Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 20198
FRÉTTIR
Ölfus og Hveragerði í hár saman
vegna sveitarfélagamarka
Andrúmsloftið á milli Sveitar-
félagsins Ölfuss og Hveragerðis-
bæjar er ekki upp á marga fiska
þessa dagana vegna deilna um
landamörk þessara nágranna-
sveitarfélaga.
Ástæðan er sú að bæjarráð Ölfuss
hefur hafnað Hveragerðisbæ um
breytt sveitarfélagamörk en erindið
var fyrst sent 2015. Bæjarráð
Hveragerðisbæjar hefur lýst yfir
miklum vonbrigðum með afstöðu
bæjarfulltrúa í Ölfusi við beiðni
bæjarins um viðræður um breytt
sveitarfélagamörk.
„Það getur aldrei verið slæmt
að ræða málin með það að
markmiði að ná niðurstöðu sem
allir geta sætt sig við. Það hafa
bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar
ítrekað gert þegar kemur að því
að veita íbúum í dreifbýli Ölfuss
þjónustu og er nærtækast að rifja
upp gerð samkomulags um að
börnum í dreifbýli Ölfuss bjóðist
leikskólapláss á leikskólum bæjarins
til jafns við Hvergerðinga.
Slíkt samkomulag var gert því
hagsmunir íbúa voru hafðir að
leiðarljósi. Bæjarráð vill fullyrða
að hagsmunir íbúa séu ekki
hafðir að leiðarljósi þegar jafn
afdráttarlaust er hafnað beiðni
um viðræður um breytingu á
sveitarfélagamörkum og hér hefur
verið gert“, segir m.a. í bókun
ráðsins um leið og Hveragerðisbær
óskar eftir endurupptöku á málinu í
sveitarstjórn Ölfuss með það fyrir
augum að farsæl lausn finnist sem
fyrst. /MHH
Deilt er um sveitarfélagamörk, en Hveragerði er eins og eyja í landi Ölfuss.
Alþingi bannar plastburðarpoka
– Óheimilt að afhenda hvers kyns plastpoka án endurgjalds frá og með 1. september
Alþingi hefur samþykkt
breytingar á lögum um
hollustuhætti og mengunarvarnir
sem meðal annars kveða á um
að óheimilt verði að afhenda
plastburðarpoka í verslunum frá
og með 1. janúar 2021. Óheimilt
verður að afhenda hvers kyns
plastpoka án endurgjalds frá og
með 1. september næstkomandi.
Burðarpokar úr plasti eru hvoru
tveggja þykku pokarnir sem fást
í stykkjatali á afgreiðslukössum
verslana og þunnu pokarnir
sem hefur verið hægt að fá
endurgjaldslaust í grænmetiskælum
matvörubúða. Bannið tekur ekki til
plastpoka sem eru söluvara í hillum
í verslunum, svo sem nestispoka
og ruslapoka sem seldir eru margir
saman í rúllum.
Ekki allsherjarlausn
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
segir á heimasíðu ráðuneytisins
að banni við burðarplastpokum sé
ekki ætlað að vera allsherjarlausn
á plastvandamálinu, heldur ein
aðgerð af mörgum. „Í mínum
huga er þetta sérstaklega mikilvæg
aðgerð því hún snertir daglegt líf
okkar og eykur þannig vitund
okkar um plast og notkun þess í
okkar daglega lífi. Ég fagna því
líka að með þessum lögum gengur
Ísland á undan með góðu fordæmi
og tekst af enn frekari krafti á
við plastmengun og neyslu en
alþjóðasamningar okkar segja til
um.“
Fylgt tillögum samráðsvettvangs
Með samþykkt laganna er fylgt
eftir tillögum samráðsvettvangs um
aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu
fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga,
umhverfisverndarsamtaka, félaga-
samtaka, opinberra stofnana,
Alþingis, ráðuneyta og fleiri.
Hópurinn skilaði umhverfis- og
auðlindaráðherra tillögum að 18
aðgerðum í nóvember síðastliðnum
og bann við burðarplastpokum var
ein þeirra.
Lögin kveða jafnframt á um að
umhverfis- og auðlindaráðherra
setji fram töluleg markmið
varðandi árlega notkun burðarpoka
úr plasti í reglugerð.
