Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 20196
Lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem
heimilar innflutning á hráu ófrosnu
kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk og
mjólkurafurðum er nú til umfjöllunar
á Alþingi. Bændasamtök Íslands hafa í
umsögnum sínum og umfjöllun um málið
lagst gegn samþykkt þess. Sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra hefur kynnt
aðgerðaáætlun í fimmtán liðum sem ætlað
er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd
búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu
innlendrar matvælaframleiðslu.
Nú þegar stefnir í afgreiðslu málsins er ljóst
að óraunhæft er með öllu að aðgerðaáætlun
ráðherra hafi einhver raunveruleg áhrif
fyrir gildistöku laganna sem áætluð er 1.
september næstkomandi. Mikil vinna er eftir
til þess að útfæra og innleiða tillögur sem
þar er að finna og jafnframt á eftir að svara
veigamiklum spurningum um fjármögnun.
Í ljósi stöðu málsins fara Bændasamtökin
fram á að gildistöku laganna verði frestað og
um leið að gripið verði til ákveðinna aðgerða
til að lágmarka það tjón sem hlotist getur
af. Í fyrsta lagi að tryggja fjármögnun og
framkvæmd þeirra mótvægisaðgerða sem
ráðherra hefur lagt til. Aðgerðalistinn sjálfur
getur skilað árangri en það þarf að vinna
hann betur. Í öðru lagi er nauðsynlegt að
þar til bærri stofnun verði á aðlögunartíma
falið að gera greiningarmörk vegna
sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum (þ.á
m. kjöti og grænmeti) og að markaðssetning
á afurðum sem í ræktast sýklalyfjaónæmar
bakteríur verði gerð óheimil. Ljóst er
að skilgreint og aukið fjármagn þarf í þá
vinnu og eftirlit. Að öðru leyti þarf að
fara í stórátak til að draga úr eða stöðva
aukningu á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmi í
landbúnaðarafurðum.
Vilja stjórnvöld taka áhættuna?
Rök Bændasamtakanna gegn innflutningi á
hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk
hafa komið fram í ræðu og riti undanfarin
misseri. Aðstaða íslensks landbúnaðar til að
keppa við erlenda framleiðslu getur ekki talist
jöfn og greinin býr yfir ýmiss konar sérstöðu
sem auðvelt er að glata. Sérfræðingar hafa
bent á að afnám takmarkana á innflutningi,
svo sem frystiskyldu, muni þýða verulega
aukna áhættu á ýmsum sviðum fyrir heilsu
manna og dýra. Matarsýkingum fjölgi og
meiri hætta verði á að hingað berist bakteríur
sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum.
Kynnum okkur hvaðan maturinn kemur
Bændasamtökin hafa, ásamt fleiri samtökum
og fyrirtækjum í landbúnaði, tekið þátt í
verkefni sem vakið hefur nokkra athygli. Á
oruggurmatur.is eru dregin fram sjónarmið
sem við teljum skipta máli í þessari umræðu.
Lesendur eru hvattir til að kynna sér efnið
sem þar er að finna. Þar skiptir ekki síst
máli að neytendur séu vakandi og kalli
eftir upplýsingum um hvaðan maturinn
kemur, hvernig framleiðsluaðstæður eru,
umhverfisfótspor, lyfjanotkun og annað sem
hefur þýðingu. Þetta er ekki ákall um að við
hættum að flytja inn matvæli – enda flytjum
við nú þegar inn um helming þess sem við
neytum – en við þurfum að gæta að því sem
við eigum ef við ætlum ekki að tapa því.
Óljós fyrirheit duga ekki til
Það hefur verið fjallað mikið um málið á
þessum vettvangi. Saga þess er löng og
verður ekki endurtekin hér. Það var þó ljóst
að Alþingi hugðist fara aðra leið í málinu
þegar það samþykkti matvælalöggjöf ESB
árið 2009. Dómstólar voru á öðru máli og
við því er ekkert að segja. Við virðum þá
niðurstöðu þótt við séum ekki sammála
henni. Sú staðreynd breytir ekki efnislegum
rökum bænda í málinu. Af þeim sökum
gerum við þá skýru kröfu að ef ekki verður
hjá því komist að afgreiða málið þá sé í
það minnsta tryggt að búið sé að útfæra og
fjármagna þær aðgerðir sem fylgja því. Það
er einfaldlega ekki raunin núna. Það þarf að
klára verkið svo það skili árangri. Óljós og
ófjármögnuð fyrirheit duga ekki til.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Það er ekki allt í lagi að stefna því í
hættu. Vilji Alþingi sýna ábyrgð gagnvart
íslenskum landbúnaði og innlendri
matvælaframleiðslu verður að fresta
gildistöku laganna.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.450 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Stór hluti Íslendinga er upptekinn af
söngvakeppni Eurovision þessa dagana
og herma heimildir að fólk sé þegar
farið að koma sér fyrir á bílastæðinu
við Egilshöllina í Reykjavík til að tryggja
sér aðgang þegar keppnin verður haldin
á Íslandi vorið 2020. Það er þó annað mál
sem er mun stærra og alvarlegra þar
sem stjórnvöldum er að takast að kljúfa
þjóðina í tvennt, í stað þess að sameina
hana eins og Hatarar eru nú að gera.
