Bændablaðið - 15.12.2016, Side 77

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 77
77Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur gefið út enn eina bók- ina í flokki bóka sem hann kallar „Sigurðar sögur dýralæknis“. Nú er um að ræða „komm- únistarautt“ kver í kiljuformi sem geymir gamansögur af prest- um, stjórnmálamönn- um, læknum, sjúkling- um og skepnum. Sigurður er annálað- ur sagnamaður og hefur áður gefið út bæði íhalds- blátt og framsóknargrænt kver og það næsta verður þá að sjálfsögðu gult. Hann kemur víða við í nýjustu bókinni. Er þar að finna bráðsmelln- ar stuttar sögur um menn og dýr sem eiga erindi inn á hvert heimili. Hér er ein stutt saga úr bókinni: Flugur Prestur einn í Ameríku var sjúklega hræddur við eiturflugur. Eitt sinn undir messu sér hann hvar eiturfluga kemur á gluggann í kirkjunni, hnitar hringa og steypir sér ofan í predikunar- stólinn. Hún fer undir hempuna og skríður upp. Prestur reynir að halda þræðin- um, skjálfandi af spennu meðan hann miðar á fluguna og smellir með lóf- anum á lærið, en missir marks. Um leið stingur flugan og er strax komin yfir á hitt lærið, enda er þetta skoskur prestur í pilsi. Prestur miðar á ný og smellir. Nú hitti hann. Söfnuðurinn verður var við þessa undarlegu hegðun prestsins, hopp og lærasmelli og hann kemst ekki hjá því að útskýra þetta. Hann segir: „Látið ykkur ekki bregða, mínir elskanlegu. Þótt guðsorð sé í munni mér, er djöfullinn í buxunum.“ Þessi pistill var skrifaður að mestu fyrir tveim árum og er birtur nú í þriðja sinn að mestu orðréttur frá jólablaði Bændablaðsins síðustu tvö ár sem áminning um ýmislegt sem huga þarf að fyrir jólin. Fátt gleður augað meira en sú hefð Íslendinga að skreyta úti í sínu næsta nágrenni hús, vélar og fleira með fal- legum litskrúðugum ljósum í desem- ber. Kunningi minn er einn af þessum sem skreyta meira en aðrir og vekur alltaf athygli. Þegar hann byrjaði að skreyta svona mikið gerði hann mörg mistök, setti of margar ljósa- seríur á of lítið rafmagn, ekki allir tenglar og fjöltengi voru vatnsheld og í rigningu sló allt út. Fjöltengi og framlengingarsnúrur þurfa að þola álagið og íslenskt veðurfar sem þeim er ætlað, annars er hætta á íkveikju og útslætti á rafmagni. Margar framlengingarsnúrur eru ekki ætlaðar fyrir mikið rafmagn og geta hitnað mikið við álag. Að kaupa ódýr fjöltengi og framlengingarsnúr- ur getur verið kostnaðarsamt, en ein algengasta orsök bruna sem verður út af rafmagni er af því að of mikið er tekið af rafmagni af einum stað. Slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppi er skyldueign Kertanotkun eykst hjá flestum um jól og áramót, en að mörgu er að hyggja þegar kerti eru annars vegar. Dæmi eru um kertaskreytingar sem hafa fuðrað upp og valdið miklum elds- voða, heimilisdýr rekið sig í kerti og kveikt í, vindgustur í gardínum yfir kerti og gardínan fuðraði upp, svona má eflaust lengi upp telja. Mörgum eldsvoða hafa reyk- skynjarar bjargað, en í þeim þarf að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári. Ágætis regla er að hafa ákveðinn dag til að skipta um rafhlöðuna og mæli ég með að