Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201838 Ársfundur norsku Bændasamtakanna: Dýravelferð og þurrkar einkenndu þingið Ársfundur norsku Bænda- samtakanna fór fram í Lillehammer dagana 5.–8. júní síðastliðinn þar sem mörg málefni bændastéttarinnar voru rædd en þau sem hæst bar voru án efa dýravelferð og veðurfar. Einnig var mikið rætt um verndun ræktanlegs lands og rándýr sem vinna spjöll á löndum og búfénaði bænda. Dýravelferðarmálin voru fyrirferðarmikil á þinginu og kemur það upp núna vegna eftirlits sem Matvælastofnun hefur haft í eitt ár með svínabændum í Rogalandfylki. Er niðurstaða úr þeirri vinnu að bændurnir fari ekki eftir öllum þeim þáttum sem þeim ber og að í nokkrum tilfellum hafi lög verið brotin. Formaður Norges Bondelag, landbúnaðarráðherrann norski og fleiri sem sátu þingið voru mjög hvassir í sínum erindum varðandi þennan þátt og var niðurstaða fundarins að ekkert umburðarlyndi yrði liðið þegar kæmi að dýravelferðinni. Huga þarf að ræktanlegu landi Það voru þó fleiri málefni sem voru fyrirferðarmikil á þinginu. Markmiðið um að minnka tekjubilið milli landbúnaðar og annarra hópa í samfélaginu var eitt af aðalmálefnunum. Grundvöllur fyrir samningi bænda við ríkið nú er að taka í notkun ný verkfæri til að ná markaðsjafnvægi í svína- og sauðfjárgreinum og það fljótt og vel til að hægt sé að skipuleggja framleiðsluna betur og veita fleiri bændum möguleika á að sækja sér auknar tekjur frá mörkuðum. Það eru einnig áskoranir með verð á mjólkurkvótum. Vinna verður að því að lækka kostnað við leigu og kaup á mjólkurkvótum til að koma í veg fyrir að fjármunir fari út úr greininni. Kvótaþakið verður að lækka fyrir geitamjólk, var niðurstaða fundarins. Veðrið var mönnum hugleikið enda búin að vera einmuna blíða í margar vikur og þurrkar víða farnir að setja strik í reikninginn fyrir bændur. Á mörgum stöðum í Noregi á þessum tíma var búið að setja á algjört bann við vökvun og að grilla, líka við heimahús vegna brunahættu, og voru kjötsalar óánægðir með minnkandi sölu í kjölfarið. Málefni loðdýrabænda bar á góma en norsku Bændasamtökin munu áfram vinna að því að halda í greinina þó að stjórnvöld hafi ákveðið að útrýma henni innan ársins 2025. Einnig voru miklar umræður um rándýr, eins og á þinginu á síðasta ári, þar sem úlfurinn og villisvínin fara hæst í umræðunni. Einnig var töluvert rætt um þann skaða sem hirtir og gæsir vinna á löndum bænda. Ræktanlegt land var líkt og í fyrra í brennidepli en aðeins 3% af meginlandi Noregs er ræktanlegt og aðeins 1% er gott land fyrir kornrækt. Árið 2016 voru yfir 6 þúsund hektarar af ræktanlegu landi, eða sem samsvarar um 800 knattspyrnuvöllum, endurúthlutað til annarrar starfsemi en til landbúnaðar. Græn Bændasamtök og skólaheimsóknir Þrátt fyrir að búum í rekstri fækki þá hefur meðlimafjöldi í Norges Bondelag aukist síðustu ár en í lok árs 2017 voru 63.572 meðlimir og jókst um 482 frá 2016. Er þetta hæsta meðlimatala í 20 ár og þakka menn það átaki í að fá inn nýja meðlimi, aðallega með því að meðlimir og starfsmenn aðildarfélaganna hafa verið duglegir að kynna samtökin og ná inn nýjum. Nú er verkefni í vinnslu hjá samtökunum sem kallast „Grønt Bondelag“ þar sem reynt er eftir fremsta megni að gera rekstur samtakanna eins umhverfisvænan og kostur er. Samtökin eiga eignir á um 15 hektara svæði á besta stað í miðbæ Oslóar og næstu árin er áætlað að endurskipuleggja og byggja skrifstofu- og íbúðarhúsnæði á um 13 hekturum. Metþátttaka var í Opnum landbúnaði eða Åpen gård á síðasta ári í Noregi en hátt í 100 þúsund manns heimsóttu sveitabæi árið 2017. Umræða varð einnig á þinginu um að þróa og stækka enn frekar skólaheimsóknir og kom þar upp tillaga um að halda úti skólaheimsóknum í öllum bekkjum, frá 1.