Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 05.07.2018, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. júlí 20188 FRÉTTIR Verðlag einkaneyslu heimila í 37 Evrópuríkjum sem Eurostat hefur tekið til skoðunar var hæst á Íslandi árið 2017. Það var 66% yfir meðaltali ESB28. Í fjórum af sex undirlið- um var verðlag hæst á Íslandi. Undantekningarnar eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar farartæki. Verðlag á mat og drykk var hæst í Sviss, þar á eftir kom Noregur og Ísland var í þriðja sæti. Verðlag á farartækjum var hæst í Danmörku, þar á eftir komu Noregur og Ísland. Ísland sjötta mesta neyslusamfélagið Þá kemur fram í úttekt Eurostat að neysla er mjög breytileg milli þjóða í Evrópu. Þar eru íslenskir neytendur með 17% meiri neyslu en að meðaltali í 28 ESB-ríkjum. Langmesta neyslan er í Noregi, eða 32% yfir meðaltali ESB- ríkja. Þá kemur Lúxemborg, eða 30% yfir meðaltali. Sviss er með 26% yfir meðaltali, síðan kemur Þýskaland með 22%, þá Austurríki með 18% yfir með- altali. Ísland er svo með sjöttu mestu neyslu á mann af 37 Evrópuríkjum, eða eins og fyrr segir 17% yfir meðaltali. Þrjár þjóðir undir helmingsneyslu af meðaltali ESB Þrjár þjóðir eru með minna en helm- ing af meðaltalsneyslu ESB-þjóða. Langminnst er neyslan á íbúa í Albaníu, eða aðeins 37% af meðal- tali Evrópusambandsríkja. Hún er litlu meiri í Makedóníu, eða 41% og 46% af meðaltalinu í Serbíu. Í þessum þrem ríkjum er verg lands- framleiðsla líka langminnst, eða frá 29 til 37% af meðaltali ESB- ríkjanna. /HKr. Einkaneysla heimila Matur og óáfengir drykkir Áfengi og tóbak Fatnaður Farartæki Raftæki Hótel og veitingahús Ísland 166 156 228 171 131 148 186 Sviss 159 168 125 153 100 95 163 Noregur 143 161 226 129 139 113 165 Danmörk 142 150 123 130 144 110 151 Lúxemborg 127 123 91 107 101 98 112 Írland 125 117 174 108 111 86 122 Svíþjóð 125 126 127 134 98 107 146 Finnland 122 118 139 121 111 105 129 Bretland 117 93 157 87 98 93 107 Holland 112 103 109 111 121 103 112 Belgía 111 112 104 113 105 106 119 Frakkland 109 112 105 105 105 110 118 Austurríki 108 125 93 105 103 105 105 Þýskaland 105 108 96 105 100 99 110 Ítalía 101 112 97 106 102 105 105 Spánn 92 95 86 92 89 99 86 Kýpur 88 107 88 100 88 109 93 Portúgal 85 96 90 98 111 109 77 Slóvenía 85 100 82 97 92 100 82 Grikkland 84 104 95 100 93 100 82 Malta 82 110 100 99 103 107 81 Eistland 79 94 93 115 86 98 85 Lettland 72 95 84 104 85 96 82 Tékkland 69 86 74 99 82 92 60 Slóvakía 69 91 72 105 81 101 76 Króatía 67 96 73 101 94 108 73 Litháen 65 82 80 105 84 97 69 Ungverjaland 62 82 70 84 89 95 61 Pólland 56 65 71 88 84 89 74 Svartfjallaland 55 79 63 102 84 97 58 Tyrkland 53 79 77 54 105 89 63 Albanía 52 75 54 97 79 106 40 Bosnía-Herzegovína 52 75 53 88 84 106 55 Rúmenía 52 62 69 92 83 95 53 Serbía 51 72 52 93 85 108 51 Búlgaría 48 73 56 80 86 93 45 Makedónía 47 58 41 81 90 103 43 Heimild: Eurostat Verðlagsvísitölur fyrir einkaneyslu, bæði vörur og þjónustu 2017, ESB28=100 Verðlag í Evrópulöndum er hæst á Íslandi og er 66% yfir meðaltali ESB-ríkjanna – nema í mat og óáfengum drykkjum þar sem tvær þjóðir eru með hærra verðlag og einnig á farartækjum Verg landsframleiðsla á hvern Íslending 30% meiri en að meðaltali í ESB-löndunum Verg landsframleiðsla á mann á Íslandi árið 2017 var 30% yfir meðaltali Evrópu- sambandsríkjanna 28 (ESB28) samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum hagstofu Evrópu- sambandsins (Eurostat). Voru niðurstöðurnar birtar nýverið á vefsíðu Hagstofu Íslands. Þar segir að Ísland hafi verið í fimmta sæti af 37 Evrópuríkjum (ESB28 auk Íslands, Noregs, Sviss, Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu og Makedóníu). Magn vergrar landsframleiðslu á mann árið 2017 var hæst í Lúxemborg, 153% yfir meðaltali ESB28, en þar á eftir kom Írland þar sem verg landsframleiðsla á mann var 84% yfir meðaltali ESB28. Lúxemborg sker sig úr hópnum en líta verður til þess að fjöldi fólks vinnur og verslar í landinu og leggur til landsframleiðslunnar en býr utan þess og telst því ekki til íbúa. Ísland í samvinnu við Eurostat Hagstofa Íslands tekur þátt í samstarfi hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um útreikning jafnvirðisgilda (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa. Þegar horft er á samanburð af þessu tagi má líka sjá mikla samsvörun á milli velgengni og verðlags. Því meiri sem velgengnin og kaupmáttur launa er í hverju landi, því meiri líkur eru á hærra verðlagi og öfugt. Þetta þekkja Íslendingar vel af ferðalögum erlendis. /HKr. og á norðaustanverðu landinu. Þessa mynd tók starfsmaður Landgræðslunnar á ferð sinni fyrir austan í síðustu viku. Þarna er verið að hirða hey á heyhleðsluvagn við bæinn Skorrastaði 1 í Mynd / ÁÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.