Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201850 LESENDABÁS Er það ætlun afurðastöðva að halda sauðfjárbændum í algerri gíslingu? Það getur verið mikil gleðistund fyrir sauðfjárbændur að horfa á eftir ánum sínum og afkvæmum þeirra tölta upp til fjalla. Álagstímar við sauðburð geta vissulega reynt á menn. Öll viljum við fá eins mörg lömb lifandi og hægt er, enda þá fyrst kominn einhver grunnur að tekjum fyrir sauðfjárbændur. Undanfarin ár hafa afurðastöðvar landsins hvatt bændur til að panta tímanlega slátrun. Því í þeirra augum gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Getur ekki gengið upp Nú er staðan orðin þannig að bændur eru margir búnir að panta slátrun áður en lömb eru komin úr ánum og jafnvel áður en þau eru komin í ærnar. Þetta gera bændur til að komast örugglega að á þeim tíma sem þeir óska. Þetta fyrirkomulag afurðastöðvanna er að mínu mati mjög skrýtið. Þessi regla að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ getur ekki gengið upp. Ef þetta heldur svona áfram, verða bændur jafnvel búnir að panta nokkur ár fram í tímann. Án þess þó að vita hversu mörg lömb þeir koma til með að slátra eða hvort þeir verða yfir höfuð með einhver lömb til að slátra. Afurðastöðvar landsins halda sauðfjárbændum í gíslingu Undanfarin ár hefur mér fundist afurðastöðvar landsins halda sauðfjárbændum í gíslingu. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinni afurðastöð að bændur vilja fá að sjá verðskrá fyrir afurðir miklu, miklu fyrr en nú er. Í dag mega bændur þakka fyrir að það sé komið verð í september. Réttast væri að verð væri komið í nóvember (þ.e. 10 mánuðum fyrr) áður en menn byrja að hleypa til ánna. Nokkrar afurðastöðvar vilja fá lömb í svokallaða sumarslátrun og því þarf verð að liggja fyrir mjög tímanlega svo hægt sé þá að stíla inn á þá slátrun. Þessi gíslataka afurðastöðvanna er í algeru hámarki um þessar mund- ir. Sauðfjárbændur eru fastir í við- skiptum við þá afurðastöð sem þeir hafa lagt inn hjá. Þar með ríkir engin samkeppni á þessum markaði lengur. Afurðastöðvarnar hafa bændurna í vasanum. Bændur komast ekki að með meira innlegg Í dag er staðan þannig (allavega í Dölunum) að bændur sem fjölguðu fé sínu í haust komast ekki að með meira innlegg en þeir lögðu inn á síðasta ári, og frekar vonlaust að komast að hjá nýrri afurðastöð með það sem upp á vantar. Nú hugsa kannski einhverjir sem þetta lesa að menn hafi ekki átt að fjölga, þar sem sagt er að nóg kjöt sé til á markaði. Eru afurðastöðvar landsins sem sagt að segja okkur það að þeir vilji ekki að við fjölgum okkar fé, þeir vilji ekki að bú stækki, þeir vilji ekki að sauðfjárbændur hætti og þeir vilji ekki nýliða inn í greinina? Ef við tökum þetta saman þá komast bændur ekki að með meira innlegg en þeir lögðu inn í fyrra. Þetta getur verið mjög bagalegt fyrir nýliða sem komu inn í greinina fyrir nokkrum árum og hafa verið að fjölga. Bændur eiga ekki auðvelt með að kaupa upp bústofn nágrannans þegar hann hættir því þar með er orðin fjölgun að mati afurðastöðvanna. Bændur geta ekki ákveðið að hætta því þeir koma ekki ánum og öllum lömbunum sínum í slátrun hjá afurðastöð og enginn bóndi er tilbúinn til að kaupa ærnar af ótta við að koma ekki innlegginu til slátrunar. Nýir bændur munu ekki komast að hjá neinni afurðastöð Nýir bændur geta algjörlega sleppt því að koma inn í greinina því þeir munu ekki komast að hjá neinni afurðastöð því þar taka menn ekki við neinum nýjum innleggjendum. Þar með þýðir ekkert fyrir bónda að hætta að búa og vonast til að einhver kaupi og haldi jörðinni enn í sauðfjárbúskap. Með öðrum orðum, sauðfjárbændur eru í algjörri gíslingu hjá afurðastöðvum landsins. Á hverjum einasta bændafundi sem maður fer á er alltaf talað um að sauðfjárbændur og afurðastöðvarnar eigi