Bændablaðið - 15.12.2016, Side 80

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 80
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 201680 JÓLAÞRAUTIR FYRIR UNGA FÓLKIÐ Að þessu sinni eru lagðar þrjár þrautir fyrir unga fólkið. Lesendum er heimilt að túlka hugtakið „ungt fólk“ eftir eigin tilfinningu þar sem það getur verið afstætt hvernig á það er litið. Öllum er því heimilt að spreyta sig á þessum gátum óháð því hvað kennitalan segir. Skemmtilegt væri að gera úr þessu keppni milli yngri og eldri og sjá hverjum gangi betur að leysa þrautirnar. Við á Bændablaðinu lítum svo á að enginn sé eldri en hann hefur sjálfur tilfinningu fyrir þó skrokk- ur og fallþungi virðist stundum benda til einhvers annars. Hjá sumum heitir það víst að vera ungur í anda og þar sem jólin eru á næsta leiti þá höldum við okkur bara við það. Lausnir á þessum gátum má finna á smáauglýsingasíðum hér fyrir aftan. Reykhúshjónin höggva jólatré: Engin vandræði að komast um skóginn í snjóleysinu „Við förum að huga að því næstu daga að höggva jólatrén,“ segir Anna Guðmundsdóttir, skógarbóndi í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit, en hún og maður hennar, Páll Ingvarsson, hafa stundað skógrækt um árabil og er nú svo komið að þau hafa færi á að selja nokkra tugi jólatrjáa fyrir komandi jól. Anna og Páll buðu sveitungum sínum fyrr í haust að líta við í skógi sínum og velja sér tré og var það merkt kaupanda. Veðrið hefur ekki verið að angra landsmenn og er skóg- urinn marauður og færð nánast eins og á góðum haustdegi. „Það hefur viðrað vel og verða engin vandræði að komast um skóginn, en við förum að hefjast handa við að höggva trén nú næstu daga,“ segir Anna. Anna og Páll eru þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að geta framleitt öll þau jólatré sem landsmenn nota hér á landi, í stað þess að flytja bróðurpartinn inn einkum frá Danmörku. Þau bjóða upp á rauðgreni og er Anna sannfærð um að hægt sé að auka vinsældir þess á komandi árum og hefja á sinn fyrri stall sem ákjósanlegt jólatré. Mestu skiptir í þeim efnum að höggva trén skömmu fyrir notkun og meðhöndla þau rétt. Sé það gert heldur það barri sínu með ágætum. Auðvelt að rækta rauðgreni fyrir norðan „Rauðgrenið hefur mjög átt undir högg að sækja hin síðari ár, en ég hef fulla trú á að breyting verði þar á, með réttum aðferðum ætti það að ná sínum fyrri vinsældum,“ segir Anna og bendir á að auðvelt sé að rækta rauðgreni á Norðurlandi, þar séu kjörin svæði til slíkrar ræktunar og bændur sem áhuga hefðu á að sinna slíkri ræktun meðfram öðrum búskap ættu til framtíðar litið að geta fengið góða uppskeru. /MÞÞ Ronja Sif Björk, barnabarn Önnu og Páls, brá sér í leiðangur um skóg ömmu sinnar og afa og var í sannkölluðu Myndir / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.