Gengið skrefinu lengra en
Evróputilskipunin
Með lögunum er innleidd
Evróputilskipun er lýtur að því að
draga úr notkun á burðarpokum
úr plasti. Frumvarpið gengur
þó lengra en lágmarkskröfur
tilskipunarinnar gera ráð fyrir.
Þannig ná þau til allra burðarpoka
úr plasti, óháð þykkt þeirra, m.a.
þunnu plastpokanna sem m.a. hafa
verið fáanlegir við grænmetiskæla
verslana. Lögin kveða einnig á
um að óheimilt verði að afhenda
burðarpoka úr plasti, hvort sem
er með eða án endurgjalds, á
sölustöðum vara frá og með 1.
janúar 2021, en þó tilskipunin
kveði ekki á um þetta er í henni
tiltekið að aðildarríkjum sé heimilt
að grípa til slíkra ráðstafana. Þá
eru allir burðarpokar gerðir
gjaldskyldir, óháð því úr hvaða efni
þeir eru. Þetta er gert til að reyna
að auka hlut fjölnota poka, draga
úr ofneyslu burðarpoka og koma
í veg fyrir að ein einnota neysla
færist yfir á aðra. /VH
Lögin ná til allra burðarpoka úr plasti.
Unnið að gerð skipulagsstefnu um
loftslag, landslag og lýðheilsu
Umhverfis- og auðlindaráðherra
hefur falið Skipulagsstofnun að
vinna að gerð skipulagsstefnu
um loftslag, landslag og
lýðheilsu.
Stefnan verður viðauki við
gildandi Landsskipulagsstefnu
2015–2026 sem Alþingi samþykkti
árið 2016. Þótt skipulagsgerð
sé fyrst og fremst á ábyrgð
sveitarfélaga er einnig sett fram
stefna í skipulagsmálum á landsvísu
sem mótuð er af Skipulagsstofnun
fyrir hönd umhverfis- og
auðlindaráðherra. Rík áhersla
verður lögð á víðtækt samráð við
sveitarfélög, opinberar stofnanir,
félagasamtök og almenning og
hefst því landsskipulagsferlið með
kynningar- og samráðsfundum á sjö
stöðum víðs vegar um landið. /MHH
Matvælastofnun:
Sýklalyfjaónæmi hefur greinst
í innfluttum gæludýrum
Sýklalyfjaónæmar bakteríur
greinast í gæludýrum á Íslandi og
er ónæmi algengara í innfluttum
dýrum. Algengi ESBL/AmpC
myndandi E. coli í hundum og
köttum er svipað og í kjúklingum,
svínum og lömbum á Íslandi. Um
er að ræða E. coli bakteríur sem
bera með sér gen sem hafa þann
eiginleika að mynda ónæmi gegn
mikilvægum sýklalyfjum.
Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar
segir að bakteríur sem bera þessi gen
séu líklegri til að vera fjölónæmar.
Einnig voru E. coli bendibakteríur
rannsakaðar til að meta algengi
ónæmis í viðkomandi dýrategund.
Gæludýr eru jafnan í mikilli
snertingu við eigendur sína og því
líklegt að bakteríur berist þeirra á
milli.
Fjölónæmar bakteríur
ESBL/AmpC myndandi E. coli
greindist í 5,2% sýna sem voru
tekin úr gæludýrum innanlands,
5 af 97 sýnum. Fjórir stofnar
reyndust fjölónæmir, þar af
tveir mjög fjölónæmir eða fyrir
8 sýklalyfjaflokkum. E. coli
bendibakteríur reyndust 10,4%, 5
af 48 stofnum, ónæmar fyrir einu
eða fleiri sýklalyfjum, enginn stofn
var þó fjölónæmur. Bakteríur eru
fjölónæmar ef þær eru ónæmar fyrir
þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum.
Algengi ESBL/AmpC myndandi
E. coli í innfluttum gæludýrum var
nær helmingi hærra en í gæludýrum
innanlands, eða í 9,7% sýna sem
voru tekin úr innfluttum gæludýrum
í einangrunarstöð,7 af 72 sýnum. Sex
stofnar voru fjölónæmir, þar af einn
mjög fjölónæmur, en hann reyndist
ónæmur fyrir 7 sýklalyfjaflokkum.