að vinna saman sem ein heild. Það getur vel verið að það sé rétt, en slíkri samvinnu þarf að fylgja heiðarleiki, virðing og traust. Þessi framkoma er engan veginn ásættanleg Ég tel að sauðfjárbændur landsins hafi sýnt mikla þolinmæði gagnvart afurðastöðvunum. Við höfum komið fram af heiðarleika, virðingu og við höfum sýnt afurðastöðvunum mikið traust. En þessi framkoma sem sauðfjárbændur eru að upplifa núna á þessum tímum er engan veginn ásættanleg. Sauðfjárbændur skipta greinilega engu máli í augum afurðastöðva og sennilega vilja þær að við lógum bara öllum okkar lömbum í gröfina. Það er greinilega allt of mikil vinna að standa í að reyna að þjónusta sauðfjárbændur sómasamlega, hvað þá selja afurðir þeirra. Virðingarfyllst, Anna Berglind Halldórsdóttir Magnússkógar III formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Verkefninu „Veljum Vopnafjörð“, sem hófst með íbúaþingi í apríl 2016, er nú formlega lokið. Verkefnið var leitt af Vopna- fjarðarhreppi, með stuðningi frá Byggðastofnun, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. ILDI ráðgjöf sá um framkvæmd og skipulag verkefnisins. Kjarni verkefnisins var áhersla á samtal og samstarf við íbúa, höfða til frumkvæðis íbúanna, frumkvöðla og ungs fólks. Í því skyni var m.a. haldið málþing vorið 2017 undir yfirskriftinni, Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður, sem byggist á skilaboðum íbúaþings. Verkefnisstjórn skilaði formlega af sér til sveitarstjórnar síðastliðið haust niðurstöðum verkefnisins í „Stefnuplaggi“ sem einnig var dreift til íbúa sveitarfélagsins. Margt hefur áunnist Það getur reynst erfitt að meta hverju verkefnið hefur skilað, en ýmislegt hefur þó gerst sem beint eða óbeint má rekja til íbúaþingsins og verk- efnisins. Á tímabilinu frá því að verkefnið fór af stað hefur fólki fjölgað, þá sér- staklega ungu barnafólki. Félagsstarf barna og unglinga hefur verið eflt með ráðningu á starfsmanni í mála- flokkinn. Ungmennaráð hefur tekið til starfa. Þjónusta við eldri borgara hefur verð sett undir einn hatt og kynnt með útgáfu og dreifingu á sér- stökum bæklingi. Upplýsingasíðan Visit Vopnafjörður var tekin í notk- un fyrir um ári. Samningur hefur verið gerður við Minjasafnið að Burstarfelli og Hjáleiguna veitinga- hús um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri safnsins og veitingahússins. Upplýsingarit um þjónustu Unnið var með frumkvöðlum og er m.a. verkefnið „The Extreme Challenge“ dæmi um skemmtileg verkefni sem leidd voru af öflugum einstaklingum. Þá má nefna verkefni tengd listamannadvöl og menningar- málum. Upplýsingariti á íslensku, ensku og pólsku hefur verið dreift til til íbúa sveitarfélagsins og er hann jafnframt aðgengilegur á heimasíðu þess, en þar má finna upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði í sveitarfé- laginu og hvernig má nálgast hana. Könnun var gerð á miðjum vetri um hug manna til sameiningar á svæðinu. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar og gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Unnið hefur verið í skipulagsmálum með það að markmiði að landeigendur geti byggt upp starfsemi s.s. tengda ferðaþjónustu á jörðum í dreifbýli Vopnafjarðar. /MÞÞ Verkefninu Veljum Vopnafjörð er lokið: Fólki hefur fjölgað og margt jákvætt verið gert Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra: Samgöngukerfið er lífæð landsins – Liðin tíð að samgönguáætlun sé einhver óskalisti „Eitt af forgangsmálum ríkis- stjórnarinnar er að hraða upp- byggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfar- enda og treysta fjölbreytt atvinnu- líf um land allt. Í stjórnarsátt- málanum er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferða- þjónustu og öryggissjónarmiða,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra m.a. í ávarpi sínu á Samgönguþingi sem efnt var til á dögunum. Hann kom víða við og sagði að samgönguáætlunin sem lögð verður fram í haust verði í takt við þær fjárheimildir sem eru til umráða hverju sinni og taki mið af fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem eru til 5 ára. „Það er liðin tíð að samgönguáætlun sé einhver óskalisti, hún á að vera raunsæ og tímasett áætlun um samgöngukerfið, sem er lífæð landsins.