Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 56

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Helstu nytjadýr heimsins Hreindýr voru útbreidd um alla Evrópu fyrir ísöld en hörfuðu norður þegar ísaldarjökullinn hopaði. Í dag finnast þau, aðal- lega tamin, um allt norðurhvel jarðar. Fyrstu hreindýrin voru flutt til Íslands fyrir tæpum 250 árum samkvæmt konunglegri tilskipun til að efla íslenskan landbúnað. Hreindýr finnast um allt norð- urhvel jarðar. Á Íslandi, í Noregi, norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands, á Svalbarða, í Rússlandi og Síberíu allt til Kyrrahafs, í Norður-Ameríku, á Grænlandi, í Kanada og Alaska. Talið er að hreindýr í heimin- um séu um sjö milljón en þeim fer fækkandi. Um tvær milljónir finnast í Norður-Ameríku og fimm milljón- ir í Evrópu og Asíu. Tamin hreindýr er að finna um allt norðurhvel en villt í Norður- Ameríku og á Grænlandi og eru það einu núlifandi villtu hreindýrin auk lítilla hjarða til fjalla í Skandinavíu og í Síberíu. Hreindýrin á Íslandi eru afkomendur taminna norskra hreindýra en lifa sem villt í dag. Hreindýr eru hjartardýr og vel aðlöguð lífinu á norðurslóðum í kulda og snjó að vetrarlagi og ferðast villt dýr milli beitarsvæða á vorin og haustin. Þau eru ferfætt klaufdýr, jurtaætur og jórturdýr sem bíta grös, blómplöntur, víði- og birkilauf, fléttur, starir, lyng, sveppi. Á veturna krafsa þau upp snjóinn til að komast að fæðu, sem aðallega eru fléttur og skófir. Hreindýrahjarðir eru misstórar eftir árstímum og fullorðnir tarfar eru oft einir á ferð utan fengitímans. Útbreiðsla og undirtegundir Hreindýrum, Rangifer tarand- ur, er skipt í tvo megin hópa, skógarhreindýr og túndruhreindýr. Skógarhreindýr lifa á syðri mörkum útbreiðslu hreindýra og er búsvæði þeirra í barrskógum og skóglendi. Túndruhreindýrin halda sig norðar á heimskautaeyjum og á freðmýrum norðurhjarans. Innan hvors hóps er að finna nokkrar undirtegundir. Skógarhreindýr (R. tarandus caribou), fundust áður á túndrum og skógarsvæðum í norðurhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska í vestri til Nýfundnalands í austri og allt suður til Nýja-Englands. Þau eru horfin af stærstum hluta þessa svæðis og eru alls staðar í útrým- ingarhættu nema í norðurhluta Quebec og Labrador í Kanada. Heimskautahreindýr (R. tarandus eogro enlandicus) var undirtegund á Austur-Grænlandi fram að aldamót- um 1900 sem nú er útdauð. Finnsk skógarhreindýr (R. tarandus fennicus), er að finna í suðurhluta Finnlands og í Norður- Rússlandi og í Síberíu. Grant hreindýr (R. tarandus granti) er að finna í Alaska og Yukon og Norðvesturhéruðum Kanada. Grænlandshreindýr eða túndru- hreindýr (R. tarandus groen- landicus), er að finna í Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada og á Vestur-Grænlandi. Peary hreindýr (R. tarandus pearyi), er að finna í eyjun- um í norðurhluta Nunavut og Norðvesturhéruðum Kanada. Svalbarðahreindýr (R. tarandus platyrhynchus), er að finna á Svalbarðseyjum. Þessi hreindýr eru minnst af öllum hreindýrategund- um og sýna rannsóknir að þau fari minnkandi. Villihreindýr (R. tarandus tarandus) er að finna í litlu hópum í Skandinavíu, Norður-Síberíu og Norður-Kanada. Ásýnd og meðganga Mikill munur er á stærð dýra eftir undirtegundum og eru kýr yfirleitt minni og léttari en tarfar. Þungi tarfa í Skandinavíu er 160 til 185 kíló en kúa 80 til 120 kíló. Tarfar í Norður- Ameríku geta aftur á móti náð allt að 300 kílóum að þyngd. Lengd dýra er frá einum og hálfum upp í rúmlega tvo metra og hæð við herðakamb 80 Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sú hugmynd að jólasveinninn ferðist um á sleða sem dreginn er af hreindýrum kom fyrst fram á prenti í kvæði sem birt var í bandarísku tímariti árið 1823. menn á hreindýraveiðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.