Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 53

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Íslendingar hafa mátt þola mis- jafnt veðurfar um liðnar aldir. Hlýindaskeið voru stundum um árabil og ennþá hlýrra tíðarfar en nú er. En oft voru langvarandi kuldaskeið og gat þá verið torsótt hjá mörgum að afla sér lífsviður- væris. Búendur á Snæfjallaströnd hafa mátt þola marga óveðurs- hrinuna í norðan garði, en þá skellur stormurinn af miklum krafti niður af fjallgarðinum. Oft hef ég lifað snögg veðrabrigði og norðan áhlaup á Snæfjallaströnd. Áður fyrr var alltaf komið hörkufrost í norðan átt og þá var snjókoman fínkornuð og þyrlaðist upp svo það gat jafnvel verið erfitt að ná andan- um úti í verulegum byl. Einnig gerði oft skyndilega norðanrok á sumr- in, einkum þegar kom fram í júlí og águst, með slagveðursrigningu. Dalsáin er grýtt og heyrist alltaf niður í henni. Það þykir til marks um veðurbreytingu og norðan storm þegar hár niður er í ánni. Í Holubúð (verstöð) í Vigur þótti mönnum það fyrirboði um hvassviðri ef hár niður heyrðist í Möngufossi norðan Djúpsins. Á síðustu árum þegar hafflötur- inn norður af Íslandi er orðinn hlýrri er norðanáttin oft með frostleysu í byggð en fennir í vægu frosti til fjalla, snjórinn klessist og safnast upp á fjöllum, og undir fjallshlíðum. Nú er Drangajökull eini jökullinn á Íslandi sem stækkar og dafnar, enda mæðir norðanáttin mest á norðan- verðum Vestfjörðum og Norðurlandi. Árið 1920 var mikill snjóavetur, Ásgeir í Æðey gaf mér tvær mynd- ir sem hann tók 6. júlí og sýna samfelldan skafl undir brúnum á Snæfjallaströndinni. Álíka mikill snjór var á ströndinni vorið 2013 en nokkru meiri 2014. Fyrsta áhlaupið, með mikilli fannkomu, sem ég man eftir var í byrjun október 1942. Féð í Unaðsdal var í túninu en hraktist strax niður í fjöru þegar norðanáhlaupið skall á. Ekki var viðlit að koma því heim í fjárhús á móti norðanrokinu svo það var tekið til bragðs að láta það sem hægt var inn í kirkjuna, sem stendur á sjávarbakkanum, en fjöldi fjárins hraktist í sjóinn. Kaupfélag Ísfirðinga fékk þennan dag vélbátinn Gunnbjörn hjá Samvinnufélagi Ísfirðinga til að sækja kjöt frá sláturhúsinu í Vatnsfirði og voru kjötskrokkarnir settir í lestina, en síðan var komið við í Bæjum og lifandi fé tekið á dekkið. Rétt eftir að skipið lagði af stað skall veðrið á og skipstjórinn lagði ekki í að halda ferðinni áfram, en lagðist við tvö ankeri á Dalsvíkinni. Urðu skipverjar varir við að kindur rak jarmandi fram hjá bátnum. Blaðið Skutull getur þess í frétt þann 12. okt. að Gunnbjörn hafi legið þarna í 30 tíma og keyrt upp í veðrið og á fullri ferð í þrjár klukkustundir til að legufærin héldu. Ekki var bústofninn stór á Lyngholti en flest af fénu náðist inn, en um 10 kindur vantaði. Þegar stytti upp var mikið leitað að fénu með því að stinga járnteinum niður í skaflana sem voru allt að þriggja metra dúpir undir börðum en ekkert fannst fyrr en um vorið þá sást að féð hafði verið fyrir innan Hádegisnes þar sem snjódýptin var einna mest eða 3–4 metrar. Í norðan áhlaupi 4. febrúar 1968 þegar Heiðrún II og breskur togari fórust í Ísafjarðardjúpi og annar togari strandaði var ég staddur í Reykjavík. Þá brast á með norðan stórhríð og miklu frosti skyndilega. Mikil ísing hlóðst strax á skip sem voru á sjó í veðurofsanum svo ekki var við neitt ráðið. Þá hringdi til mín Sigurður Bjarnason alþingismaður og kvaðst hafa verið að ræða við ráðamenn hjá Póst- og símamála- stofnun og kom þá fram að áhuga- vert væri að