Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 2018 51 ÁRA ÁBYRGÐ Vinnuvélar– tækjamiðlun ehf // K istumel 2 // 116 Reykjavík Sími 480 0444 // vinnuvelar@vinnuvelar. is // www.vinnuvelar. is Eigum til á lager margar stærðir af Bobcat vélum Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is HEYRÐU BETUR! ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ! Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði. Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg! Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Foldarskart, Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins: Þæfð verk með skírskotun til íslenskrar náttúru Sýningin Foldarskart eftir listakonuna Louise Harris hefur verið opnuð í Heimilis- iðnaðarsafninu á Blönduósi. Louise hefur undanfarin ár gert tilraunir með íslenska ull, einkum þel. Um er að ræða þæfð verk eins konar teikningar úr lituðu þeli. Verkin hafa skírskotun til íslenskrar náttúru með öllum sínum breytileika í litum og tónum. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur er sýningarstjóri og aðstoðaði listakonuna við uppsetningu listaverkanna. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar og fram kom í máli listakonunnar Louise að hún hefði fyrir nokkrum árum lagt leið sína í Heimilisiðnaðarsafnið, hrifist af sýningum þess og alið þann draum að sýna eigin verk í safninu. Nú væri sá draumur að rætast. Aðalsteinn, sem opnaði sýninguna formlega, nefndi að Heimilisiðnaðarsafnið væri eitt fallegasta safn landsins og þar mætti í enn meira mæli byggja á þeim menningarauði sem safnið geymdi. Elín S. Sigurðardóttir, forstöðu- maður Heimilis iðnaðarsafnsins, sagði að 15 ár væru frá því nýja safnhúsið var vígt og tveimur árum síðar var byggingarkostnaður að fullu greiddur. Aðstandendur safns- ins hefðu því verið fullir bjartsýni á framtíðina en ákveðið að stíga eitt skref í einu, fara varlega og leyfa starfseminni að þróast. Uppfyllir nú safnið öll þau skilyrði sem sett eru af Safnaráði til að vera viðurkennt safn, auk þess sem safnið hefur notið ýmissa annarra opinberra viðurkenn- inga fyrir starfsemi sína, þannig að það hefði svo sannarlega þróast úr því að vera lítil stofnun á sínum fyrstu árum. Um fjögur þúsund gestir árlega Elín nefndi í sinni opnunarræðu að sem samfélagi hefði okkur ekki borið gæfa og metnaður til að standa saman um að byggja meira á þeim menningarauði sem safnið geymir. Til þess hefði bæði skort fé til rekstrarins og víðtækari samstöðu um framtíðarsýn fyrir safnið. Á fjórða þúsund manns sækja Heimilisiðnaðarsafnið heim ár hvert, þó svo að það sé einungis opið samfellt yfir sumarmánuðina. Rúmlega helmingur safngesta eru erlendir ferðamenn og í sumum tilvikum er heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið aðaltilgangur Íslandsheimsóknar. Kanna grundvöll að samstarfi „Mér finnst við of oft ekki sjá þær perlur sem á götu okkar eru en það er mikill heiður og ábyrgð sem okkar byggðarlagi hefur hlotnast, að eiga dýrgrip eins og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, safn sem margir vildu gjarnan hafa í sínum ranni og hlúa að af metnaði. Safn sem nýtur daglegrar viðurkenningar gesta og fræðafólks sem það heimsækja og þekkja. Þetta er sjálfstæð stofnun sem hefur verið rekin sem sjálfseignarstofnun í 25 ár. Sagan er hins vegar mun lengri en eins og margir muna lögðu kvenfélagskonur grunninn að safninu og fyrsta sýning þess opnuð árið 1976.“ Þess má geta að forsvarsmenn Heimilisiðnaðarsafnsins, Byggðar- safnsins á Reykjum og Glaumbæ, sem öll eru viðurkennd söfn, hafa átt viðræður til að kanna grundvöll að nánara samstarfi safnanna. Sumarsýningar hafa skapað sér sess Heimilisiðnaðarsafnið hefur þá sýningarstefnu að bjóða upp á ný- stárlegar sýningar á safnmunum en bjóða einnig íslensku textíllista- fólki að sýna list sína í safninu og nýta til þess opið rými þess. Litið er til þess að slíkt samstarf skapi fjölbreytni í starfi safnsins og auki vægi þess og að gestir hafi á hverju ári tök á að sjá nýja sýn- ingu. Áhersla er lögð á að sýningar séu ólíkar á milli ára, að þær veki athygli á textílflóru Íslands og að þær hafi listrænt og menningarlegt gildi, ásamt því að tengjast beint við safnmunina. Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins hafa skapað sér sérstakan sess og markað safninu sérstöðu meðal annarra safna, en listafólk sækist eftir að sýna þar og margt listafólk kemur gagngert til að skoða safnið og sýningar þess sem og að sækja sér innblástur í eigin listsköpun. /MÞÞ MENNING&LISTIR Louise Harris hefur búið hér á landi í á annan áratug og er tengd Íslandi fjölskylduböndum, maður hennar er Stephen William, sonur listakonunnar Karólínu Lárusdóttur. Lou- ise er bresk og sótti menn- tun sína til helstu listaskóla Bretlands. Hún starfar sem kenn ari í myndmennt við Mynd listaskóla Reykjavíkur og Landakotsskóla. Á sýning- unni á Heimilisiðnaðarsafn- inu eru m.a. vatnslitamyndir, sem hún er einna þekktust fyrir, en íslenska ullin hefur undanfarin ár veitt henni inn- blástur og á sýningunni Fold- arskart gefur að líta bjartar og fallegar þæfðar myndir. Elín S. Sigurðardóttir frá Heimilisiðnaðarsafninu býður gesti velkomna við opnun Sumarsýningarinnar 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.