Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201856 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Á Horni 1 er rekið hrossaræktarbú og ferðaþjónusta. Gæðingurinn Organisti frá Horni 1 er í keppnishópi gæðinga á Landsmóti hestamanna 2018 sem nú fer fram í Víðidal í Reykjavík. Býli: Horn 1. Staðsett í sveit: Nesjasveit í Hornafirði. Ábúendur: Ómar Ingi Ómarsson, Ómar Antonsson, Kristín Gísladóttir, Jasmina Koethe. Fjölskyldustærð (og gæludýra): 7+1 hundur. Stærð jarðar? Um 7.000 hektarar. Gerð bús? Hrossarækt, hestaleiga, tamningastöð, ferðaþjónusta, kaffihús, malar- og steinsala. Fjöldi búfjár og tegundir? 60 hestar og þrjár villigeitur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir daga byrja á að sinna skepnum og túristum sem þurfa jú að fá morgunmatinn sinn. Síðan byrja tamningar og þjálfun hrossanna. Enginn dagur er alveg eins. Lengstu dagarnir eru þegar þarf að fylla skip af möl til útflutnings en við erum með okkar eigin höfn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að njóta náttúrunnar, sérstaklega þegar folöldin eru að koma í heiminn. Verst er að rekar rollurnar frá nágrönnun- um. Þær virðast alltaf koma aftur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er erfitt að segja. Reikna með stækkun í kringum túrismann, það er alltaf að verða vinsælla að koma. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Bændur eru sjálf- um sér verstir. Það þarf að einfalda kerfið og greiða bændum eftir landi og nýtingu, ekki sérstakt kvótakerfi fyrir ákveðnar skepnur og aðrar ekki. Evrópusambandið er eitthvað sem mætti skoða, velta steinunum betur við og sjá hvað hægt sé að gera. Ég er ekki að tala um að gefa frá okkur sjálfstæðið. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel, við erum með svo marga bændur sem lifa fyrir ræktun skepna og sérvitringa sem halda í fjölbreytileikann á mjög mörgum sviðum. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreint kjöt og skyr. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Skyr, smjör, mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Folaldakjöt og humar. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar draumur ræktandans rættist og Organisti frá Horni I vann Landsmót 2016 í 6 vetra stóðhestum. Það er eitthvað sem gleymist ekki. Hrossalund og -carpaccio Í tilefni þess að Landsmót hestamanna stendur nú sem hæst, gefur Bjarni Gunnar okkur uppskriftir að ljúffengum hrossakjötsréttum. Hrossakjöt er náttúrlega meyrt og er fyrirtaks hráefni í margvíslega rétti. Það er ódýrt og eitt best geymda leyndarmál landbúnaðarins. Hrossalund með kartöflumús Fyrir 4–5 › 800 g hrossalund › hvönn › 6 kartöflur › 100 ml rjómi › 50 g smjör › 100 ml mjólk › Einn saxaður laukur Aðferð Takið lundina og skerið burtu fitu og sinina sem liggur meðfram henni. Kryddið með salti og pipar, hitið pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Setjið í ofn í nokkrar mínútur. Gerið kartöflumús með smá rjóma og smjöri. Merjið í gegnum sigti svo kartöflumúsin verði kekkjalaus og þynnið út með G-mjólk. Steikið kartöfluteninga á pönnu með lauk þangað til þeir eru eldaðir í gegn. Kryddið með salti og pipar og færið upp á disk. Bætið kartöflumús ofan á ásamt hrossalundinni. Skreytið með hvönn. Hrossa carpaccio › Fyrir 6 manns › 300 g góður hrossavöðvi › 6 þurrkaðir kóngasveppir marðir í duft › 5 einiber og smá sjávarsalt › Nokkrir dropar jarðsveppaolía › 50 ml brandy › 50 ml mabel sýróp Aðferð Vöðvanum er velt upp úr kryddinu og víninu og látinn liggja í sólarhring. Þá er hann skorinn þunnt. Gott er að bera fram með salati, ristuðu brauði og smjöri. Grunnuppskrift að gröfnu kjöti › Um eitt kíló af grófu salti (einn poki eða svo) › 300 g–400 g hrossalund Kryddblanda › Tvær teskeiðar krydd að eigin vali (til dæmis blanda af hvönn, blóðbergi og birkite frá Íslenskri hollustu) › Ein teskeið hvítlauksduft › Ein teskeið gott salt › Ein teskeið þurrkað blóðberg › Hálf teskeið cayenne pipar Aðferð Stráið salti í botninn á hæfilega stóru íláti, leggið kjötið ofan á og hyljið svo með afganginum af saltinu. Kjötið þarf að vera alveg hjúpað. Látið standa í 3 klukkustundir að lágmarki. Þegar kjötið er tilbúið er það tekið úr saltinu, skolað og þerrað vel. Blandið því næst öllu kryddinu vel saman og stráið á disk. Veltið kjötinu vel upp úr kryddinu og reynið að fanga sem mest af því á kjötið. Látið kjötið standa yfir nótt í kæli. Skorið þunnt, helst hálffrosið, berið fram með salati og sósu að eigin vali. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Horn 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.