Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 2018 27 hvað verður með afurðaverð í haust.“ Ferðaþjónustan gefur meira en sauðfjárbúskapurinn Jón og Elsa María eru með blandaðan búskap; rúmlega 20 kýr og um 250 fjár í vetur. Elsa María er útivinnandi, hefur verið leikskólastjóri á Þingeyri til margra ára og tók sér árs frí til að klára nám við Háskóla Íslands. Hún er að fara að taka við nýju starfi á Ísafirði í ágúst. Búreksturinn hefur verið nokkuð stöðugur og þau hafa bara haldið honum í því horfi sem húsin leyfa. Þau eru einnig með ferðaþjónustu, taka á móti ferðahópum sem þau bjóða í súpu og svo eru þau með snoturt hús í hlaðinu sem þau leigja út. „Við tökum á móti um 12 hópum í sumar sem við bjóðum í súpu til okkar. Það er þá ýmist kjöt- eða fiskisúpa sem við eldum. Það er einn tiltekinn ferðaþjón- ustuaðili sem hefur boðið upp á fastar heimsóknir til okkar fyrir erlendu ferðahópana. Á meðan að borðhaldið stendur yfir er sýnd heimildarmyndin Síðasti bóndinn í dalnum eftir Sigurð Grímsson um Sigurjón á Lokinhömrum,“ segir Jón. Jón segir að ástandið í sauð- fjárræktinni í landinu sé ekki beint upplífgandi og til marks um það hafi þau fengið töluvert meira fjárhagslega út úr ferða- þjónustunni á síðasta ári en þeim 400 lömbum sem þau lögðu inn í sláturhúsið. „Þetta er auðvit- að þrælavinna, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Jón en blaðamaður var í heimsókn hjá honum í kuldatíð á sauðburði. „Við ætlum hins vegar að halda okkar striki og sjá hvernig þetta þróast. Bændum fer nokkuð ört fækk- andi í sveitunum sem liggja næst Dýrafirði, bæði sauðfjárbændum og kúabændum fækkar. Tveir kúabændur eru eftir í Dýrafirði, tveir í Önundarfirði, einn í Súgandafirði, einn í Bolungarvík og einn í Álftafirði – það er engin nýliðun. Eitt sauðfjárbú í Dýrafirði var lagt niður á síð- asta ári og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður í haust. Bændur eldast og það er enginn til að taka við.“ Hulda Birna Albertsdóttir, umhverfisskipulagsfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, hefur haft umsjón með verkefninu rekj- anleiki.is. Hún segir að staðan á verkefninu sé þannig að vegna fjárstuðnings frá uppbyggingar- sjóði Vestfjarða, sem fékkst í fyrra og nær til þriggja ára, sé ætlunin að koma 15 bæjum til viðbótar inn í verkefnið. „Við ætlum líka að markaðs- setja merkið og vörurnar undir for- merkjum rekjanleikans. Þessir bæir sem eru komnir inn eru formlegir þátttakendur í verkefninu en við höfum ekki alveg lokið vinnunni við merkingar og þess háttar. Vefurinn var stofnaður 2015 og við leggjum aðaláherslu á að koma sveitabæjum á Vestfjörðum inn í verkefnið fyrir styrkinn sem við fengum frá uppbyggingasjóði. Við viljum svo auðvitað útvíkka þann hring um allt land ef möguleiki verður á því,“ segir Hulda Birna. Einblínum núna á merkingar heima á bæjum „Við sjáum það fyrir okkur að hægt verði að merkja vörur í sláturhúsum en þau slátur- hús sem við höfum rætt við hingað til hafa ekki gefið kost á því að það verði hægt í nánustu fram- tíð. Við höfum því ákveðið að reyna að einblína núna á þá aðila sem taka heim til sín og geta þá merkt sínar vörur þar og selt. Við höfum samt ekki gefist upp á sláturhúsunum og hyggjumst reyna að vinna með þeim í framtíðinni við að koma rekjanleikanum þangað,“ segir Hulda Birna. Kjötið rakið til beitilandsins „Með verkefninu er lagt upp með að neytandinn geti rakið sitt kjöt beint til beitilandsins og þannig séð hvernig sitt kjöt hefur verið „kryddað á fæti“. Við höfum ýmsar rannsóknir fyrir okkur sem styðja það að bragðmunur er á milli kjöts eftir því í hvernig gróðurlendi sauðféð gengur og þar má til dæmis nefna hvannarlömbin hjá Höllu í Ytri- Fagradal. Það er búið að hanna merkingar á á afurðirnar bæði fyrir Húsavík og Gemlufall og eitthvað af hinum búunum. Verkefnið hefur ekki almennilega farið í gang og náð því að hægt sé að selja afurðirnar upprunamerktar úti í búð, nema hjá þeim í Húsavík. Bændurnir þar merkja vörurnar sjálfir, enda taka þeir talsvert af skrokkum heim þar sem þeir eru með kjötvinnslu. Vörurnar þeirra eru seldar á veitingahúsi og í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Við höfum ekki gefist upp á sláturhúsunum ennþá, svo það er enn í vinnslu. Við höfum ekki farið á formlegan fund með neinum en höfum rætt við tvo.“ Neytendur horfa æ meira á uppruna matvæla Að sögn Huldu Birnu er rekjanleiki matvæla alltaf að verða vinsælli meðal fólks. „Það vill sjá hvaðan fæðan kemur og með okkar rekjanleika er það hægur leikur. Þar getur fólk skannað vöruna í búð eða þegar heim er komið og fer þar strax inn á heimasíðu búsins sem kjötið kemur frá og fær allar þær upplýsingar sem hvert bú vill gefa neytandanum. Þetta gefur einnig bændum möguleika á metnaðarfyllri ræktun og markaðssetningu á sinni vöru og að auglýsa alla þá kosti sem þeirra bú hefur. Fólki finnst einnig gaman að geta tengt vörur við bakgrunn þeirra með því að sjá myndir af lífinu á bænum, kindunum og ræktarlandinu,“ segir Hulda Birna. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum rekjanleiki.is. /smh Kjötið rakið til beitilandsins í gegnum umbúðamerkingar: Þurfa velvilja afurðastöðvanna og samstarf – til að verkefnið komst almennilega af stað Hafdís Sturlaugsdóttir, bóndi í Húsavík á Ströndum, og Hulda Birna Albertsdóttir frá Náttúrustofu Vestfjarða með sauðfjárafurðir Húsavíkurbúsins vel upprunamerktar í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Mynd / úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.