Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 59

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Fjárlagafrumvarp Alþingis vegna ársins 2017 liggur nú fyrir. Í yfirliti um lagabreytingar sem fylgja því er lagt til að lög um búnaðargjald verði felld úr gildi frá og með 1. janúar 2017. Engin ástæða er til að halda annað en að þetta nái fram að ganga. Nýir tímar taka við í tekjuöflun í félagskerf i bænda, þar sem byggt er á félaga- frelsi og aukinni markaðstengingu. Búnaðargjald er skattur á búvöru- framleiðendur og var heildarvelta þess um 510 milljónir króna vegna ársins 2015, þar af var hlutur Bændasamtakanna um 133 m.kr. Auk þess runnu fjármunir af því til búnaðarsambandanna, búgreina- félaganna, Bjargráðasjóðs og til Ráðgjafarþjónustu landbúnaðar- ins. Það má því öllum vera ljóst að þessi breyting varðar grunnstoðir í félagskerfi og stoðþjónustu land- búnaðarins. Nýjar leiðir við fjármögnun félagskerfis bænda Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að finna og móta nýjar leiðir til að fjármagna félagskerfi bænda. Aðildarfélög BÍ eru mislangt komin í sinni útfærslu, ýmist er um að ræða veltutengingu eða nefskatt, allt eftir því hvað hentar viðkomandi félagi. Það má segja að búnaðarsamböndin hafi ákveðið forskot umfram önnur félög því það er hefð fyrir því að þau innheimti félagsgjöld hjá sínum félagsmönnum til að kosta félagslega starfsemi. Markmiðið að allir bændur verði félagsmenn í BÍ Þegar farið var að útfæra heimild í samþykktum Bændasamtakanna á innheimtu veltutengds gjalds komu í ljós vankantar sem erfitt var að sjá fyrir. Helstu gallar eru þeir að þegar búnaðargjaldið fellur niður, fellur einnig niður lagastoð fyrir landbúnaðarframtalinu og þar með sú sundurliðun tekna. Þær upplýsingar sem fengust til að byggja veltutenginguna á væru því mjög ónákvæmar og kölluðu á mikið eftirlit og utanumhald. Upplýsingar úr framtölum eru auk þess mjög gamlar og þá væri verið að vinna með tveggja ára gömul gögn. Þegar ljóst var að um alvöru hindrun var að ræða skipaði stjórn Bændasamtakanna starfshóp til að vinna að málinu. Í starfshópnum störfuðu auk undirritaðrar stjórnar- mennirnir Einar Ófeigur Björnsson og Eiríkur Blöndal. Við höfðum ákveðin gildi að leiðarljósi í starf- inu, sem voru að félagsgjöldin ættu að vera einföld, skilvirk, sanngjörn, tryggja þátttöku og vera gegnsæ. Einnig vildum við ná fram ákveðn- um ferskleika og komast út úr umræðunni um búnaðargjaldið sem oft og tíðum hefur verið neikvæð. Það væri ekki gott upplegg inn í nýja tíma að halda í „gamalt“ kerfi, heldur væri lag að endurskipuleggja fyrirkomulagið á jákvæðum nótum. Starfshópurinn skoðaði nokkrar leiðir sem gætu hentað við innheimtu á félagsgjöldum. Niðurstaða þeirrar vinnu var sú að leggja til fast gjald á hvert bú. Félagsgjaldið verði 42.000 kr. á ári og því fylgi full aðild fyrir tvo einstaklinga. Vilji fleiri sem standa að búinu fá full réttindi þarf að greiða aukagjald. Gert er ráð fyrir lægra gjaldi fyrir lítil bú. Með þessu sanngjarna gjaldi er markmið- ið að allir starfandi bændur verði félagsmenn í Bændasamtökunum og njóti félagslegra réttinda og þeirr- ar þjónustu sem er þar í boði. En skilyrði er enn sem fyrr að félagar verða að vera í minnsta kosti einu aðildarfélagi BÍ til að geta verið fullgildir félagsmenn. Stjórn Bændasamtakanna gerði þessar tillögur að sínum sem nú hafa bæði verið kynntar á formannafundi sam- takanna og samþykktar með breyting- um á samþykktum á aukabúnaðar- þingi sem haldið var í lok nóvember. Kynningarfundir í janúar Ástæða er til að minna hér sérstak- lega á fundarferð Bændasamtakanna um landið í byrjun janúar. Þar verð- ur farið ítarlega yfir þessi mál með félagsmönnum. Á fundunum gefst kjörið tækifæri fyrir alla að koma skoðunum sínum á framfæri og spyrja út í þau atriði sem eru óljós. Þar verður einnig dregið fram hver ávinningur bænda er að því að halda úti þeirri fjölþættu starfsemi sem fellur undir Bændasamtökin og sú staðreynd að þau starfa fyrir ykkur öll. Bændasamtökin eru regnhlífarsamtök sem vinna að því að gæta heildarhagsmuna íslenskra bænda. Slagkraftur fjöldans er nauðsynlegur í hagsmunabaráttunni til að árangur náist. Þess vegna er nauðsynlegt að standa saman að baki öflugum bændasamtökum. