Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 68

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 MENNING&LISTIR Mikil ástæða er til að þakka frásögn Páls Imsland í síðasta Bændablaði um litskrúðugar og hornprúðar kindur Jökuls á Ósabakka. Þetta er efni sem fjöl- margir lesendur hafa ánægju af að lesa. Mér verður þetta hins vegar til- efni til að rifja upp eldri minningar sem auðvelt er að tengja þessum skrifum. Við sem teljum okkur eitthvað kunna í erfðafræði og setjum því oft okkar hluti fram á þann hátt, mest af gömlum vana, þekkjum að golsu- botnótti liturinn er vel þekkt erfða- fræðilega. Fyrirbæri sem og kemur fram í sauðfé þegar í svokölluðu A sæti er annar erfðavísirinn fyrir botn- óttu en hinn fyrir golsóttu. Um 1970 birtir Stefán Aðalsteinsson doktorsritgerð sína um erfðir sauðalita. Þar lýsir hann fyrstur manna kerfi sem gerir grein fyrir erfðum mismunandi sauðalita. Hann varð fyrir þetta verk heimspáfi í þessari grein fræðanna og bar þann titil með sæmd meðan honum entist aldur. Allt frá því að byrjað var að skil- greina einstaka erfðavísa hjá búfé uppúr 1900 beindist athyglin ekki hvað síst að því að skilgreina gen að baki augljósustu eiginleikanna lita og horna hjá búfé. Fjöldi heims- þekktra erfðafræðinga fékkst því við slíkar rannsóknir hjá ólíkum búfjár- tegundum. Erfðum á litum sauðfjár gekk öllum illa við að koma saman í skothelt kerfi þar til Stefán kom til sögunnar. Við að koma upp slíku kerfi þarf bæði að gera sér grein fyrir hvaða erfðavísar koma við sögu og í framhaldi af því hvernig erfðum þeirra er háttað og síðan hvernig þeir skipa sér í ólík erfðavísasæti. Stefán er sá fyrsti sem leysir það púsluspil. Eitt af því var að átta sig á að í svonefndu A sæti sem fer með eins kona yfirstjórn litanna er að finna mörg mismunandi gen þó að hjá hverjum einstaklingi séu aðeins tvö til staðar hverju sinni. Stefán fann sex mismunandi gen í þessu sæti hjá íslensku fé. Ég minn- ist frá háskólafyrirlestrum á Ási sagði kennarinn gamansögu af tíma- mótadeginum í lífi Samson Berge sem var prófessor í kynbótafræði í Ási um áratuga skeið og þannig aðalkennari Stefáns á sínum tíma en kennarinn hafði verið aðstoðarmað- ur Berge þegar sagan gerðist. Stóri dagurinn í hans lifi var einmitt þegar fyrsta golsubotnótta lambið fæddist. Fögnuðurinn var mikill hjá kallin- um þó að þrautin reyndist þyngri að útskýra fullkomalega erfðirnar . Golsubotnótti liturinn verður því til þannig að golsótti liturinn kemur frá öðru foreldrinu og sá botnótti frá hinu. Þetta er öfugt við ýmsa aðra liti þegar liturinn sem afkvæmið ber ræðst af framlagi annars foreldris- ins. Þessi litur hefur því eðlilega ætíð verið sjaldséður hjá íslensku fé. Eittvað af svona fé hefur að vísu áður af eigendum verið skilgreint sem golsótt. Fjölbreytni erfðaefnis hefur aukist með tilkomu sæðinga Með tilkomu sæðinga hefur fjöl- breytni erfðaefnis oft aukist í hjörðunum vegna þess að áður var algengt að aðeins annan þennan aða hvorugan þennan lit væri að finna. Öðru hvoru hafa verið á stöðun- um hrútar sem erfðu annan hvorn þessara lita. Nú er meira að segja að finna á stöðunum hrúta sem eru arf- blendnir fyrir annað hvort golsóttu eða botnóttu þ.e. báðum litunum. Mig langar að segja af því þegar ég tel mig fyrst sjálfan hafa séð golsubotnótta kind með fullri vissu. Fyrir margt löngu var á sæðinga- stöðvunum hrútur sem hét Gosi 83-894, sem samt mögulega ein- hver minnist þó að hann yrði aldrei í flokki stóru spámanna stöðvanna í ræktunarstarfi. Hrútur þessi var arfblendinn botnóttur. Haustið sem lömb voru undan honum eftir sæðingar á Vesturlandi var ég að skoða lömb vestur í Staðarsveit. Þá kemur í hendur mér hrútlamb sem mér er sagt undan Gosa og mér virð- ist svartgolsótt. Ég sagði bónda strax að hann mundi ekki plata mig svona, lambið væri áreiðanlega rangfeðr- að. Hann vildi með sinni hógværð samt ekki viðurkenna mistökin. Ég bað hann þá að snúa lambinu við þannig að sjá mætti kvið lambsins. Þar blasti við að lambið var golsu- botnótt og varð ég að draga fyrri fullyrðingu til baka. Hrúturinn var þokkalegt lamb þannig að ég lagði að bónda að setja hann á og nota til gemlinganna