Bændablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 2

Bændablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 20192 FRÉTTIR . m r H Hafrarækt að Sandhóli í Skaftárhreppi: Tvöfaldar ræktunina milli ára Ræktun og vinnsla á höfrum til manneldis að Sandhóli í Skaft- árhreppi gengur vel og og anna ábúendurnir ekki eftirspurn. Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli, segist því hafa ákveðið að tvöfalda ræktunina og sáði höfrum í 130 hektara í vor. „Ræktunin hefur gengið vonum framar,“ segir Örn, sem hefur undanfarin ár prófað sig áfram með að rækta hafra. „Landið sem við sáðum í var fremur blautt í vor og því tók lengri tíma að sá en venjulega, eða frá miðjum apríl og fram að 5. maí.“ Höfrum sáð í 130 hektara Örn segir að hann hafi tvöfaldað ræktun á höfrum í ár frá því í fyrra og sáð í um 130 hektara í vor. „Ræktunin á síðasta ári gekk mjög vel. Sérstaklega í gömlum túnum, og á bestu stykkjunum erum við að fá sjö tonn af þurrkuðum höfrum á hektara en niður í 2,5 tonn af nýrækt. Eftirspurnin eftir unnum höfrum er slík í dag að við getum ekki annað henni og því ekkert annað að gera en að auka ræktunina. Ég hef prófað mig áfram með að rækta hafra í níu ár og uppskeran hefur verið mjög góð flest árin. Fyrstu árin var það í smáum stíl, á þremur eða fjórum hekturum og til skepnufóðurs. Ég ákvað því að fara alla leið og fullrækta og vinna hafrana.“ Annar ekki eftirspurn „Eftirspurnin eftir höfrunum er meiri en svo að við getum annað henni. Ég hef því miður þurft að neita verslunum, mötuneytum og bökurum um hafra undanfarið þar sem þeir eru einfaldlega búnir hjá mér. Til mín hafa einnig leitað aðilar sem hafa áhuga á ýmiss konar vinnslu með hafra eins og að búa til próteinstangir, haframjólk og annað slíkt og möguleikarnir óendanlegir. Það lá því beint við að auka ræktunina,“ segir Örn. Auk þess að rækta hafra ræktar Örn fimmtíu hektara af byggi og fjóra hektara af rúgi. Örn segist ekki vita til þess að aðrir ræktendur hafi farið út í að fullrækta hafra til manneldis þótt talsvert af honum sé ræktaður til sláttar sem skepnufóður. Hann segir hafrafræin vera innflutt en að hann hafi gert spírunarpróf á fræjum úr eigin ræktun og að spírunarprósentan hafi ekki verið nógu góð. Mikil sól best „Til þess að ræktun á höfrum takist vel þarf helst að vera sólríkt sumar og ekki mikil vætutíð og ekki mikil næturfrost í ágúst. Hafrar þurfa lengri ræktunartíma en bygg og algengt að við séum að þreskja þá um mánaðamótin september og október,“ segir Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli að lokum. /VH Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd / Úr einkasafni Lokaskýrsla um átaksverkefni í byggrækt á Íslandi 2013–2018: Vaxandi áhugi á byggrækt Byggrækt á Íslandi hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og skiptir þar án efa mestu máli almennur áhugi bænda á nýsköpun í ræktun. Aukinn áhuga má einnig merkja í ræktun annarra nytjaplantna svo sem repju og hafra. Þann ágæta árangur sem íslenskir bændur hafa náð í ræktun byggs má án efa skýra með ýmsum þáttum eins og batnandi umhverfisskilyrðum til ræktunar, bættum búskaparháttum, prófunum á erlendum byggyrkjum auk kynbóta sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Niðurstöður 30 ára ræktunar Í frétt á vef Landbúnaðarháskóla Íslands vegna útkomu skýrslu um átaksverkefni í byggrækt á Íslandi á árunum 2013–2018 segir að starfsmenn skólans Íslands leggi, eftir fremsta megni, lóð á vogarskálar nýsköpunar í landbúnaði á ýmsum sviðum og hafa meðal annars stundað rannsóknir á byggi undanfarna áratugi. Í skýrslunni birta höfundar yfirlit yfir niðurstöður úr samanburðartilraunum á byggi sem fram hafa farið víðs vegar um landið á yfir 30 ára tímabili. Farið er yfir helstu niðurstöður sjúkdómsrannsókna, ásamt því að framtíð byggrannsókna og nýtingar eru reifaðar. Uppskera aukist og ræktunartímabilið styst Niðurstöður sýna að uppskera í tilraunum hefur aukist á sama tíma og ræktunartímabilið styttist. Íslenskar kynbótalínur skila ekki aðeins meiri uppskeru í tilraunum heldur skríða þær einnig fyrr sem leiðir til þess að þær eru uppskornar fyrr. Niðurstöðurnar sem kynntar eru í skýrslunni undirstrika bæði kosti og galla íslenska kynbótaverkefnisins og eru því mikilvægar fyrir áframhald yrkjatilrauna hérlendis. Niðurstöðurnar undirstrika jafnframt að næsta stóra áskorun kynbótafólks er að auka sjúkdómsþol í íslenskum byggyrkjum, enda sýna rannsóknir að fjölbreytileiki sjúkdómsvaldandi sveppa er mun meiri hérlendis en ætla mætti