setja upp svokallaða strandvarðstöð til öryggis ef og þegar slæmt loftskeytasamband væri við loftskeytastöðina á Ísafirði. Bað Sigurður mig að sjá um slíka loft- skeytastöð og Landsíminn myndi afhenda mér tækið. Ég fór svo heim með gamla loftskeytastöð af sömu gerð og var löngum í fiskibátum á Íslandi og setti hana upp á Mýri. Ég hlustaði svo oft á neyðarbylgjuna 2182, einkum þegar vont var veður, en þurfti mjög sjaldan að gefa mig fram, en man eftir að hafa verið við hlustun þegar sjóslys urðu. En ég fylgdist vel með rækjubátunum á veiðum í Djúpinu og gat talað við þá á 2311. Að sjálfsögðu þáði ég enga þóknun fyrir þessa „bakvakt“ um 20 ára skeið. Sneggstu veðrabrigði sem ég hef upplifað voru um hádegi 11. Febrúar 1973. Við hjónin og Páll Jóhannesson bóndi í Bæjum fórum í afmælisboð inn að Laugarási í Skjaldfannardal laugardaginn 10. febrúar. Ágætt veður hafði verið undanfarna daga, en veðurspáin ver ekki góð, á sunnudag átti að ganga í norðan átt og snjókomu. Mikill snjór var í Lónseyrarleiti eins og oft að vetrinum. Við fórum á bíl inn að Leitinu og gengum svo inn fyrir Kaldalón, en þangað vorum við sótt á öðrum bíl. Við vorum svo í góðri afmælisveislu um kvöldið með fólki af nágrannabæjum. Á sunnudags- morguninn sá ég að loftvogin stóð mjög neðarlega og hafði vart séð svo áður. Við drifum okkur af stað eftir morgunverð og húsbóndinn Jón Fanndal Þórðarson nýfertugur keyrði okkur út að Ármúla þar sem Páll í Neðri-Bænum gisti. Hann var þá að skoða til heyja með Sigurði Hannessyni bónda. Það dróst smá- tíma að við færum af stað með Jóni í Laugarási sem fór með okkur á bílnum inn fyrir Seleyri. Svell var milli landa í Lóninu og náði nokkuð fram fyrir grasi grónar eyrarnar. Við gengum því beint af augum, rétt fyrir innan ísröndina, að litlu brúnni við Flautá og lögðum af stað bílveginn upp brekkuna. Blankandi logn var, spegilsléttur sjórinn, heiðbjartur him- inn og sólin skein glatt á móti okkur. Þegar við vorum komin rúmlega upp hálfa brekkuna, og Drangajökull í fjarlægð að baki, var eins og eitthvað kitlaði mig í bakið. Ég leit við til að gá hvað þetta gæti verið. Þá var þetta fyrsta vindhviðan, kólgubakki og hríðarveggur var að brjótast niður í Lóndalinn. Eftir örstutta stund var komið rok og þreifandi bylur. Ég hafði hringt í Ingvar son minn sem var þá heima á Mýri, og var hann - Framhald á næstu síðu. Kafli úr bókinni Undir Snjáfjöllum – Önnur bók. Þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd eftir Engilbert S. Ingvarsson: Áhlaupsveður Úr bókinni Undir Snjáfjöllum. Fólk af Snæfjallaströndinni prúðbúið á leið á ball kastar mæðinni í Dynjandisdal. Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Djúpmannatal 1801-2011 sem tengist sögu- sviði bókarinnar Undir Snjáfjöllum. Djúpmannatal var gefið út í samvinnu við Félag Djúpmanna í Reykjavík, Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða og Sögumiðlun. Það var eiginmaður Guðrúnar, Ólafur heitinn Hannibalsson, sem ritstýrði verkinu, sem var nær fullbúið til prentunar þegar hann féll frá 30. júní 2015. Gagnaöflun í bókina tók fjölda ára, eða allt frá 1954, en Ólafur kom að verkinu 2009. Þar er að finna skrá yfir íbúa við Djúp frá árinu 1801. Það er í Snæfjallahreppi, Nauteyrarhreppi, Reykja- fjar ð arhreppi, Ögurhreppi og Súðavíkurhreppi. Eru þó undan- skildir íbúar yst við Djúpið vest- anvert, þ.e. í gamla Eyrarhreppi, Hólshreppi og í Súðavík að mestu. Stærsti hluti fyrrnefnds svæðis er nú kominn í eyði. Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.