Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 49

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 og tamningar með dyggri aðstoð konu sinnar og barna. Of mörg hross á markaðnum Helgi segir að hans hlutverk á bænum lúti mest að hestamennskunni. Hann segir að þau rækti upp hesta og temji til að selja. Afsetning á hrossum mætti vera betri, en hann segir að offramboð á markaði ráði þar mestu um. Reyndar hafa hestamenn verið að ræða um það árum saman að full þörf væri á að grisja stofninn. Á síðasta ári voru samkvæmt tölum Matvælastofnunar 67.358 hross í landinu. Mögulega er um einhverja vantalningu að ræða, einkum í þéttbýli. Nákvæmari tölur um hrossaeign landsmanna ættu að liggja fyrir vorið 2017. „Það tekur þó (mjög) langan tíma frá því hætt er að halda merum þar til draga fer úr fjöldanum sem kemur inn á markað,“ segir Helgi. Hann segir að þetta sé vissulega í áttina en er ekki sérlega bjartsýnn á að menn dragi nægilega úr framleiðslu. Kúabúskapur nær horfinn úr Ölfusinu en hestamennskan öflug Helgi segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í landbúnaði í Ölfusinu á liðnum áratugum. Um 1960 hafi verið um 60 mjólkurinnleggjendur í Ölfusinu, en nú sé einungis einn eftir. Það er Pétur Guðmundsson í Hvammi, sem var einmitt að vígja nýja fjósbyggingu á dögunum. Það eru hins vegar mörg hrossabú í Ölfusinu þar sem stunduð er fjölbreytt hestatengd starfsemi. Hrossarækt, tamningar, hestaleigur að ógleymdu hestaleikhúsinu í Fákaseli. Ölfusið er vel í sveit sett og njótum við nálægðarinnar við höfuðborgina. Reiðskemman var algjör bylting Helgi er stoltur af reiðskemmunni sem er 16x40 metra límtréshús, eða 640 fermetrar að grunnfleti. Það er byggt af Límtré á Flúðum, eða Límtré Vírnet ehf., eins og fyrirtæk- ið heitir í dag. Þeir teiknuðu einnig millibygginguna sem tengir skemm- una við hlöðuna. „Það var algjör bylting að fá skemmuna. Þá er maður ekkert háður veðrum með þjálfun. Þetta verður allt mun þægilegra, eins og í þeirri endalausu rigningartíð sem hér var í haust. Auðvitað hefði maður getað farið í galla og skarkað hér úti, en skemman gerir manni kleift að vinna þetta jafnt og þétt alla daga ársins. Áður komu oft heilu vikurnar sem ekkert var hægt að gera vegna veðurs og þá þurfti að nota helgarnar þegar rofaði til.“ Þar sem vindálag getur verið mjög ofsafengið undir Ingólfsfjallinu mætti ætla að hús eins og þessa reiðskemmu þurfi að styrkja sérstaklega. Sú varð þó ekki raunin þar sem byggingarnar frá Límtré eru gerðar til að þola mjög mikið álag. Eigi að síður bað Helgi um að vegghæðin yrði ekki meiri en nauðsynlega þyrfti. Helgi segir að þegar þau ákváðu að byggja skemmuna 2013 hafi staðið einstaklega vel á hjá Límtré sem hófst þegar handa við verkið. Þá var enn lægð í framkvæmdum í þjóðfélaginu og ágætt aðgengi að iðnaðarmönnum. Þetta er gjörbreytt í þeirri uppsveiflu sem nú ríkir. „Lenti bara í þessu“ Þó segja megi að hestamennskan eigi nú huga Helga að verulegu leyti, þá er hann ekki fæddur inn í sveitastörf og ólst alls ekki upp við hestamennsku eins og Helga konan hans. „Ætli ég hafi ekki verið um tíu ára aldurinn þegar ég fór að sniglast út í hesthús á Selfossi. Það var ekk- ert af mínu fólki í hestamennsku. Maður bara lenti í þessu eins og sagt er, eiginlega fyrir einhverja tilviljun,“ segir Helgi. „Hjá okkur sem höfum þetta að atvinnu, þá snýst þetta allt um hesta. Það er vinnan, það er hobbýið og allt. Menn hugsa eiginlega ekki um neitt annað.