Bændablaðið - 15.12.2016, Page 79

Bændablaðið - 15.12.2016, Page 79
79 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Létt í spori HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Þessa fallegu sokka er vinsælt að prjóna, norskt munstur sem kemur vel út í alls konar lita- samsetningum. Drops Karisma garnið færðu hjá okkur og er það til í 42 litbrigðum. DROPS Design: Mynstur nr. u-782 Garnflokkur B Stærð: 32/34 - 35/37 - 38/40 - 41/43 Lengd fótar: 20 - 22 - 24 - 27 cm Hæð á stroffi: ca 18 - 19 - 19 - 20 cm DROPS KARISMA frá Garnstudio 100 g í allar stærðir nr 01, natur 50 g í allar stærðir nr 18, rauður DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 23 l x 32 umf með mynstri verði 10 x 10 cm. DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – fyrir stroff. MYNSTUR: Sjá teikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 9-9-9-11 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til 9-9-9-11 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjón- uðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 8-8- 8-10 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjón- uðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til 8-8-8-10 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 8-8-10-10 l eru eftir á prjóni. SOKKUR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 52-52-56-68 l á sokkaprjóna nr 3 með natur. Prjónið 1 umf sl, haldið áfram með stroff (= 2 l br, 2 l sl). Þegar stroffið mælist 4-5-5-6 cm prjón- ið 1 umf sl JAFNFRAMT er fækkað um 4-4-8-4 l jafnt yfir = 48-48-48-64 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið nú A.1 (= 16 l) yfir allar l (= 3-3-3-4 sinnum hringinn). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið eftir 12-12-13-15 l á prjóni, setjið næstu 24-24-22-34 l á band (= mitt ofan á rist) og haldið eftir síðustu 12-12-13-15 l á prjóni = 24-24- 26-30 l á hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hæl-l með natur í 4½-5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTÖKU – sjá skýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 10-10-12-10 l með natur hvoru megin við hæl og 24-24-22-34 l af bandi eru settar til baka á prjóninn = 52-52-56-64 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 26-26-28- 32 l ofan á fæti. Haldið áfram hringinn með natur JAFNFRAMT er fellt af á hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan 26-26-28-32 l ofan á rist slétt saman og 2 fyrstu l á eftir 26-26-28-32 l ofan á rist snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4 sinnum = 44-44-48-56 l. Þegar stykkið mælist ca 16-18-20-22 cm frá prjónamerki á hæl (= ca 4-4-4-5 cm eftir) setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 22-22-24-28 l bæði ofan á rist og undir il. Haldið áfram hringinn með sléttprjón með natur yfir allar l. JAFNFRAMT er fellt af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: 3 l á undan prjónamerki: 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l), 2 l snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 3-3-3-4 sinnum og síðan í hverri umf alls 6-6-7-7 sinnum = 8-8-8-12 l eftir á prjóni. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins. Prjónakveðja mæðgurnar í Handverkskúnst Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 7 4 3 8 2 2 6 9 4 6 5 4 3 7 9 6 4 3 2 1 1 9 6 3 3 4 1 7 8 6 5 1 9 7 3 9 8 3 1 6 8 1 9 5 Þyngst 5 2 8 6 8 6 9 1 7 4 2 9 9 2 5 3 4 1 8 5 2 3 7 4 8 9 7 2 7 5 6 3 3 1 6 4 9 6 2 8 4 9 8 7 1 1 2 3 8 7 6 4 1 3 9 7 6 1 4 6 4 5 3 2 5 2 3 1 3 6 4 9 7 3 6 2 4 1 6 4 9 2 9 2 5 7 6 5 1 3 5 4 8 8 6 2 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fluttur til Íslands og búinn að eignast vini Matti á heima í Garðabæ og flutti aftur til Íslands fyrir einu ári eftir að hafa átt heima í Hollandi í sjö ár. Hann er eiginlega alveg orðinn vanur að búa á Íslandi og er búinn að eignast góða vini. Nafn: Matthías Thor (Matti). Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Garðabær. Skóli: Hofsstaðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Subway. Uppáhaldshljómsveit: Veit ekki. Uppáhaldskvikmynd: Inside Out. Fyrsta minning þín? Að vera í skemmtigarði í Hollandi þegar ég var 2 ára. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Já ég æfi handbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í risastóran rússi- bana. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég fór aftur í heimsókn til Hollands að hitta vini mína. Svo fór ég í sumarbústað og á námskeið. Næst » Matthías skorar á Hilmi, vin sinn úr Hofsstaðaskóla, að svara næst. Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.