“ Á krossgötum umbreytinga í vegakerfinu Ráðherra sagði ljóst að við stæð- um á nokkurs konar krossgötum umbreytinga í vegakerfinu og því væri nauðsynlegt að ræða um fram- tíðarstefnu við fjármögnun þess. Skýrði hann frá því að hann hefði ákveðið að setja á laggirnar starfs- hóp til að koma með tillögur um hvernig flýta megi uppbyggingu greiðra og öruggra samgöngumann- virkja til að mæta auknu álagi á einstaka leiðum. Þá sé verið að skipa nefnd um fjármögnun í vega- kerfinu sem verði falið að stilla upp sviðsmyndum af svokölluðu flýt- igjaldi fyrir stærri framkvæmdir eins og að brúm og göngum og horft verði til annarra landa í þeim efnum. Skoða mögulega gjaldtöku Hann nefndi sem dæmi mögulega gjaldtöku af einstaka mannvirkjum á þjóðvegi 1 þar sem staðsetning miðist við að ökumenn hafi þann valkost að aka aðrar leiðir. Gjaldið yrði að vera hóflegt og tímabundið og innheimt með sjálfvirkum hætti. Önnur útfærsla væri að taka nokkurs konar tímagjald fyrir afnot af kerfinu. Hugsa mætti sér að fjármögnun vegakerfisins sam- anstæði af blandaðri fjármögnun, þ.e. hefðbundinni fjárveitingu og gjaldtöku. „Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að innleiða blandaða leið að einhverju marki og ekkert til fyrirstöðu að taka ákvörðun um að hefja tilteknar framkvæmdir, svo sem við Sundabraut, sem er orðin löngu tímabær.“ Hann sagði að eigi að síður væri markmiðið að fjármagn til vegaframkvæmda sem eru á fjárlögum ríkisins hækki og verði um 1,5% af vergri landsframleiðslu – til lengri tíma. Þar með yrði snúið við þróun undanfarinna ára sem hefur einkennst af samdrætti. „Ég vil ítreka að vinnan er að hefjast – leiðir og útfærslur eru allar eftir og ætlunin er að taka umræðuna, í samfélaginu – við pólitíkina. Hér hafa fyrst og fremst verið nefnd dæmi.“ Hátt á annað hundrað manns sátu samgönguþing 2018 en á því var fjallað um helstu áherslur í samgönguáætlun sem gildir árin 2019 til 2033 og lögð verður fyrir Alþingi á komandi hausti. Einnig var fjallað um áskoranir í samgöngumálum, framkvæmdir og fjármögnun, almenningssamgöngur, umferðaröryggi og hlutverk upplýsingatækninnar í framtíðar- samgöngum. Sagt er frá þinginu á vef ráðuneytisins. /MÞÞ Blönduós: Nýtt iðnaðarhúsnæði rís Framkvæmdir eru hafnar við nýtt iðnaðarhúsnæði við Ennisbraut 5 á Blönduósi. Fyrsta skóflu- stungan var tekin í liðinni viku. Það er einkahlutafélagið Húnaborg sem byggir húsið. Heildarstærð þess verður 372 fermetrar að stærð sem skipt- ist í fimm 74 fermetra einingar. Húsið verður byggt á staðsteyptar undirstöður úr límtrésburðarviki, álklætt steinullareiningum með vönduðum iðnaðarhurðum, að því er fram kemur á Facebook síðu Blönduósbæjar. Húnaborg ehf. er bíla- og búvélasala sem selur bæði ný og notuð tæki í umboðssölu. Félagið er dreifingaraðili á Norðurlandi fyrir allar vörur Vallarbrautar ehf. og er með sýningaraðstöðu á Húnabraut 21 á Blönduósi eða í gamla Vísi. /MÞÞ Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu og sveitarstjórnarráðherra. Kjarni verkefnisins var áhersla á samtal og samstarf við íbúa, höfða til frumkvæðis íbúanna, frumkvöðla og ungs fólks. Mynd / Kristján Þ. Halldórsson Anna Berglind Halldórsdóttir. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt iðnaðarhúsnæði á Blönduósi. Mynd / Blönduósbær - Róbert Daníel Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.