E. coli bendibakteríur reyndust 14%,
7 af 50 stofnum ónæmar fyrir einu
eða fleiri sýklalyfjum. Tveir stofnar
voru fjölónæmir.
Tilvist þessara stofna í þörmum
er í sjálfu sér ekki skaðleg
Matvælastofnun og Tilraunastöð
Háskóla Íslands í meinafræði
að Keldum könnuðu algengi
sýklalyfjaónæmra E. coli í hundum
og köttum á Íslandi. Verkefnið
var hluti af meistaraverkefni við
Dýralæknaháskólann í Kaupmanna-
höfn.
Kannað var algengi ESBL/
AmpC myndandi E. coli
og sýklalyfjaónæmi E. coli
bendibaktería í saursýnum
gæludýra. Sýnum var safnað úr
hundum og köttum í samvinnu við
dýralækna á höfuðborgarsvæðinu
og á Suðurnesjum. Auk þess fengust
saursýni úr hundum og köttum sem
þá dvöldu í einangrunarstöð vegna
innflutnings til landsins.
Tilgangur verkefnisins var að
kanna algengi sýklalyfjaþolinna
saurgerla, E. coli, í þarmaflóru
heilbrigðra gæludýra á Íslandi.
Saurgerlar eru náttúrulegur hluti
heilbrigðrar þarmaflóru í mönnum
og dýrum en sýklalyfjaþolnir
stofnar geta verið til staðar í
heilbrigðum einstaklingum. Þessir
ónæmu stofnar geta komið til vegna
utanaðkomandi smits frá umhverfi,
frá öðrum dýrum eða jafnvel frá
mönnum, auk ónæmismyndunar
vegna sýklalyfjanotkunar. Tilvist
þessara stofna í þörmum er í sjálfu
sér ekki skaðleg, en vandamál vegna
þeirra í meðferð sýkinga, til dæmis
þvagfærasýkinga og blóðeitrana,
hefur aukist.
Ógn við lýðheilsu
Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta
ógn við lýðheilsu í heiminum í
dag og hafa alþjóðastofnanir hvatt
þjóðir heims til að efla rannsóknir
sem nýta mætti til að stemma stigu
við þessari ógn. Aukið ónæmi
baktería fyrir sýklalyfjum veldur
vandamálum við meðferð sýkinga
og hefur þannig slæmar afleiðingar
fyrir heilsu manna og dýra, auk
þess sem það veldur auknum
kostnaði við heilbrigðisþjónustu.
Sýklalyfjaónæmar bakteríur og
ónæmisgen geta borist milli manna
og dýra til dæmis með snertingu,
í gegnum umhverfið og í gegnum
matvæli. Enn skortir þó þekkingu að
hversu miklu leyti sýklalyfjaónæmi
í mönnum kemur frá dýrum og
umhverfi og öfugt.
Skýrslu Matvælastofnunar
í heild má nálgast á heimasíðu
stofnunarinnar: http://www.
mast.is/library/Skýrslur/skyrsla_
syklalyfjaonaemi_2018v2.pdf. /VH
Gæludýr eru jafnan í mikilli snertingu við eigendur sína og því líklegt að
bakteríur berist þeirra á milli.
Hafa sungið í sama kórnum í 67 ár
Það er ótrúlegt en
dagsatt, þrír félagar
í kór Miðdalskirkju í
Bláskógabyggð hafa í
vor, eða 18. apríl, sungið
saman í kórnum í 67 ár.
Allir voru þeir hluti af
stofnfélögum kórsins.
Hér erum við að tala
um Hörð Guðmundsson,
bónda á Böðmóðsstöðum,
Guðmund Rafnar
Valtýsson, fyrrverandi
skólastjóra og kennara á Laugarvatni
og Böðvar Inga Ingimundarson,
húsasmið á Laugarvatni.
Nú eru um tuttugu í kórnum.
Stjórnandi og undirleikari er Jón
Bjarnason, organisti í Skálholti. Á
myndinni eru söngfélagarnir frá
vinstri, Hörður, Guðmundur Rafnar
og Böðvar Ingi. /MHH
Kórfélagarnir Hörður Guðmundsson, Guðmundur
Rafnar Valtýsson og Böðvar Ingi Ingimundarson.