Bændablaðið - 15.12.2016, Side 58

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Vélaframleiðslufyrirtækið Clayton og Shuttleworth var stofnað árið 1841. Stofnendurnir voru erfingi bátasmiðju og eig- andi málmbræðslu í Lincol-skíri í Bretlandi. Endalok fyrirtækis- ins voru sem Rauða stjarnan í Ungverjalandi. Markmið fyrirtækisins í upp- hafi var að smíða gufuvélar og landbúnaðartæki. Fyrstu gufu- og þreskivél- ar Clayton og Shuttleworth litu dagsins ljós 1849. Vélarnar reynd- ust vel og á skömmum tíma var fyrirtækið leiðandi á sínu sviði á Bretlandseyjum. Á fyrstu tveimur árum seldi fyrirtæk- ið meira en 200 gufuvélar og 2400 á fyrsta áratugn- um. Árið 1870 voru starfs- menn fyrirtækisins 1200 og árið 1890 hafði Clayton og Shuttleworth framleitt og selt 26.000 gufuvélar og 24.000 þreskivélar. Útflutningur Clayton og Shuttleworth var einnig tals- verður á þessum árum og fyrir- tækið með útibú víða í mið- og austanverðri Evrópu og rak verk- smiðju í Ungverjalandi. Auk þess sem talsvert var flutt af þeim til Rússlands. Fyrsti traktorinn Í byrjum annars áratugs síðustu alda hóf Clayton og Shuttleworth framleiðslu á dráttarvélum. Fyrsti traktorinn var settur á markað 1911 og var stór og þunglamaleg með fjögurra strokka olíuvél og sjö hestöfl. Dráttarvélin var yfir- byggð og á þremur járnhjólum. Fyrirtækið gekk vel og 1914 voru starfsmenn þess 2100. Fjórum árum seinna, 1916, sendi fyrirtækið frá sér aðra fjögurra strokka dráttarvél sem gekk fyrir steinolíu. Sú vél var 40 hestöfl og í framleiðslu til 1929. Um svipað leyti var einnig í framleiðslu hjá Clayton og Shuttleworth 100 hestafla belta- traktor. Framleiðsla á flugvélum Árið 1916 víkkaði Clayton og Shuttleworth út fram- leiðslu sína og hóf smíði á flugvélahlutun og snemma í heimsstyrjöldinni fyrri hóf það framleiðslu á flugvél- um fyrir breska flugherinn. Næstu þrjú árin smíðaði fyr- irtækið ríflega 500 flugvélar fyrir herinn. Fyrstu vélarnar voru þrívængjur sem köll- uðust Sopwith Triplane og tví- vængjan Sopwith Camel fylgdi í kjölfarið. Stærsta flugvélin frá Clayton og Shuttleworth var sprengjuflugvél sem bar heitið Handley Page 0/400. Frægasta flugvélin sem Clayton og Shuttleworth fram- leiddi var af gerðinni Sopwith Camel en flugmaður einnar þeirra, Roy Brown, skaut niður Rauða baróninn. Gjaldþrota í kreppunni Kreppan á þriðja áratug tutt- ugustu aldar kom illa við mörg stöndug fyrirtæki og var Clayton og Shuttleworth eitt af þeim. Fyrirtækið var fjárvana og tók Marshall, Sons & Co. yfir rekstur þess í Bretlandi. Rauða stjarnan Verksmiðjan í Ungverjalandi var yfirtekin af vélaframleið- andanum Hofherr-Schrantz og úr varð Hofherr-Schrantz- Clayton-Shuttleworth Hungarian Machine Factory. Meðan á hersetu Sovétríkjanna í Ungverjalandi stóð var verksmiðjan þjóðnýtt og fékk heitið Vörös Csillag Traktorgyár eða Dráttarvélaverksmiðjan Rauða stjarnan. Frá 1973 var Rauða stjarnan hluti af ungverska bifreiðaframleiðandanum Rába fyrirtæki var lagt niður árið 2010. /VH Clayton og Shuttleworth og Rauða stjarnan Utan úr heimi Barbara Abdeni Massaad er líbönsk hugsjónakona, formaður Slow Food-deildarinnar í heima- landi sínu og höfundur bókarinnar Súpa fyrir Sýrland, sem gefin var út fyrir rúmu ári. Tilgangur bóka- útgáfunnar er að leggja hjálpar- starfi Sameinuðu þjóðanna lið í því að sjá stríðshrjáðu flóttafólki frá Sýrlandi fyrir matarnauðsynjum. Massaad, sem er ljósmyndari, sjónvarpskona og matreiðslubóka- höfundur með meiru, kynnti verkefni sitt á Slow Food-hátíðinni í Tórínó í lok september síðastliðnum. Hún býr í Beqaa-dalnum í Líbanon þar sem um hálf milljón flóttafólks hafðist við í flóttamanna- búðum, þegar