næsta vetur þannig að fullreyna mætti lit gripsins. Þetta var gert. Vorið eftir fæddist talsverður fjöldi gemlingslamba undan hrútnum og allnokkur af öðrum lit en hvítum. Muni ég rétt var litur þeirra nánast alveg eftir bókinni, annar helmingur- inn golsóttur og hinn botnóttur. Síðan hef ég séð talsverðan fjölda lamba með golsubotnóttan lit. Að lokum langar mig að segja af einu lambi með þennan lit sem ég sá fyrir allmörgum árum og hafði orðið til fyrir sérstakan misskilning. Eins og allir þekkja eru nöfn sauðalita tals- vert mismunandi eftir landsvæðum og getur valdið misskilningi. Þegar þetta gerðist var á stöðvunum í notk- un hrútur sem bóndi hafði ályktað út frá nafni að væri golsóttur. Hann átti forláta svartgolsótta ær og vildi auka líkur á að fá fallega golsótt lamba að vori og lét sæða ána með sæði úr hrútnum. Um vorið fæddist lamb sem talið var golsótt. Um haustið kom lambið til skoðunar hjá mér og af því að ég vissi að faðirinn var botnóttur að lit fór ég að huga nánar að lit lambsins og var það þá eins og ekki var svo ólíklegt mjög greinilega golsubotnótt. Jón Viðar Jónmundsson Í framhaldi frásagnar af fénu á Ósabakka Nýrúin svartgolsubotnótt kind séð frá hlið. Litaröndin sem eftir verður á golsubotnóttu fé þar sem litaskilin eru bæði hrútur. Sjötta Davíðsbók Út er komin Sjötta Davíðsbók eftir Davíð Hjálmar Haraldsson. Davíð Hjálmar Haralds- son er snillingur í meðferð hefðbundins ljóðforms. Það þekkja þeir sem lesið hafa fyrri bækur hans, sem hann kýs að nefna Davíðsbækur I-V. Þessi bók, sem er sú sjötta í röðinni, er þar síst undantekning. Í bókinni eru sextíu og sex ljóð, ort um jafnmargar plöntur úr íslenskri náttúru. Hverju ljóði fylgir mynd sem höf- undurinn hefur tekið af plöntunni. Þetta samspil ljóða og mynda er einstakt. Myndirnar eru vandaðar, lifandi og fallegar og ljóð- in undirstrika tilfinningar höfundarins, ást hans á jarðargróðrinum og auga fyrir fegurð blómaflórunnar. Davíð Hjálmar fer þá leið að yrkja hefðbundið, þannig að allt sem hér er sett fram fellur að ströngustu kröfum hins forna bragar, en jafnframt leikur hann gjarna þá list að teygja ljóðformið fram og aftur og endurskapa þannig bragarháttinn. Og þetta tekst með miklum ágætum. Fátítt er að sjá svona fallega leikið með grunnþætti hefðbundins ljóðforms, stuðlasetn- ingu, braglínulengd, hrynjandi og rím. Sjötta Davíðsbók er veisla fyrir þá sem unna íslensku jurtaflórunni og hinum hefðbundna, forna brag. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Maríustakkur Alchemilla filicaulis Er mannanna illska var orðin slík að Guð alls heimsins grét, sín merlandi tár á maríustakk sem dögg hann drjúpa lét. Alaskalúpína/Lúpína Lupinus nootkatensis Ég alaskalúpínu virði og dýrka og dái. Í grjótstein og sand ég sái og lúpínan spírar og lifnar og grær og landið sem örfoka virtist í gær er hvanngrænt á hverju strái. Og liturinn blóma blái! En horfinn er grjótsteinn grái. Hún flæðir um kjörr öll og klungur og mó, mín kærustu smáblóm ég finn ekki, þó ég leiti og grannt ég gái. Og yrtlinga þá ég þrái. Ég fitla við eitur og flugbeitta hnífa og ljái. Hugljúf, spennandi og fyndin Út er komin hjá Veröld barna- bókin Lói – Þú flýgur aldrei einn úr smiðju GunHil. Óvænt atvik verða til þess að lóunginn Lói verður eftir þegar langbesta vinkona hans, Lóa Vera, flýgur suður um höf með hinum farfuglunum um haustið. Lói er staðráðinn í að berjast fyrir lífi sínu og hitta Lóu Veru aftur um vorið. Hann lendir í ýmsum hremmingum og þarf að kljást við ótal ógnir; fálkann Skugga og fleiri rándýr sem vilja koma honum fyrir kattarnef og ekki síst ískald- an heimskautaveturinn. Með hjálp nýrra vina tekst honum hið ómögu- lega – og meira en það! Í framleiðslu er alþjóðleg stór- mynd eftir þessari spennandi og hugljúfu sögu. Hún kemur úr smiðju þeirra sömu og gerðu Þór – Hetjur Valhallar sem er mest sótta íslenska kvikmyndin utan land- steinanna. Bókin kemur einnig út með enskum texta og ber þá titilinn Ploey – You never fly alone. Lói – þú flýgur aldrei einn er 64 blaðsíður að lengd. Bókin er prentuð í Slóveníu. Gleðileg jól Á faglegum nótum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.