Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 67

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 67
67Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Örfá atriði um nautgripa- rækt í Hollandi Nokkur skemmtileg atriði koma fram um nautgriparækt í Holllandi í grein eftir tvo danska landbúnaðarstúdenta sem þangað fóru í námsferð. Það sem vakti mesta athygli þeirra í ræktunarstarfinu var ofur- áhersla þeirra á endingu kúnna. Þrátt fyrir að meðalendingartími holllensku kúnna sé verulega lengri en gerist í Danmörku þá leggja Holllendingarnir megináherslu á að geta aukið endingu kúnna enn umtalsvert. Ein meginástæða þessa er sú að í holllenskum landbúnaði hefur verið lagður á fosfórskattur. Í sambandi við það skiptir verulegu máli að geta dregið úr umfangi á uppeldi gripa sökum þess hve fosfór- þörfin er mikil í uppvexti ungviðis. Önnur auðskilin rök þeirra voru að benda á að það eru fullorðnu kýrnar sem skapa tekjurnar, kvígurnar eru aðeins útgjaldaliður á meðan þær eru í uppeldi. Einnig leggja þeir áherslu á að hagkvæmara væri að gefa fullorðnu kúnni eitt eða tvö auka tækifæri til að festa fang en farga henni og taka inn kvígu í stað- inn fyrir fullorðnu kúna. Ræktunarmarkmiðin hjá kúa- bændum í Holllandi eru skýr. Hagkvæmar kýr með tilliti til fóð- urnotkunar og endingar (ævifram- leiðsla). Kýrnar eiga að vera hraustar og vandamálalausar. Þau nefna að þeir reikna fjöldann allan af undir- einkunnum fyrir einstaka eiginleika líkt og gert er hér. Í sambandi við viðhald kúastofnsins hafi fátt gefist betur heldur en listar í skýrsluhaldinu þar sem fyrir hvert bú er listaðar undireinkunnar allra kúa sem til- heyra besta fjórðungi kúnna á búinu og á móti tilsvarandi fyrir lakasta fjórðunginn. Þannig sjái hvert bú á svipstundu hvaða eiginleikar skipti mestu máli á viðkomandi búi og hverjir hafa lítil eða engin áhrif og má því horfa framhjá í valinu. Fyrir tæpum tveim áratugum var hér á landi mikil umræða um mögulegan innflutning á nýju mjólkurkúakyni. Eitt af vopnum þeirra sem börðust gegn innflutningi þá var ákveðin sérstaða í gerð vissra mjólkurpróteina sem hafði komið fram í nýlegum rannsóknum á vegum Norræna genbankans á þeim tíma. Eitthvað reyndi ég að malda í móinn um að þetta væru fremur haldlítil rök vegna þess að kallaði markaður eftir slíkum breytingum mundu þær gerast í kúakynjum út um heim vegna þess að hér væri aðeins um einfaldar erfðir að ræða. Þetta hefur þegar gerst að einhverju marki á svæðum á Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Bretlandi. Núna í mjólkurverðskreppunni sjá Holllendingar þetta sem eitt af mögulegum markaðssóknarfærum. Umræðan er ekki alveg á sömu nótum og hér var. Í ljós er komið að fólk með laktósaóþol þolir mjólk með víkjandi arfgerð af beta kaseini. Til viðbótar halda ýmsir fram að slík mjólk sé að ýmsu öðru leyti hollari. Þarna sjá Hollendingarnir sóknarfæri á markaði og stefna að því að breyta kúnum á þennan veg á tveim kynslóðum að mestu. Hvað hafa stríðsmenn íslensku kýrinnar gert síðustu tvo áratugi. Ég held setið með hendur í vösum. Þessar arfgerðir hafa ekki síðan þá mér vitanlega verið greindar hér á landi. Ég held að ekki þyrfti meira en að tveir eða þrír af bestu nautsfeðrunum á þessu tímabili hafi óvart verið með óheppilega arfgerð til að mælast mundi að íslenska kýrin mögulega stæði orðið mjög illa í slíkum samanburði væri hann gerður nú. Ég verð að játa að það hvarflar að mér að raunverulegur áhugi hafi ekki verið mjög sterkur í málflutningi allra forðum daga. /Jón Viðar Jónmundsson Hollenskir kúabændur: Verða að fækka um 100 þúsund gripi Hollenskir kúabændur horfa nú fram á afleiðingar af