Þetta mál stjórnvalda er orkupakki
þrjú. Pakki sem ríkisstjórn Íslands
hyggst innleiða hér á landi með stuðningi
Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, þrátt
fyrir vitneskju um meirihlutaandstöðu
þjóðarinnar gegn þeim áformum, þar á
meðal frá Alþýðusambandi Íslands og
nokkrum sveitarfélögum.
Það er dapurlegt að horfa þar upp á
hversu lágt ríkisstjórnarflokkarnir eru
tilbúnir að leggjast til að þjóna erlendum
hagsmunum og þröngum hagsmunum
fjárfesta og persónulegra vina í þessu máli.
Í könnun MMR sem gerð var dagana
30. apríl til 3. maí kom berlega í ljós
andstaðan við þessi áform ríkisstjórnarinnar
um valdaafsal í orkumálum. Þar voru 50%
svarenda mjög eða frekar andvígir, 30%
voru frekar eða mjög fylgjandi og 19%
tóku ekki afstöðu. Í kosningum eru það hins
vegar einungis þeir sem afstöðu taka sem
hafa áhrif á endanlega niðurstöðu. Af þeim
81 prósenti sem tók afstöðu í könnun MMR
voru 61,7% andvígir og 26,6% fylgjandi.
Athygli vekur að í hópi þeirra sem afstöðu
taka eru 41% harðir í andstöðu sinni en
einungis 16% harðir stuðningsmenn
orkupakka 3. Það er því afar sorglegt að
horfa upp á meirihluta þingmanna á Alþingi
Íslendinga ætla að valta með ofstæki yfir
meirihlutavilja Íslendinga og innleiða jafn
afdrifaríkt regluverk hér á landi og þessi
orkupakki 3 er fyrir orkumálin í landinu.
Hvar eru nú allar ræðurnar um að
lýðræðislegur vilji þjóðarinnar eigi að ráða
för, einnig að þjóðin eigi að njóta vafans
þegar svo ber undir? Er sú orðræða bara
sýndarmennska og upp á punt þegar það
hentar að vera töff og rífa kjaft í ræðustól
Alþingis?
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir
sem samþykkja innleiðingu á þessum
orkupakka munu rökstyðja lagningu
þess sæstrengs sem er þegar á stefnuskrá
Landsvirkjunar og þeir hafa reynt að telja
þjóðinni trú um að sé alls ekki hugmyndin
að leggja. Sæstreng sem krefst byggingar
virkjana á Íslandi sem samsvara rúmlega
tvöföldu afli Kárahnjúkavirkjunar. Þar hafa
menn líka reynt að beita þeim blekkingum
að þetta sé bara til að nýta ónýtt launafl í
kerfinu.
Ríkisstjórnin stærir sig líka af því sem
kallað hefur verið „Græn framtíð“ og
felur m.a. í sér orkuskipti í samgöngum
á Íslandi. Þau áform útheimta mikla
orkuþörf. Samkvæmt raforkuspá er gert
ráð fyrir að raforkunotkunin á Íslandi muni
meira en tvöfaldast fram til 2050. Þar er
sæstrengur til útlanda ekki inni í myndinni.
Raforkuvinnsla á árinu 2018 var 19.830
GWh og jókst um 591 GWh, eða um 3,1%,
frá 2017. Aukningin er álíka mikil og öll
raforkunotkun á Suðurlandi.
Augljóst er að að sala raforku um
sæstreng, þegar af verður eftir innleiðingu á
orkupakka 3, verður í beinni samkeppni við
orkuþörf Íslendinga sjálfra fyrir innlenda
starfsemi. Eftirspurnin verður þá miklu meiri
en framboðið. Hvað verður þá um grænu
framtíðaráformin, gagnaverin, rafbílana,
fiskimjölsverksmiðjurnar, garðyrkjuna og
fleira? – Er ekki rétt skilið að samkvæmt
öllum gildandi hagfræðikenningum þá leiðir
umframeftirspurn nær undantekingalaust til
stórhækkunar á verði? /HKr.
Bændur vilja þriggja ára aðlögunartíma
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – augl@bondi.is Vefur blaðsins:
www.bbl.is bbl@bondi.is
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Mynd / HKr.
Guðrún S. Tryggvadóttir
formaður Bændasamtaka Íslands
gst@bondi.is
Hafa 62% á móti