hún fór að láta sig varða um ástand þess fyrir rúmu ári síðan. „Ég vissi af þessum flótta- mannabúðum og hugsaði oft til fólksins þar og um aðbúnaðinn hjá þeim – og hugsanirnar létu mig ekki í friði. Ég fór því að venja komur mínar í búðirnar í hverri viku sem eru í um 45 mínútna fjarlægð frá húsinu mínu. Ég vissi í raun ekki hvernig ég gæti hjálpað í fyrstu. Þar sem ég er ljósmyndari var ég alltaf með myndavélina með mér og safnaði myndefni um leið og ég talaði við fólkið. Ég er líka matarbókahöfund- ur því varð mér smám saman ljóst hvernig ég gat lagt mitt lóð á vogar- skálarnar til hjálpar. Við vinkona mín byrjuðum bara á að búa til súpu á Slow Food-markaðnum okkar og fara með í flóttamannabúðirnar. Svo fæddist hugmynd sem mér fannst stórsniðug; að nota myndirnar sem ég hafði tekið og búa til súpuupp- skriftabók, því súpa er frábær matur og nærir bæði líkama og sál. Þar sem ég er formaður Slow Food- hreyfingarinnar í Líbanon á ég marga vini um allan heim og gott tengslanet. Ég nýtti mér það til að fá þekkt nöfn til liðs við mig – og leggja til uppskrift- ir fyrir bók- ina. En ég vildi líka fá u p p s k r i f t - ir frá þeim sem standa mér næst; fjölskyldu, nágrönnum og vinum. Ég stofnaði því Facebook-síðu og bað allt þetta fólk um að leggja til uppskriftir. Svo fórum við í strangt matsferli og mátum þær 200 upp- skriftir sem bárust,“ sagði Barbara um aðdragandann að útgáfu bókar- innar. Samhygðin mælikvarðinn á siðmenninguna Carlo Petrini, stofnandi og for- seti Slow Food- hreyfingarinnar, ritar formála að henni. Þar segir hann meðal annars: „ M æ l i k v a r ð i á siðmenningu fólks er meðal annars hversu viljugt það er að sýna fólki sam- hygð sem er í neyð. Ef þetta á við um staðbund- in samfélög gildir þetta enn frekar á alþjóðlegum vett- vangi. Á okkar tímum hefur aldrei verið meira aðkallandi fyrir okkur að hafa þetta í huga en nú, þegar við höfum allt of lengi þurft að horfa upp á hinar yfirþyrmandi hörmungar í Sýrlandi. […] Hið fallega við þetta verkefni [Súpa fyrir Sýrland] er matarþemað, en matur er alltaf gagnlegt tæki til að tengja fólk saman og byggja brýr með. Það kemur enda ekki á óvart að eitt að því fyrsta sem ráðist er gegn og eyðilagt, þegar stríð brýst út, er matvælaframleiðsla og landbúnaður. Kerfisbundið hefur verið ráðist að bændum í Sýrlandi og ræktarlönd eyðilögð – sjálfsmyndin rifin í sund- ur og búseta í dreifbýli útilokuð um langan tíma.“ [Lausleg þýðing blm.] Áttatíu súpuuppskriftir Nærri 80 manns leggja til uppskriftir í bókina; allflestir nafnkunnir mat- reiðslumenn og matreiðslubókahöf- undar. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið – og eignast í leiðinni úrval súpu- uppskrifta úr smiðju meistarakokka – geta keypt bókina á vefnum í gegnum slóðina soupforsyria.com, þar sem frekari upplýsingar um verkefnið er að finna. /smh Bókaútgáfa til hjálpar flóttafólki frá Sýrlandi: Súpa fyrir Sýrland Barbara Abdeni Massaad rakti forsögu bókaútgáfunnar á viðburði á Slow Food-hátíðinni sem haldin var í Tórínó í haust. Myndir / smh Opna úr bókinni. Mark Bittman er kunnur fyrir skrif sín um mat; bæði bókaskrif og fyrir fjölmiðla – meðal annars New York Times. Hann leggur hér til upp- skrift að kjötsúpu; hrísgrjónasúpu með nauta- eða svínakjöti. Dóra Svavarsdóttir (t.v.), eldaði ásamt Þóri Bergssyni fyrir Íslands hönd í Terra Madre eldhúsinu á Slow Food-hátíðinni í Tórínó fyrir tveimur árum. Þá deildu þau eldhúsi með Líbanon og syni Massaad, en afrakstur af sölunni sínum til hjálpar í eldhúsinu. Á Soup for Syria-viðburðinum í og tómatsúpa var þar seld í þágu málefnisins.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.