regluverki ESB til að stemma stigu við of miklu fosfatmagni í jarðvegi. Verða þeir því að fækka kúm um 100 þúsund gripi. Samkvæmt frétt Deuch News. nl frá 11. desember sl. verður hollenskum bændum gert að fækka kúm sínum um 100.000 gripi á næsta ári til að mæta markmiðum Evrópusambandsins. Er það til að draga úr fosfati í jarðvegi sem kemur úr kúamykju sem dreift er á tún. Er miðað við 8% minnkun. Frá því mjólkurkvóti var lagður af í CAP landbúnaðarkerfi ESB í byrjun síðasta árs, þá hefur kúm fjölgað í Hollandi um 1,6 milljónir gripa. Þessar kýr framleiða um 12,5 milljarða lítra af mjólk. Mykjan frá þessum kúm inniheldur mikið af fosfati sem ekki þykir á bætandi í jarðveg sem talinn er ofmettaður af fosfati fyrir. Þótt Holland sé ekki stórt, eða um 41.543 ferkílómetrar (Íslands 103.125 m2), þá eru þar eigi að síður 18.000 kúabú sem teljast fjölskyldubú. Þar af eru 150 býli með fleiri en 300 kýr. Nú hafa stjórnvöld ákveðið að upplýsa bændur um fosfat-rétt sinn sem miðast við þann fjölda gripa sem þeir höfðu í júlí 2015. Verður þessi réttur fram- seljanlegur. Bændum, sem eru innan leyfilegra marka, verður gert kleift að fækka hjá sér kúm og selja þann fosfatkvóta til býla sem eru yfir mörkum leyfilegrar fosfat „mengunar“. /HKr. búvísindafólks á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum og Agromek en þessi ráðstefna var nú haldin öðru sinni, en fyrsta skiptið var árið 2014 þ.e. síðast þegar Agromek var haldin. Þema þessarar ráðstefnu var að horfa til framtíðar og tæknivæðingar við akuryrkju. Það kann að koma mörgum á óvart hve tæknin er í raun komin langt á þessu sviði en á ráðstefnunni kom m.a. fram að þegar eru komnir á markað litlir róbótar sem geta ekið um tún og fjarlægt illgresi án þess að nota eiturefni. Þetta er afar mik- ilvægt í lífrænni ræktun en róbótar þessir þekkja illgresið frá ræktun- arplöntunum með tölvumyndavél og svo drepa þeir viðkomandi plöntu með því að sprauta gufu að rótar- kerfi plöntunnar með þar til gerðu spjóti. Þegar þessu verki er lokið, ekur róbótinn af stað á ný og leit- ar að næstu plöntu! Einnig mátti sjá lýsingaróbóta fyrir gróðurhús, en slíkir róbótar aka um með ljós að næturlagi og lýsa á plönturnar frá hlið. Þá geta áburðardreifarar nú orðið stjórnað áburðargjöfinni algjörlega sjálfvirkt og skiptir eig- inlega ekki máli lengur hvort ekið sé jafnt og þétt eftir túninu eða nánast af handahófi. Tölvukerfi dreifarans sér einfaldlega um að skammta út á þá bletti sem þurfa áburð og sé farið yfir sama svæðið tvisvar lokast á dreifinguna. Danskur róbóti fékk Agromek- verðlaun Á einungis tveimur árum hefur orðið að kalla mætti stökkbreyting á sviði sjálfvirknivæðingar í land- búnaði og er sérstaklega eftirtekt- arvert að stórfyrirtæki eins og John Deere og Bosch virðast nú leggja mikla áherslu á róbótavæðingu. En það eru einnig ótal önnur fyrirtæki á þessum markaði og reyna að hasla sér þar völl. Eitt þeirra er danskt og heitir AgroIntelligence og það vann einmitt Agromekverðlaun í ár fyrir uppfinningu sína sem kallast einfald- lega Robotti. Það er sjálfkeyrandi vél fyrir akur- yrkju en vél þessi ekur sjálfkrafa eftir röðum, t.d. þar sem eru kartöflur, kál eða rófur, og getur vélin m.a. verið útbúin herfi eða tindum og getur því tekist á við illgresi með þeim hætti. Á sýningunni mátti að vanda sjá ótal áhugaverð tæki og tól og má hér sjá örlítið brot þeirra af meðfylgjandi myndum. Næsta Agromek sýning verður haldin í Herning frá 27. til 30. nóvember 2018. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Sviðsstjóri hjá SEGES P/S Danmörku „ Mynd / Agromek.dk Mynd / SS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.