Bændablaðið - 15.12.2016, Side 62

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Myndbönd af öllum sýndum hrossum á Landsmóti hestamanna komin á heimasíður WorldFengs Á faglegum nótum Myndbönd af öllum sýndum hrossum frá Landsmóti hesta- manna 2016 og 2014 er hægt að sjá á heimasíðu WorldFengs – upprunaættbók íslenska hestsins – www.worldfengur.com Þar hefur verið opnaður enn einn glugginn að hestaheiminum og í gegnum þennan glugga getur áhugafólk um íslenska hestinn horft á myndbönd af öllum þeim hrossum sem komu fram á Landsmóti 2016 sem og frá Landsmótinu 2014. Þessa skemmtilegu viðbót er að finna í valstikunni vinstra megin á upphafssíðu WorldFengs eftir að notandi hefur slegið inn notendanafn sitt og lykilorð. Þá sést rauðum stórum stöfum „LM MYNDBÖND“ og þar undir er að finna Landsmót 2014 og Landsmót 2016. Ef klikkað er á annaðhvort Landsmótið þá birtist eftirfarandi mynd: Þá er hægt að velja um mynd- bönd frá annars vegar kynbótasýn- ingum og hins vegar úr íþrótta- og gæðingakeppninni. Þarna er hægt að leita eftir ákveðnum aldursflokkum, eftir keppnisgrein, eftir nafni hests, eftir nafni knapa, fyrri eða seinni skeiðspretti. Valmöguleikarnir eru því ótal margir sem gefur notand- anum möguleika á nákvæmri leit. Gaman er að segja frá því að þeirri nýjung hefur nú verið bætt við sem býður notendum WorldFengs upp á það að opna myndband af viðkom- andi hrossi í flipanum „Dómur“. Með því móti er hægt að hafa einkunnir úr kynbótasýningunni fyrir framan sig á skjánum og horfa á myndbandið af sýningunni um leið. Í framtíðinni verður þarna að finna ómetanlegan gagna- banka af myndböndum hrossa frá Landsmótum hestamanna. Þarna er því komið frábært verkfæri fyrir alla áhugamenn um íslenska hestinn um allan heim. Samstarfsverkefni LH, LM & BÍ Verkefni þetta er samstarfsverk- efni á milli Landssambands hesta- mannafélaga, Landsmóts ehf. og Bændasamtaka Íslands. Verkefnið hófst árið 2015 þegar myndbönd af öllum hrossum sem komu fram á Landsmótinu 2014 voru sett inn á WorldFeng. Vinna við að klippa myndbönd af Landsmótinu sem haldið var á Hólum nú í sumar er mjög langt komin og stefnt er að því að búið verði að koma öllum myndböndum inn á WorldFeng á þessu ári. Þegar þeirri vinnu lýkur verður hafist handa við að koma inn myndefni af öllum hrossum frá Landsmótinu í Reykjavík árið 2012. Jólagjöf hestamannsins Í tilefni jóla var ákveðið að bjóða fólki að kaupa „LM myndbanda“ gjafa- bréf. Þannig verður hægt að gefa áskrif- endum WorldFengs (bundið við áskrif- endur) árs áskrift að „LM mynd- böndum“. Gjafabréf yrði þá útbúið á nafn og notandanafn sem mætti skella í jólapakkann. Myndi þá LM myndbandaaðgangurinn opnast að kvöldi aðgangadags jóla sjálfkrafa í WorldFeng. Áskriftin kostar í heilt ár 4.900 kr. eða um 400 kr. á mánuði. Til að kaupa gjafabréf er best að hafa beint samband við Bændasamtök Íslands í síma 563- 0300 eða með tölvupósti, tolvu- deild@bondi.is. Einnig er hægt að hafa samband við Landssamband Hestamannafélaga í síma 514-4030 eða lh@lhhestar.is. Hægt verður að kaupa þessi gjafabréf til og með 22. desember. Valmynd – Myndbönd frá Landsmóti Milljarður frá Barká og Þórarinn Eymundsson á Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016. Mynd / Pétur Ingi Jólagjöf hestamannsins – aðgangur að myndböndum af öllum sýndum hrossum á Landsmóti. Skýr frá Skálakoti og Jakob Svavar Sigurðsson á Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016. Mynd / Pétur Ingi Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW MTZDEEGAN Landssamtök skógareigenda sendir skógarbændum og samstarfsaðilum um land allt óskir um gleðilegjól og farsæld á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf og góðar stundir á árinu sem er að líða. Megi árið 2017 vera gjöfult og gefandi skógræktarár. Stjórn Landssamtaka skógareigenda. Jólakveðja

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.