Bændablaðið - 15.12.2016, Side 56

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Helstu nytjadýr heimsins Hreindýr voru útbreidd um alla Evrópu fyrir ísöld en hörfuðu norður þegar ísaldarjökullinn hopaði. Í dag finnast þau, aðal- lega tamin, um allt norðurhvel jarðar. Fyrstu hreindýrin voru flutt til Íslands fyrir tæpum 250 árum samkvæmt konunglegri tilskipun til að efla íslenskan landbúnað. Hreindýr finnast um allt norð- urhvel jarðar. Á Íslandi, í Noregi, norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands, á Svalbarða, í Rússlandi og Síberíu allt til Kyrrahafs, í Norður-Ameríku, á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Talið er að hreindýr í heimin- um séu um sjö milljón en þeim fer fækkandi. Um tvær milljónir finnast í Norður-Ameríku og fimm milljón- ir í Evrópu og Asíu. Tamin hreindýr er að finna um allt norðurhvel en villt í Norður- Ameríku og á Grænlandi og eru það einu núlifandi villtu hreindýrin auk lítilla hjarða til fjalla í Skandinavíu og í Síberíu. Hreindýrin á Íslandi eru afkomendur taminna norskra hreindýra en lifa sem villt í dag. Hreindýr eru hjartardýr og vel aðlöguð lífinu á norðurslóðum í kulda og snjó að vetrarlagi og ferðast villt dýr milli beitarsvæða á vorin og haustin. Þau eru ferfætt klaufdýr, jurtaætur og jórturdýr sem bíta grös, blómplöntur, víði- og birkilauf, fléttur, starir, lyng, sveppi. Á veturna krafsa þau upp snjóinn til að komast að fæðu, sem aðallega eru fléttur og skófir. Hreindýrahjarðir eru misstórar eftir árstímum og fullorðnir tarfar eru oft einir á ferð utan fengitímans. Útbreiðsla og undirtegundir Hreindýrum, Rangifer tarand- ur, er skipt í tvo megin hópa, skógarhreindýr og túndruhreindýr. Skógarhreindýr lifa á syðri mörkum útbreiðslu hreindýra og er búsvæði þeirra í barrskógum og skóglendi. Túndruhreindýrin halda sig norðar á heimskautaeyjum og á freðmýrum norðurhjarans. Innan hvors hóps er að finna nokkrar undirtegundir. Skógarhreindýr (R. tarandus caribou), fundust áður á túndrum og skógarsvæðum í norðurhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska í vestri til Nýfundnalands í austri og allt suður til Nýja-Englands. Þau eru horfin af stærstum hluta þessa svæðis og eru alls staðar í útrým- ingarhættu nema í norðurhluta Quebec og Labrador í Kanada. Heimskautahreindýr (R. tarandus eogro enlandicus) var undirtegund á Austur-Grænlandi fram að aldamót- um 1900 sem nú er útdauð. Finnsk skógarhreindýr (R. tarandus fennicus), er að finna í suðurhluta Finnlands og í Norður- Rússlandi og í Síberíu. Grant hreindýr (R. tarandus granti) er að finna í Alaska og Yukon og Norðvesturhéruðum Kanada. Grænlandshreindýr eða túndru- hreindýr (R. tarandus groen- landicus), er að finna í Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada og á Vestur-Grænlandi. Peary hreindýr (R. tarandus pearyi), er að finna í eyjun- um í norðurhluta Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada. Svalbarðahreindýr (R. tarandus platyrhynchus), er að finna á Svalbarðseyjum. Þessi hreindýr eru minnst af öllum hreindýrategund- um og sýna rannsóknir að þau fari minnkandi. Villihreindýr (R. tarandus tarandus) er að finna í litlu hópum í Skandinavíu, Norður-Síberíu og Norður-Kanada. Ásýnd og meðganga Mikill munur er á stærð dýra eftir undirtegundum og eru kýr yfirleitt minni og léttari en tarfar. Þungi tarfa í Skandinavíu er 160 til 185 kíló en kúa 80 til 120 kíló. Tarfar í Norður- Ameríku geta aftur á móti náð allt að 300 kílóum að þyngd. Lengd dýra er frá einum og hálfum upp í rúmlega tvo metra og hæð við herðakamb 80 Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sú hugmynd að jólasveinninn ferðist um á sleða sem dreginn er af hreindýrum kom fyrst fram á prenti í kvæði sem birt var í bandarísku tímariti árið 1823. menn á hreindýraveiðum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.