lést nokkrum árum áður en við komum að þessu. Þegar við tókum við var í sjálfu sér engin ræktun í gangi. Ragna og Pétur höfðu dregið saman seglin sökum aldurs en skjólbelti voru til staðar. Við gátum nýtt okkur skjólbeltin, en mýrin hér fyrir ofan bæinn var bara grasi vaxin.“ Óskaplega frjór jarðvegur í mýrinni ofan við bæinn –Nú eruð þið búin að rækta upp myndarleg tré í þessari mýri, er þetta ekki súr og vondur jarðvegur til þess? „Nei, þetta er eðaljarðvegur, óskaplega frjór og góður. Þarna vex allt sem sett er niður. Ég held því fram að þessi jarðvegur bjargi því að hægt sé að rækta hér þar sem hvassviðri getur verið mjög mikið.“ Þegar við hófum hér búskap vorið 1981 var Helgi að útskrifast úr framhaldsdeildinni á Hvanneyri. En ég úr MA. Í framhaldinu fór ég í Garðyrkjuskólann, en Helgi starf- aði í mörg ár hjá Búnaðarsambandi Suðurlands sem ráðunautur á ýmsum sviðum.“ Helgi átti hesthús á Selfossi þegar þau kynntust. Þar voru þau með sín hross til að byrja með. Eftir að þau fluttu að Kjarri hafa þau byggt upp nær allan húsakost sem nú stendur á jörðinni, þar á meðal hafa þau stækkað íbúðarhúsið, byggt hesthús og veglega reiðskemmu og lítið fjárhús fyrir 20 kindur. Reyndar segist Helgi hafa verið rekinn út úr hlöðunni með kindurnar af því að einhverjum hafi fundist vera vond lykt af þeim. Eitt þriggja barna við nám í hestamennsku Þau hjón eiga þrjú börn, Pál, Rögnu og Eggert, sem öll eru á þrítugsaldri. Eggert er á öðru ári á hestabraut við Háskólann á Hólum og er með brennandi áhuga á hestamennsku. Páll er aftur á móti að ljúka lækn- isfræði og Ragna verkfræðinámi. Helga segir að það hljóti eitthvað að hafa klikkað hjá þeim í uppeldinu þar sem ekkert barnanna hefur sýnt sérstakan áhuga á garðyrkjunámi. „Þau hafa samt öll tekið þátt í þessu með okkur og byrjuðu að vinna við þetta um leið og þau gátu gengið. Svo þau þekkja okkar störf mjög vel.“ Byrjuðu að byggja hlöðuna 1987 „Við byrjuðum á að byggja hér hlöðu 1987 og síðan hesthús 1988 sem tekið var í notkun 1989. Nú síðast bættum við viðbyggingu við hlöðuna og reiðskemmunni sem við tókum í notkun haustið 2013,“ segir Helga. Nú er búið að endurnýja í hest- húsinu og hlöðuna sem þau byggðu fyrst tóku þau í gegn á síðasta ári. Hesthúsið rúmar nú 30 hross. Þau eru nú með um 70 hross og að jafn- aði fæðast 7–10 folöld á ári. Helgi sér síðan um uppeldið á hrossunum Öflug garðplöntusala og hrossarækt að Kjarri í Ölfusi: Í skjóli trjánna undir vindbörðu fjalli Ingólfs Helgi Eggertsson og Helga R. Pálsdóttir á bænum Kjarri í Ölfusi í reiðskemmu sem þau létu reisa 2013. Auk hrossaræktar reka þau mjög myndarlega gróðrarstöð þar sem áherslan er á ræktun trjáa, skrautrunna, limgerðis- og skjólbeltaplantna. Á innfelldu myndinni er hesthúsbygging og reiðskemman. Mynd / HKr. . Helga R. Pálsdóttir með lauftré sem tilbúin eru til afhendingar. Helga við stórt birkitré. Sölusvæðið í Kjarri. Mynd / HRP/HE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.