“ –Nú starfaðir þú lengi hjá Búnaðarsambandi Suðurlands (BSSL), hvert var þitt hlutverk þar? „Ég var þar í ráðgjöf í loðdýra- rækt og hrossarækt og svolítið í jarðræktinni líka. Ætli ég hafi ekki verið í sjö ár þar í fullu starfi. Svo var ég í nokkur ár í viðbót að sinna loðdýraræktinni. Þá var hestamennskan farin að taka svo mikinn tíma að ég mátti ekki vera að því að sinna starfinu lengur hjá Búnaðarsambandinu.“ –Er bjart fram undan í hesta- mennsku á Íslandi? „Já, ég held að þetta eigi eftir að verða áfram öflugt áhugamál og atvinna fyrir marga,“ segir Helgi. Hann telur að útflutningur á hross- um sé að aukast, en hann hafi verið nokkuð stöðugur undanfar- in ár. Jafnvel þótt bæði Danir og Svíar hafi verið að koma meira inn í söluna með sín íslensku hross. Innanlandsmarkaðurinn er líka að rétta úr kútnum. Sumarexem veldur enn vanda hjá íslenskum hrossum erlendis Það eru dýrustu keppnishrossin sem hafa verið að seljast vel. Aftur á móti hefur salan á þessum venju- legu reiðhrossum minnkað mikið um langan tíma. Það er einkum út af sumarexeminu. Venjulegt fólk sem stundar hestamennsku erlendis í sínum tómstundum, hefur bara ekki aðstöðu til að passa eins vel upp á þá eins og atvinnu- og keppn- isfólkið. Það pakkar hrossum bara inn og vefur þá inn í ábreiður á þeim tíma þegar flugan er skæð- ust.“ –Hvað með hesta undan íslensk- um hrossum erlendis eins og í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi, eru þeir eins útsettir fyrir sumarex- emi og hross sem héðan eru flutt? „Það er lægra hlutfall af þeim sem fær sumarexem. Það er búið að vera að reyna að finna bóluefni gegn sumarexemi. Það er bara spurning hvenær það kemur.“ Hann segir að menn dreymi líka um að finna mögulega lækningu fyrir hross sem hafi þegar smitast af exemi. Staðan er þannig í dag að ef hross fær exem, þá losnar það ekkert við það nema vera þá flutt á svæði sem er laust við áreiti flugunnar sem veldur því. Helgi segir að þessi áhætta fyrir exemi sé þekkt í öllum hrossakynjum, en mismikið þó. /HKr. Sumarexem er ofnæmi í hrossum með framleiðslu á IgE mótefnum sem orsakast af próteinum úr bitkirtlum smámýs (Culicoides spp.). Ofnæmið er vandamál í íslenskum hestum sem fluttir eru út en smámý lifir ekki á Íslandi að því er fram kemur á vefsíðu Háskóla Íslands. Ekki virðast vera nein rök fyrir því að flugan hafi ekki náð fótfestu hér. Ekki er útilokað að hún berist hingað líkt og lúsmý sem olli mörgu fólki miklum óþægindum á sunnan- og vestanverðu landinu á síðastliðnu sumri. Á Keldum er unnið að þróun bólusetninga gegn sumarexemi. Niðurstöður tilraunabólusetninganna birtust nýverið í nýjasta tölublaði Vet Immunol Immunopathol. Rannsóknaverkefnið er doktorsver- kefni Sigríðar Jónsdóttur sem hún vinnur undir leið- sögn Sigurbjargar Þorsteinsdóttur ónæmisfræðings og Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, auk þess sem samvinna er við svissneskan rannsóknahóp. Samanburðartilraunir á tólf hestum gáfu markverðar jákvæðar niðurstöður. Sprautun í eitla með smáum skömmtum af hrein- um ofnæmisvökum í alum/MPLA örvar kröftugt IgG mótefnasvar og boðefnasnið sem líklegt er til að verja hestana gegn ofnæmi. Þetta er því að mati vís- indamanna vænleg nálgun í áframhaldandi þróun á bóluefni og „afnæmingu“ gegn sumarexemi. Unnið að þróun mótefnis við biti smámýs Bærinn Kjarr er staðsettur undir Ingólfsfjalli skammt vestan við Selfoss, þar Mynd / HRP/HE Mynd / HRP/HE Mynd / HKr. Weidemann smávélar og skotbómur á stórlega lækkuðu verði. VER ÐLÆ KKU N VER ÐLÆ KKU N VER ÐLÆ KKU N nar hefur Vegna styrkingar krónun að fá sér sjaldan verið hagstæðara kotbómur. Weidemann smávélar og s ÚRVA L VÉL A Á L AGER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.