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ gj@bondi.is Lífland óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! www.gistihusid.is / www.lakehotel.is - S: 471-1114 - hotel@gistihusid.is ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI Á ÁRINU 2016 ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR Á faglegum nótum Félagsgjöld BÍ verða einföld, skilvirk og sanngjörn Guðbjörg Jónsdóttir. Fjársveltið leiðir til hruns Markaðsstofa Norðurlands gagn- rýnir harðlega frumvarp til fjár- laga sem nú liggur fyrir Alþingi. Í því frumvarpi er ekki gert ráð fyrir að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun og vantar þar mikið upp á. Markaðsstofan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á þessu misræmi sem gengur þvert gegn yfirlýsingum flestra stjórnmálamanna fyrir nýafstaðnar kosningar um nauðsyn þess að setja meira fjármagn í uppbyggingu inn- viða. „Fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er viðhald og uppbygging vegakerf- isins og annarra samgöngumann- virkja einn mikilvægasti þátturinn til þess að atvinnugreinin nái að vaxa og dafna öllum landsmönn- um til heilla. Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála mun leiða til hruns í samgöngukerf- inu innan skamms tíma sem mun koma hart niður á ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins,“ segir í yfirlýsingu Markaðsstofu Norðurlands. Fram kemur einnig að það sé með öllu óviðunandi að enn eina ferðina eigi að fresta framkvæmd- um sem margoft sé búið að setja á samgönguáætlun en detta alltaf út vegna þess að áætlunin er ekki fjár- mögnuð til fulls. Dettifossvegur nr 862 er þar efstur á blaði. Ákvörðun um að draga til baka fyrri ákvörðun um fjármögnun á Dettifossvegi væri áfall fyrir ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum og Norðurland í heild sinni. Þessi vegur liggur að aflmesta fossi Evrópu sem er eitt stærsta aðdráttarafl fyrir ferða- menn á Norðurlandi. Vegurinn er að hluta til gam- all, niðurgrafinn moldarvegur sem getur alls ekki annað þeirri eftir- spurn sem nú þegar er til staðar á þessu vinsæla ferðamannasvæði. Óviðunandi ástand vegarins er ekki einungis hamlandi á núver- andi umferð, heldur dregur einnig verulega úr möguleikum ferða- þjónustunnar að vaxa sem skyldi á þessu svæði. Það sama á við um fleiri vegi að öðrum vinsælum náttúruperlum á Norðurlandi s.s. Vatnsnesveg að Hvítserk. Markaðsstofan skorar á Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpi til þess að tryggja fulla fjármögnun á samgönguáætl- un sem er nýbúið að samþykkja á Alþingi. /MÞÞ Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu á miðvikudaginn síð- astliðinn þar sem fram kemur að starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll hafi verið takmörkuð þannig að allur flutningur varp- hæna í framleiðsluhúsin hafi verið bannaður, þar til loftgæði eru orðin betri. Í tilkynningu Matvælastofnunar segir ennfremur: „Mælingar stofnunar- innar á ammóníaki hafa sýnt viðvar- andi gildi yfir leyfilegu hámarki í hús- unum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ert- andi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæð- in í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbæt- ur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi. Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dag- sektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglu- gerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra.“ /smh Brúnegg fá ekki að setja inn nýjar varphænur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.