Bændablaðið - 15.12.2016, Side 82

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 82
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 201682 MENNING&LISTIR Mótun framtíðar Ný bók Trausta Valssonar, SHAPING THE FUTURE, er nú hægt að lesa ókeypis á netinu. Bókin SHAPING THE FUTURE er þýðing Trausta á ævisögu sinni Mótun framtíðar sem hann gaf út haustið 2015. Þessar tvær bækur hafa núna verið birtar á heimasíðunni https://hi.is/~tv/ auk tveggja annarra bóka Trausta: Planning in Iceland (2003) og How the World will Change - with Global Warming (2006). Alls hefur Trausti gefið út fjórtán bækur um skipulag, hönnun og framtíðarmál. Facebook-síða bókarinnar Shaping the Future heitir eins og hún, Shaping the Future: https://www.facebook. com/ShapingtheFuturebook/?fref=ts Facebook-síða bókarinnar Mótun framtíðar heitir er: https://www.face- book.com/MotunFramtidar/?fref=ts Útdráttur úr umsögnum um bókina: Joe McBride PhD, prófessor við LAEP deild í Kaliforníuháskóla í Berkeley: … „Bókin Mótun framtíðar ætti að vera skyldulesning í fyrstu nám- skeiðum í arkitektúr, landslagsarki- tektúr og í skipulagi. Þetta ætti að vera vegna þess að bókin veitir innsýn í skipulagsmál á 20. öld, og einnig vegna þess að bókin mun geta örvað stúdenta til að verða hugrakkir og skapandi hugsuðir.“ Galen Cranz PhD, prófessor í arkitektúr í Kaliforníuháskóla í Berkeley: „Ég sé að…þú hefur þjónað landi þínu af köllun og af heilum hug.“ Guðmundur Freyr Úlfarsson PhD, prófessor í samgönguverk- fræði við umhverfis- og byggingar- verkfræðideild HÍ: … „Bókin er því ekki aðeins fróðleikur um söguna heldur einnig leiðarvísir fram á við, sem sýnir okkur mikilvægi þess að hugsa langt fram í tímann…“ Birgir Jónsson, dósent í jarð- verkfræði við UB-deild Háskóla Íslands: „…þar valtar hann hressilega yfir módernista í arkitektúr (kassa- stefnumenn), en hampar klassískri og þjóðlegri byggingarlist…“ Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndahöfundur: … „Í mínum huga er Trausti frumlegasti hugsuður sem Ísland hefur átt þegar kemur að skipulags- málum; stórra hugmynda, sem eins og sjái fram í tímann, ekki bara fyrir næsta horn, heldur það þar-næsta líka.“ Harpa Þórsdóttir, forstöðu- maður Hönnunarsafns Íslands: „… Trausti skapar kerfi og fer- ilshugsun við hina fjölhliða hönnun sína... Þar kemur hann böndum á frjóa skapandi hugsun og byggir ofan á með rökrænni aðferð, sem er undirstaða framúrskarandi hönnun- ar.“ „… Frásagnir Trausta og myndir á DVD-diski sem fylgir bókinni, eru mjög upplýsandi.“ Sigurður Örlygsson listmálari: „… Þarna kemur næmni Trausta á persónuleika, og gríðarlegt mynd- listartalent, í ljós.“ Pétur H. Ármannsson, arki- tekt: „… Í þessari bók horfir helsti framtíðarhugsuður þjóðarinnar, Trausti Valsson, í gagnstæða átt.“ „… skyldulesning fyrir námsmenn og alla sem áhuga hafa á hugmynda- sögu skipulags og mótun manngerðs umhverfis.“ Goddur – Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands: „… Bókin er verðmæt vegna þess að hún er einlæg, afhjúpandi og opinská...“ „Hún er boðberi, grund- völluð á upplýsingum, þekkingu og visku!