og fyrirsjáanlegt að sjúkdómsálag aukist umtalsvert eftir því sem byggrækt eykur útbreiðslu sína. Skýrsluna í heild má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands. /VH Norðlendingar bregðast vel við áskorun Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Skólamötuneyti noti sem mest af íslensku hráefni „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig staðan er hjá skóla- mötuneytum í Eyjafirði, en fannst ástæða til að minna á kosti þessa að versla inn íslenskt hráefni,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Sambandið skoraði á bæjar- og sveitarstjórnir í Eyjafirði að beita sér fyrir því að mötuneyti grunn- og leikskóla noti sem mest af íslensku hráefni. Sigurgeir segir eðlilegt að sveitarfélög setji sér þá stefnu að nota sem mest af íslensku hráefni í skólamötuneytum, þannig fái nemendur hollan mat og um leið sé hægt að auka vitund þeirra á íslenskri framleiðslu og gildi hennar fyrir samfélagið. Ekki síst bendir Sigurgeir á að matur úr héraði fari betur með umhverfið, fótsporið sem flutningur matvæla frá útlöndum er sé mun meira. Ekki horft á heildarmyndina „Okkur er kunnugt um að veitingastaðir bjóða upp á kjöt frá útlöndum, það á meðal annars við um nautakjöt og helstu rökin þá að það sé ódýrara. Þá er kannski ekki verið að horfa á heildarmyndina og kolefnisfótsporið sem innflutningurinn veldur. Með þessari ályktun viljum við vekja athygli á þessu máli og að við Eyjafjörð er stundaður öflugur landbúnaður sem og einnig sjávarútvegur, það er okkar hagur að matarinnkaup séu sem mest úr heimahéraði,“ segir Sigurgeir. „Það þarf að skapa metnað fyrir því að nota heimafengnar vörur, mat úr héraði eins og stundum er sagt. Víða erlendis er greinilegt að slíkur hugsunarháttur er sterkur en sú hefð hefur ekki skapast hér að mér finnst.“ Áhersla á góða og holla næringu Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, segir að sveitarfélagið sé með samning við verktaka um rekstur mötuneytis í grunnskólum og öðrum leikskóla af tveimur, en hinn sé með matráð. Í skólastefnu Dalvíkurbyggðar sé áhersla lögð á að nemendur fái góða og holla næringu, þ.e. lagt er upp með að nemendum bjóðist fjölbreytt, holl og heilbrigð fæða og hráefnið sé vandað. Annað sé ekki tilgreint í samþykktum stefnum. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur í svari til BSE undir með sambandinu, en í sveitarfélaginu er í gildi samningur við rekstraraðila um rekstur mötuneytis. Ályktun sambandsins var komið á framfæri í útboðsgögnum sem verið er að vinna varðandi áframhaldandi rekstur mötuneytisins. Þröstur Friðfinnsson, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, segir að sveitarstjórn taki undir með sambandinu og að hún muni kappkosta að nýta íslenskt hráefni og hráefni úr nærumhverfi hér eftir sem hingað til. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur komið skilaboðum bréfsins áleiðis til þeirra sem sjá um innkaup á matvælum á vegum Svalbarðsstrandarhrepps. Mögulega er eitthvað innflutt Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir í sínu svari til sambandsins að fram hafi komið í samantekt frá fjársýslusviði að mest allt hráefni sem keypt sé í mötuneyti á vegum Akureyrarbæjar sé innlent og eftir fremsta megni sé reynt að kaupa afurðir úr héraði. Allt kjöt og álegg sem notað er í mötuneytum skólanna á Akureyri er keypt af aðila í héraði, að því er fram kemur í svarinu, en einnig að mögulegt sé að eitthvað af því sé innflutt, svo sem svína- og nautakjöt. Allur fiskur er keyptur á Akureyri, kjúklingur keyptur af innlendum aðila, en hugsanlegt að eitthvað af honum sé innflutt. Sama gildi um grænmeti og ávexti sem að hluta eru innfluttir en reynt að kaupa grænmeti úr heimahéraði. Nýjar kartöflur komi frá Sílastöðum í nágrenni Akureyrar, en forsoðnar kartöflur séu frá Hollandi. Þurrvara sé að mestu leyti innflutt en hluti af henni pakkað hér á landi. „Akureyrarbær er sífellt að endurskoða innkaup sín og að sjálfsögðu er reynt að kaupa af aðilum í heimahéraði,“ segir Ásthildur, bæjarstjóri á Akureyri, í svari sínu. Sigurgeir segir að greinilega vilji menn bjóða upp á íslensk matvæli í mötuneytum skólanna, en vekur á því athygli að í sumum tilvikum viti þeir kannski ekki hvað verið er að kaupa, samanber að Akureyrarbær kaupi hráefni af aðila heima í héraði, en mögulega sé eitthvað af því innflutt. Þeir aðilar séu ef til vill að flytja inn kjöt en viðskiptavinur stendur í þeirri trú að um innlenda vöru sé að ræða. /MÞÞ Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.