Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 20184 FRÉTTIR Tölum mjög ábótavant um hrossaeign á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum – Þar voru mest tæplega 12 þúsund hross árið 2003 en eru nú einungis sögð vera rúmlega 3 þúsund Í tölum í þróun hrossaeignar landsmanna frá 1980 sést að frá 1985 fór hestaeign að aukast og náði hámarki 1996 þegar hross í landinu voru talin vera 80.517. Skráning hrossa virðist þó aldrei hafa verið jafn nákvæm og skrán- ing annars búfjár og hefur mikill misbrestur verið í þeim tölum frá 2013. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hafa mikil vanhöld verið á gagnaöflun á höfuðborgarsvæðinu frá 2013. Kemur það berlega fram í útskýringum frá Matvælastofu sumarið 2014. Þar segir m.a.: „Með gildistöku nýrra laga um búfjárhald 1. janúar 2014 fluttist búfjáreftirlitið frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Sex dýra- eftirlitsmenn hófu störf í stað u.þ.b. 40 búfjáreftirlitsmanna (10–12 stöðugildi) sem áður höfðu sinnt því starfi. Í lok ársins 2013 var eftirfylgni haustsskýrslna ólokið. Fækkun stöðugilda og innleiðing nýs verklags, sem setti eftirlit með velferð dýra í forgang fram yfir eft- irfylgni með öflun hagtalna, varð til þess að ekki náðist að fylgja gagnasöfnun eftir með sama hætti og áður.“ Vandinn virðist vera tvíþættur. Annars vegar hreinn trassaskapur hestaeigenda og hins vegar telur MAST sig ekki hafa mannafla til að annast fullnægjandi eftirfylgni í talningum á hrossum í þéttbýli. Þar er misbresturinn greinilega mestur í skýrsluhaldinu. Þetta þýðir að hagtölur íslenska ríkisins hvað hrossaeign varðar eru rangar. Deila má um hversu skekkjan er mikil en þar getur mögulega hlaupið á 4 til 8 eða jafnvel 10 þúsund hrossum. Hross á höfðuborgarsvæðinu og Suðurnesjum voru flest nærri 12.000 árið 2003 Tölur um hrossaeign á höfuð- borgarsvæðinu er fyrst að finna í gögnum Hagstofu frá 1998. Þá voru hross á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum samtals talin vera 7.772. Yfirleitt hafa hross á þessu svæði síðan verið á bilinu 8 til 9 þúsund en voru flest 2003, eða 11.969. Þau eru nú einungis sögð vera 3.408. Tölur fram til 2013 eru sam- kvæmt talningu dýraeftirlitsmanna sem stunduðu þessa talningu af samviskusemi árum saman. Eftir að fækkað var um helming í hópi dýraeftirlitsmanna, þegar MAST tók við því hlutverki í upphafi árs 2014, þá olli það strax vand- ræðum samfara trassaskap hesta- eigenda varðandi upplýsinga- skyldu. Dýraeftirlitsmenn, sem áður voru á forræði sveitarfélaga og undir handarjaðri sérfræðinga hjá Bændasamtökum Íslands, voru orðnir það fáir að þeir töldu sig ekki hafa tíma til að sinna fullnægj- andi talningu á hrossum í þéttbýli. Af þeim sökum eru engar tölur til um fjölda hrossa á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum árin 2014 og 2015. Nokkuð var bætt úr þessu á árunum 2016 og 2017 en þá ein- göngu í gegnum bætt skýrsluhald en ekki beina talningu. Því má leiða líkum að því að það vanti að minnsta kosti 4.000 hross á þessu svæði í opinberar tölur í dag og lík- lega nær 5.000 ef miðað er við árin á undan. Vantalin hross á landinu öllu gætu líka allt eins verið um 8.000 þegar allt er tekið með, og jafnvel fleiri. Vonast eftir úrbótum við skráningu í haust Vonast er til að á næsta ári liggi fyrir áreiðanlegri tölur varðandi hrossa- eign landsmanna. Matvælastofnun vinnur nú að því í samvinnu við Bændasamtök Íslands að ein- falda kerfið í stað þess að fara í harðari aðgerðir eins og lög gera þó ráð fyrir. Áætlað er að næsta haust verður komin tenging á milli WorldFengs og Bústofns til þess að einfalda skráningu á hrossum. Þannig að eigendur hrossa í WorldFeng geti skilað haustsskýr- slu um leið og þeir ganga frá skýr- sluhaldi í hrossarækt í WorldFeng. Sá galli er á slíku að eitthvað er um að eigendur hrossa eða umráða- menn gangi ekki frá skráningum í WorldFeng, sem er lögbundin hjarðbók í hrossarækt skv. reglu- gerð um merkingar búfjár. Það kostar ekkert að skrá hrossin Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins bera hrossaeigendur m.a. fyrir sig kostnað sem þeir þurfa að bera af skráningu. Þetta er þó á misskilningi byggt samkvæmt upp- lýsingum frá MAST. Skráningin er hrossaeigendum að kostnaðar- lausu. Matvælastofnun mun meta árangurinn af þessum aðgerðum sínum við einföldun kerfisins í lok árs og taka síðan ákvörðun í fram- haldi af því. /HKr. 