“ Norður yfir Vatnajökul Norður yfir Vatnajökul eða Um ókunna stigu á Íslandi er með bestu ferðabókum sem hafa verið skrifaðar um landið. Höfundurinn, Englend ingurinn William Lord Watts, kom fyrst til Íslands árið 1871. Hann var að eðlisfari ævintýragjarn landkönnuður og metnaðarfull- ur vísindamaður. Markmið hans var að komast fyrstur manna yfir Vatnajökul. Það tókst honum ásamt fimm Íslendingum árið 1875 og er sú saga sögð í bókinni. Félagarnir hrepptu illviðri og voru tólf daga yfir jökulinn, gengu síðan yfir auðnirnar að Grímsstöðum. Watts var sjónarvottur að eldum í Öskju og á Mývatnsöræfum. Hann sýndi framförum landsins mikinn áhuga. Um náttúru Íslands segir hann á einum stað: “Hið undarlega sam- bland af frosti og funa á Íslandi gerir landslagi hrikalega fagurt, svo að ég efast um, að það eigi nokkurs staðar sinn líka í víðri veröld.” Jón Eyþórsson, fyrsti formaður Jöklarannsóknafélags Íslands, sneri bókinni á íslensku og kom hún út árið 1962. Í formála segir Jón að höfundurinn hafi látist tveimur árum eftir ferðina, þá 26 ára að aldri. Athugun hefur leitt annað í ljós. Hér er þýðing Jóns endur- prentuð en í nýjum formála Gerðar Steinþórsdóttur er fjallað um bókina, leitina að höfundinum og Wattsfell í Dyngjufjöllum. Vinir Vatnajökuls styrktu útgáfuna. Útgefandi: Eldjökull. Trausti Valsson. Fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúru- lega umhverfi prýða lambadaga- talið fyrir árið 2017 sem er nýlega komið í sölu. Ragnar Þorsteinsson, sauðfjár- bóndi í Sýrnesi í Aðaldal, gefur það út og þetta er í þriðja sinn sem hann stendur fyrir útgáfu á sérstöku lambadagatali með stórum andlits- myndum af íslenskum unglömbum. Dagatalið er í A4 stærð, hver mánuður er á einni blaðsíðu og það er gormað með upphengju, þannig að auðvelt er að hengja það upp, þar sem henta þykir. Á dagatalinu eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar en einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóð- ar. Þannig er þjóðlegum fróðleik fléttað inn í dagatalið en það, auk fallegra mynda af nýfæddum lömb- um, veitir því lengri líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl. Ragnar gaf út svipuð dagatöl fyrir árin 2015 og 2016 og voru viðtökur góðar. Í ár var verkefnið fjármagnað á Karolina Fund og sú leið tókst vel og viðtökur frábærar. Sú fjármögnun byggist á að dagatölin eru keypt þar í forsölu. Það minnnkar þá fjárhags- legu áhættu sem óhjákvæmlega er í svona útgáfustarfsemi. Auk daga- talsins og lambakorta með mynd- um af venjulegum unglömbum, er Ragnar einnig með fjögurra mynda seríu á kortum af ungum íslenskum forystulömbum. „Ég er nú mest að selja þetta beint frá býli einsog sagt er og þá í gegnum www.facebook. com/lambidmitt/ og lambidmitt@ gmail.com. Einnig eru dagatöl- in til sölu í nokkrum verslunum. Megintilgangur þessarar útgáfu er fyrst og fremst að breiða út fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindar- innar og auka enn á þá jákvæðni sem hún á í þjóðfélaginu. Ég veit ekki til þess að áður hafi verið gerðar við- líka ljósmyndaseríur af íslenskum unglömbum og hér er unnið með.“ Nærir sál og líkama að mynda lömb Ragnar er sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, en hann tekur einnig mikið af ljósmyndum og á m.a. allmargar myndir í metsölubókinni „Forystufé“ er nýverið kom út. „Það er tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömb- um, líkt og af öðru ungviði. Þau er sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru lítið fyrir að standa kyrr og pósa á meðan mynda- vélinni er stillt upp. Flestar mynd- anna eru teknar þegar sauðburður er í fullum gangi og þá er skiljanlega ekki mikill tími til annarra verka. En myndatakan er mjög skemmtileg og það nærir bæði sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbum. Þau mynda ég ýmist með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna sér inn traust þeirra svo þau hlaupi ekki skelkuð í burtu,“ segir Ragnar. /MÞÞ Ragnar í Sýrnesi gefur út Lambadagatal 2017: Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, gefur lamba- dagatalið nú út í þriðja sinn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.