nota Þorláksmessu sem „reykskynjararafhlöðudaginn“. Slökkvitæki eiga að vera til á öllum heimilum og ef hæðir eru margar í íbúðarhúsi ætti að vera eitt slökkvitæki á hverri hæð, þau þarf að yfirfæra reglulega (sjá merkingar á tækjunum). Eldvarnarteppi á að vera staðsett nálægt eldavélinni á hverju heimili. Njótum jólanna í kærleik og verum vinir Jól og áramót er sá tími ársins er ætt- ingjar og vinir hittast og er flestum mjög kær og töluvert er um ferðalög á milli landshluta. Það getur verið gaman að ferðast og sjá landið í skammdeginu í allt öðru ljósi en á hefðbundnum „ferðalagamánuðum“ en á þessum hátíðisdögum leynist líka hætta. Síðustu ár hefur mátt lesa greinar í fjölmiðlum um óhöpp, kvíða og stress sem tengist jólaundirbúningi vegna þess að það er svo mikið sem þarf að gera fyrir jólin. Það eru bæði börn og fullorðið fólk sem líður illa og kvíðir fyrir jólunum af ýmsum ástæðum. Sýnum kærleika um jólin, verum góð hvert við annað, ferðumst með æðruleysi og jákvæðni í umferðinni, elskum nágrannann eins og við elsk- um okkur sjálf. Ég vil þakka þeim sem hafa gefið sér tíma til að lesa þessa stuttu pistla síðustu ár og vona að þeir hafi komið einhverjum að gagni. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Árlegur desemberpistill nánast óbreyttur: Góð vísa er aldrei of oft kveðin liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson KROSSGÁTA Bændablaðsins SETIS DÁ SKJÓTUR ODDI DEYÐA AFSPURN GRIND ÁSTEFNU-MÓT S T A F U N D U R GGÁLUR Æ R U R Á FLÍKÓNÆÐI E R M I ÆTÆRA T A Á R S E T S I N D R A FÁLM MARÐAR- DÝR P A T HESTUR TAPA TVEIR EINS M I S S A KLÆÐIUTAN S J A L STARFS-GREIN TVÍHLJÓÐILJÓMANDI TGLITRAPRUFA FRAM- BURÐUR HNUGGINN A F R Á S AUGNHÁR TROMMA AKSTURS- ÍÞRÓTT P Á K A ÓSÆTTI SOG FFRÁ-RENNSLI P O R T SKÍÐA- ÍÞRÓTT KVK NAFN B R U N ÁÆTLUNAR- BÍLL TÍMABILS R Ú T AHLIÐ Ó L PENINGARGERVIEFNI A U R A R SLAGSMÁLTUSKA Á F L O GFÆDDI T I N HOLU- FISKUR YFIRGAF N Á L NÝFALLIN SNJÓR SAMTALS D R I F T LYKTARMÁLMUR E IÐKA HEIMA- MAÐUR Æ F A ÓBUNDINN RUGLA L A U S UTANHÚSSHYGGJAST Ú T I K Í L Ó FUGLUPPTÖK F Ý L L RÁSAUM Æ Ð REYKJA LMÆLI-EINING A B O R R I BAKTALKRINGUM L A S T HLJÓMFRÁ Ó MFISKUR R I Ú I N MÁLHELTI NÚMER TÓNVERKS S Ó T P A U M S DYSJAR ÁMÆLA G Á R L A A F S A A R LETUR- TÁKN TVEIR 51 Lausn á krossgátu í síðasta blaði Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® EXPLORE WITHOUT LIMITS ® TRAKTOR SEM LÉTTIR ÞÉR STÖRFIN GRZZLY 700 EPS FJÓRHJÓL MEÐ TRAKTORSSKRÁNINGU Ný útgáfa með dráttarspili, LED ljósum og 26“ dekkjum. Aukin burðargeta og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott hjól enn betra. Verð frá kr. 1.121.000,- án vsk. Bjóðum einnig vandaðar fjórhjólakerrur í öllum stærðum. Verð frá kr. 121.000,- án vsk. VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA! Tímapantanir í síma 540 4900 Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4900 til að kynna þér lánamöguleika. Pétursey í sólaruppkomu í desember. Vissara er að fara að öllu með gát við uppsetningu á jólaljósunum. MENNING&LISTIR Sigurðar sögur dýralæknis Sigurður Sigurðarson. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.