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Allt landið 52.346 52.999 53.650 52.056 52.245 54.132 56.352 59.218 63.531 69.238 71.693 74.069 75.171 76.726 78.517 78.202 80.518 79.804 78.400 77.330 73.995 73.809 71.267 71.412 72.222 74.820 75.644 76.982 77.502 77.158 77.196 78.277 77.380 72.626 67.997 67.417 68.522 64.679 Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes 7.772 9.063 8.775 8.673 9.028 11.969 8.880 9.267 9.273 9.831 9.335 8.742 8.902 8.817 8.978 8.426 0 0 3.447 3.408 Allt landið Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes Heimild: Hagstofa Íslands og Búnaðarstofa MAST Bæ nd ab la ði ð / H Kr . Bæ nd ab la ði ð / H Kr . *Vantalning líkleg sem nemið getur um 4.000 - 8.000 hrossum vegna skorts á gögnum fyrir árin 2014 -2017, einkum á höfuðborgarsvæðinu Júníuppboð Kopenhagen Fur 2018: Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar Skinnauppboð Kopenhagen Furs lauk síðastliðinn sunnudag. Um 70% þeirra skinna sem voru til sölu á uppboðinu seldust og er það dræm sala. Verð á skinnum lækkaði um 4% frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar. Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda, segir að júníuppboð Kopenhagen Fur sé eitt af stærri skinnauppboðum ársins og að þessu sinni hafi verið boðin upp um 7,5 milljón skinn. „Um 70% af skinnunum sem voru í boði seldust, sem er lítið því að yfirleitt seljast þau 100%. Ég er ekki kominn með töluna fyrir íslensku skinnin en á von á að söluhlutfall þeirra sé svipað. 4% lækkun Auk þess sem salan var dræm lækkaði verðið um 4% í erlendri mynt frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð þar sem verðið lækkar og lækkun í heild frá því fyrir ári um 10%. Ég átti svo sem ekki von á miklum breytingum núna frá síðasta uppboði en að sjálfsögðu eru það vonbrigði að skinnin skuli ekki seljast og að verð sé enn að lækka.“ Einar segir að Íslendingar framleiði um 150 þúsund skinn á ári og líklegt að við höfum átt um 50 þúsund skinn á uppboðinu. „Meðalkostnaður við framleiðslu á hverju skinni er um 6.000 krónur íslenskar og við eru að fá um 3.400 krónur fyrir hvert skinn á uppboðinu núna.“ Verð undir framleiðslukostnaði „Eins og gefur að skilja eru margir að bugast undan verðinu og ekki síst vegna þess að þetta er þriðja árið í röð þar sem verðið sem við fáum fyrir skinnin er undir framleiðslukostnaði. Auk þess sem núna fer saman lágt heimsmarkaðsverð og hátt gengi krónunnar. Dæmi um hversu illa hátt gengi krónunnar hefur leikið loðdýrabændur hér á landi er að á síðasta ári hækkaði heimsmarkaðsverð á skinnum um 11% milli ára í erlendri mynt en lækkaði um 3% í íslenskum krónum,“ segir Einar. Ástæða lækkunarinnar á júníuppboðinu er að framleiðsla og framboð á skinnum undanfarin ár hefur verið mjög mikil. Verð fyrir skinn var mjög hátt 2010 til 2013 og í kjölfarið jókst framleiðslan mikið í Kína og mörgum löndum Evrópu og það sprengdi markaðinn. Loðdýrabændum á Íslandi hefur fækkað undanfarin ár og þeir eru 18 í dag og segir Einar að hljóðið í mörgum þeirra sé orðið þungt og líklegt að sumir þeirra muni bregða búi fljótlega fari ekki að rofa til á markaðinum. /VH Landssamtök sláturleyfishafa í Frakklandi eru áhyggjufull yfir þeim áhrifum sem hin mikla vegan-væðing í landinu hefur haft að undanförnu og fara nú fram á vernd gegn skemmdarverkum og árásum frá öfgahópum kjötandstæðinga. Landssamtökin sendu stjórnvöldum í landinu nýverið kröfu þar sem þeir grátbiðja um að fá vernd gegn fyrrnefndum öfgahópum. Kemur þetta til af því að frönsk sláturhús og slátrarar hafa meðal annars upplifað að rúður eru brotnar í húsakynnum þeirra og sóðað er út með veggjakroti. Í kröfunni kemur fram að 18 þúsund meðlimir samtakanna hafi áhyggjur af þeim afleiðingum sem hin yfirdrifna athygli forsvarsmanna veganisma í landinu fá. Vilja þvinga sínum lífsstíl og hugmyndafræði upp á alla „Við erum mjög hneyksluð yfir því að hluti íbúa landsins óski eftir því að þvinga sínum lífsstíl og sinni hugmyndafræði upp á alla hina. Samtök og aktívistar í veganhópum hafa hvatt til ofbeldis og skemmdarverka gegn slátrurum og minni verslunum sem er alveg ólíðandi að horfa upp á. Síðan tók steininn úr þegar hryðjuverkamaður sem drap slátrara í verslun í árás í Trèbes var hylltur á samfélagsmiðlum af þessum hópi fólks,“ segir Jean- François Guihard, forsvarsmaður sláturleyfishafa í Frakklandi. Þess má geta að veganskur aktívisti sem setti út svipað innlegg á Facebook og minnst var á hér að ofan var nýverið dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir ummæli sín. Kallað eftir inngripi ráherra Landssamtökin óska eftir því að innanríkisráðherra landsins, Gérard Collomb, grípi til aðgerða til að vernda greinina þannig að hótunum og skemmdarverkum linni. Meðlimir samtakanna óski eingöngu eftir því að fá að starfa í friði og leyfa Frökkum að borða það sem þeir vilja. /ehg-BT Öfgasinnaðir veganistar hrella franska slátrara – Hafa hvatt til ofbeldis og skemmdarverka Einar E. Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.