Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 201824 MATVÆLI&MARKAÐSMÁL Matvælasamkeppnin „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“: Sigurtillaga um framleiðslu skordýra til að nýta í fóður fyrir fiska í eldi „Fram undan er mikið verk, það er margt sem þarf að skoða ofan í kjölinn áður en hugmyndin verður að veruleika. Við höfum hins vegar fulla trú á að við komum henni á það stig,“ segir Christin Irma Schröder, en hún og kærasti hennar, Torsten Ullrich, fóru með sigur úr býtum í matvælasamkeppninni „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“. Úrslit voru kynnt við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nýverið. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum, fjölbreyttar hugmyndir og vel unnar þannig að það var úr vöndu að ráða fyrir dómnefndarmenn. Að samkeppninni stóðu Eimur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matarauður Íslands og Íslensk verðbréf. Hugmynd þeirra Christin og Torsten snýst um að rækta og framleiða skordýr með jarðvarma í því augnamiði að nýta þau sem fæðu til framtíðar, m.a. sem uppistöðu í fóðri fyrir eldisfiska. „Við erum afskaplega glöð með að hafa unnið þessa samkeppni og ætlum okkur að halda ótrauð áfram að þróa hugmyndina og koma henni á framkvæmdastig,“ segir Christin. Dreymdi um að viðra hugmyndir sínar á síðum Bændablaðsins Bæði eru þau frá Þýskalandi en hafa búið á Húsavík í tvö og hálft ár. Christin kom upphaflega sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra PCC BakkiSilicon hf. á Bakka, en starfar nú hjá PWC á Húsavík. Hún kom fyrst til Íslands fyrir 13 árum sem skiptinemi og dvaldi á Húsavík. „Ég var í sveit eins og allar þýskar stelpur, en samt ekki neitt í tengslum við hestamennsku,“ tekur hún fram og rifjar upp að Bændablaðið var þaullesið á bænum og sjálfa dreymdi hana um að fá tækifæri til að viðra sínar hugmyndir á síðum blaðsins. Sá draumur rætist nú! Torsten er verkfræðingur að mennt og hefur unnið á byggingarsvæðum víða um Evrópu. Hann lauk við ver- kefni sem laut að uppbyggingu á Amager Bakke sorpbrennslustöð í Kaupmannahöfn árið 2016 og hélt þá til Íslands. Verkefni hans hér á landi var umsjón með uppbyggingu á stálburðarverki fyrir kísilmálm- verksmiðjuna á Bakka, en því lauk í desember síðastliðnum. Hann var heillaður af landi og þjóð og tók þá ákvörðun að flytja alfarið til Íslands. Hann starfar nú sem verkefnastjóri hjá Grímur vélaverkstæði ehf. á Húsavík. Gramdist léleg nýting jarðhita „Við höfum ferðast mikið um landið og eru einlægir aðdáendur íslensks landslags. Okkur þykir mikið til jarðhitans koma en ég neita því ekki að það hefur stundum farið í taugarnar á okkur að sjá þær auð- lindir sem landið býr yfir ekki nægi- lega vel nýttar og stundum bara alls ekki neitt, en það á m.a. við um allan þann jarðhita sem víða má finna í landinu,“ segir hún. „Okkar hug- mynd kviknaði einmitt á ferðalagi þar sem við vorum að ræða um jarð- hita sem ekki var nýttur, við fórum að velta fyrir okkur hvað hægt væri að gera til að nýta hann skynsam- lega.“ Ekki gott fyrir umhverfið Christin segir að þau fylgist vel með umræðum í sínu heimalandi og hafi tekið eftir að ákveðinn hópur fólks er því fráhverfur að snæða eldisfisk þar sem uppistaða í fæðu hans er fiski- mjöl og lýsi, hráefni sem tekur mikið til sín. Þannig þurfi um það bil þrjú kíló af fiski til að framleiða fóður sem nægir til að framleiða eitt kíló Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Verðlaunahafar talið frá vinsti: Torsten Ullrich og Christin Irma Schröder, sigurvegarar keppninnar með verkefnið: „TULCIS“ sem snýst um nýtingu jarð- varma til skordýraræktar. Jóhanna María Sigmundsdóttir með verkefnið; „Fullnýting á íslenskri yl- og útirækt með aðstoð jarðvarma“. Því næst koma Þorgerður Þorleifsdóttir og Magnús Þ. Bjarnason með „Ræktun á heitsjávarrækju á Hjalteyri við Eyjafjörð“ sem varð í öðru sæti. Lengst til hægri er Kristín á Akureyri þar sem tilkynnt var um úrslit í matvælasamkeppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.