–10. bekk. /ehg Square Turn dráttar- vélarnar þóttu byltingar - kenndar á sínum tíma enda einstakir traktorar sem áttu sér enga líka. Dráttarvélin var gríðar- stór á síns tíma mæli- kvarða og með rúmlega tveggja metra bili milli stórra járn hjólanna. Hugmyndafræðing- arnir á bakvið og hönnuðir Square Turn dráttarvélanna voru báðir frá Nebraska-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku sem hétu A.T. Kenney og A.J. Colwell. Kenney var bóndi og Colwell yfirmaður byggingaframkvæmda hjá járnbrautafyrirtæki áður en þeir sneru sér að hönnun og framleiðslu dráttarvéla. Colwell sá um lausn tæknimála í samstarfinu en Kenney var með landbúnaðarreynsluna. Á punktinum Sagan segir að tvíeykið hafi smíðað frumtýpu Square Turn dráttarvélarinnar í þröngri og hrörlegri skemmu. Hugmyndin var meðal annars að snúningspunktur traktorsins yrði eins lítill og hægt væri og að vélin bæri plóg undir sér en væri ekki með hann í eftirdragi. Kenney og Colwell tókst ætlunarverk sitt því Square Turn dráttarvélin gat í orðsins fyllstu merkingu snúið við á punktinum. Framleiðslan fór hægt af stað en tekið var við fyrstu pöntunum árið 1914 og fyrsta vélin afhent sama ár. Stór og öflugur vinnuhestur Drif dráttarvélarinnar gerði það að verkum að hægt var að vinna með vélina í tvær áttir, aftur á bak og áfram, að jöfnu. Eina sem þurfti að gera var að færa ökumannssætið hinum megin við miðlægt stýrið og skipta um drif. Í auglýsingu um traktorinn sagði að hann væri svo byltingar- kenndur að hönnun hans og smíð félli undir átta einkaleyfi og að með honum afkastaði einn maður á við átta menn með átta hesta með átta plóga í eftirdragi. Einnig var sagt að hann væri einstaklega auð- veldur í notkun og að viðhaldið væri lítið sem ekkert. Square Turn var með 510 rúmsentímetra og fjögurra strokka vél af gerðinni Climax. Dráttargetan var sögð 18 hestöfl sem gerði traktorinn að einni öfl- ugustu dráttarvélum síns tíma. Vélin gekk hvort sem var fyrir steinolíu eða gasi. Auk plógsins sem fylgdi traktornum mátti tengja hann og láta knýja sem dæmi þreski- vélar og sögunarmyllur. Eigendaskipti Þrátt fyrir að Square turn dráttarvélunum hafi verið vel tekið höfðu Kenney og Colwell ekki fjár- hagslegt bolmagn til að anna eftirspurn. Tveimur árum eftir sölu fyrsta traktorsins neyddust þeir til að selja einkaleyfi sín og framleiðsluna til Albaugh- Dover Co. í Chicago. Nýir eigendur voru stórhuga. Hlutafé var stóraukið og gerð var áætlun um framleiðslu á 2000 vélum á næstu fjórum árum. Þátttaka Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni leiddi af sér skömmtun á hráefni, meðal annars stáli, og það reyndist framleiðanda Square Turn dráttarvélanna erfiður biti að kyngja. Í kjölfarið dróst fram- leiðsla vélanna verulega saman og fjöldi pantana var dreginn til baka. Framhaldið var fyrirtækinu erfitt og það framleiddi einungis 50 dráttarvélar árið 1921 og var lýst gjaldþrota 1925. /VH UTAN ÚR HEIMI Square Turn-traktorinn Frá ársfundi norsku Bænda samtakanna sem fór fram í Lillehammer dagana 5.–8. júní síðastliðinn. Hér er verið að greiða atkvæði um eitt málið á fundinum, en dýravelferð var þar fyrirferðarmikil. Lars Petter Bartnes, formaður norsku Bændasamtakanna og Jon Georg Dale, landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, héldu báðir innihaldsríkar ræður á ársfundi norsku Bændasamtakanna á dögunum í Lillehammer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.