Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201834 „Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár Óvenjukaldur vetur og vor í Bretlandi á þessu ári virðist hafa leitt til mesta sauðfjár- dauða í landinu í fimm ár sam- kvæmt tölum National Fallen Stock Company (NFSCo) og fram kemur í Farmers Weekly. Kuldi og bleyta var óvenju mikill frá því í febrúarlok. Drapst fullorðið fé því umvörpum og var dánartíðnin 10% hærri en í meðalári, eða 15.000 skepnur. Lambadauði var enn meiri, eða 30% umfram meðaltal, eða 250.000 lömb. Hér á landi þætti mikið að bændur misstu um 13.000 fjár í meðalári, en hafa verður í huga að í Bretlandi gengur flest fé úti allt árið, ólíkt því sem hér þekkist. NFSCo hóf að taka saman tölur um fjárdauða í Bretlandi 2011. Samkvæmt þeim gögnum átti 69% lambadauðans sér stað á tímabilinu frá mars og fram í maí. Þar af átti 35% af afföllunum sér stað í apríl. Dánartíðnin í vor var sú mesta síðan 2013 og er líklega talin vera sú versta sem nokkru sinni hefur verið. Naut NFSCo góðs samstarfs við bændur við að taka saman þessi gögn. „Ófreskjan úr austri“ Í frétt Farmers Weekly segir að ótíðin í vor hafi byrjað 23. febrúar þegar „Ófreskjan úr austri“ (Beast of the East), veðrafyrirbrigði sem átti upptök sín í Síberíu, seig yfir stóran hluta Evrópu. Herjaði veðrið á mörg héruð Bretlands með miklum vindi og snjófjúki. Kuldi og rigning í kjölfarið leiddi svo til þess að mars varð kaldasti mánuður sem mælst hefur í heilan áratug. Góða veðrið undanfarnar vikur hefur þó fengið fólk til að gleyma vonda veðrinu þegar sauðburð- ur stóð sem hæst, að sögn Phil Stocker hjá Landssamtökum breskra sauðfjárbænda. Segir hann tölur NFSCo sýna vel þann skelfilega missi og tilheyrandi fjárhagslegan skaða sem bændur hafi orðið fyrir. „Ef afurðaverð væri ekki til- tölulega hátt eins og nú er, væru bændur í miklum vanda. Samt munu margir bændur enn eiga langt í land með að ná saman endum,“ segir Stocker. /HKr. UTAN ÚR HEIMI SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Sauðfjárbændur í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi hittust nýverið inni á framanverðum Gnúpverjaafrétti í árlegri landgræðsluferð. Gnúpverjaafréttur nær frá Þjórsárdal og inn að Hofsjökli. Bændurnir nutu aðstoðar vinnuflokks Landsvirkjunar, sem starfræktur er frá Búrfellsvirkjun yfir sumartímann. Einnig var með í för Sigþrúður Jónsdóttir, sem er beitarsérfræðingur Landgræðslunnar. Tilgangur ferðarinnar var að græða upp sár sem hafa myndast vegna foks og notuðu til þess ónýtar heyrúllur. Einnig var borinn á tilbúinn áburður á viðkvæmt svæði og túnvingli sáð í u.þ.b. 2 hektara landsvæði. Löng hefð fyrir landgræðslu Landgræðsla á afrétti Gnúpverja eiga sér langa sögu en fyrstu land- græðsluaðgerðir þar eru frá árinu 1960, á svonefndu Hafi, sem er svæði skammt innan við Búrfell. Hlé varð á aðgerðum fram yfir Heklugosið 1970, en þá féll mik- ill vikur á þetta svæði og enn á ný í Heklugosinu 1980. Á þessum árum var flugvél Landgræðslunnar DC-3 notuð til að dreifa áburði og fræjum. Landbótafélag starfrækt Síðustu áratugina hafa allar að- gerðir verið unnar á jörðu niðri. Árið 1994 tók áhugafólk í Gnúpverjahreppi sig saman, með stuðningi frá Landgræðslunni, og hóf að loka rofabörðum og sá í vikurmela við rætur Sandafells og við Rauðá. Upp úr því varð landgræðsludagurinn árlegur viðburður. Eftir að gæðastýring í sauðfjárrækt hóf göngu sína hefur verið unnið samkvæmt landbóta- áætlun fyrir Gnúpverjaafrétt, með styrk úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Landbótafélag Gnúpverja var stofnað 2009 og hefur það séð um landgræðslu- aðgerðirnar síðan. Heyrúllur nýtast vel Eins og áður sagði þá hafa gos- efni úr Heklu margsinnis fallið á framanverðan Gnúpverjaafrétt.Á landgræðslusvæðinu eru rofabörð og jarðvegur víða mjög vikurbor- inn og þar er erfitt að koma lífi í hann. Þar sem mest er af vikri og í rofabörð hefur reynst best að nota heyrúllur sem ekki eru lengur nothæfar í fóður. Rúllurnar eru tættar í sundur og jafnaðar út. Þannig mynda þær hálfgert teppi yfir svæðið sem stöðvar jarðvegs- fok og myndar hentugar aðstæður fyrir nýjan gróður. Árangur þessa starfs er verulegur og svæðið hefur gjörbreyst. Tekist hefur að loka rofabörðum og koma gróðri í vikurmela, sanda og moldir. Áður en landgræðsla hófst var tölu- vert fok svæðinu sem nú heyrir sögunni til. /BR Landgræðsluleiðangur inn á afrétt Hluti hópsins sem tók þátt í verkefninu á Gnúpverjaafrétti Góðar græjur auðvelda verkin til mikilla muna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.