Bændablaðið - 16.05.2019, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201912
FRÉTTIR
Leiðrétting á myndatexta
Í grein Landssamtaka skógar-
bænda í síðasta tölublaði Bænda-
blaðsins birtist meðfylgjandi
mynd, en myndatexti var ekki alls
kostar réttur.
Hið rétta er að á myndinni
er María E. Ingvadóttir að færa
Sigríði Hjartar þakklætisvott fyrir
störf í þágu Félags skógareigenda
á Suðurlandi.
Vegna misskilnings slæddist
þarna inn nafn Maríönnu Jóhanns-
dóttur, skógarbónda í Snjóholti, í
stað Maríu og eru viðkomandi
beðnar velvirðingar á þessum
mistökum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar:
Vill jöfnun raforkuverðs milli
þéttbýlis og dreifbýlis
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
samþykkti ályktun á fundi
sínum 9. maí um að beina því til
ráðherra ferðamála-, iðnaðar-
og nýsköpunar að raforkuverð í
dreifbýli og þéttbýli verði jafnað.
Í ályktuninni segir að frá því að
skipulagsbreytingar voru gerðar
á raforkukerfinu árið 2005 hafa
fyrirtæki sem annast dreifingu
á raforku í þéttbýli og dreifbýli
haft tvær mismunandi gjaldskrár,
aðra fyrir dreifingu raforku í
þéttbýli og hina fyrir dreifingu
raforku í dreifbýli. Þrátt fyrir
niðurgreiðslu frá ríkinu, með
svonefndu dreifbýlisframlagi, er
raforkuverð í dreifbýli enn hærra
en raforkuverð í þéttbýli. Frá árinu
2015 hefur dreifbýlisframlagið
verið fjármagnað með svonefndu
jöfnunargjaldi, sem er lagt á alla
almenna raforkunotkun.
Hluti af arði Landsvirkjunar
verði nýttur í niðurgreiðslur
Þá segir í ályktun sveitarstjórnar
Bláskógabyggðar:
„Til að ná fullri jöfnun
raforkuverðs fyrir alla landsmenn
er áætlað að þurfi viðbótarframlag
sem nemur um 900 milljónum á
ári. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
telur að nýta megi hluta af arði af
rekstri Landsvirkjunar sem framlag
til niðurgreiðslu raforkuverðs.
„Sveitarstjórn telur að nýta
megi hluta af arði af rekstri
Landsvirkjunar
sem framlag til
niðurgreiðslu
raforkuverðs.
Við bendum á
að í gegnum
tíðina hefur
verið rætt um
að þegar skuldir
Landsvirkjunar
hafi verið
greiddar niður muni arður af henni
nýtast í þágu landsmanna. Það liggur
beinast við að sá arður verði nýttur á
sviði raforkumála og beinlínis í þágu
landsbyggðarinnar, þar sem allar
virkjanir Landsvirkjunar standa,“
segir Helgi Kjartansson oddviti.
Tímabært að íbúar landsbyggðar
sitji við sama borð
„Tímabært er að íbúar hinna dreifðu
byggða sitji við sama borð og íbúar í
þéttbýli hvað varðar raforkuverð og
í raun hálfhjákátlegt að þeir sem búa
næst uppsprettu raforkunnar, nærri
virkjununum eða undir raflínum
sem flytja orkuna á suðvesturhornið,
skuli greiða hærra verð fyrir orkuna
en þeir sem fjær búa,“ segir í ályktun
sveitarstjórnar. /HKr./MHH
Bláskógabyggð vill að dreifbýlið njóti sama orkuverðs og þéttbýlisbúar, enda
sé uppspretta raforkunnar og nær allar virkjanir í dreifbýlinu.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga:
Landbúnaður er Sunnlendingum
sérstaklega mikilvægur
Á fundi stjórnar Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
nýverið var m.a. til umræðu
skýrsla Vífils Karlssonar, ráðgjafa
hjá Samtökum sveitarfélaga
á Vesturlandi, sem tekin var
saman um stöðu landbúnaðar
og heitir „Landfræðilegt og
efnahagslegt litróf landbúnaðar á
Íslandi - Staðbundið efnahagslegt
mikilvægi landbúnaðar á Íslandi“.
Markmið og viðfangsefni
skýrslunnar er að veita yfirlit yfir
umfang landbúnaðar í einstaka
landshlutum á Íslandi. Tilefni
viðfangsefnisins má rekja til
nokkurra atriða og tengjast breyttu
ytra umhverfi atvinnugreinarinnar
en þau helstu eru:
• Stóraukinn innflutningskvóti á
erlendum landbúnaðarafurðum
– einkum fersku kjöti.
• Aukin áhersla og meðvitund
á tengsl landbúnaðar og
loftslagsmála ásamt annarra
áskorana í umhverfis- og
auðlindamálum.
• Versnandi afkoma innan
landbúnaðarins og horfur
– einkum í sauðfjárrækt og
minkarækt.
• Endurskoðun á samningum um
starfsskilyrði ýmissa búgreina.
Á fundinum ályktaði stjórn SASS um
mikilvægi landbúnaðar á Suðurlandi
með eftirfarandi bókun með vísan í
nýframkomið frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 25/1993 um
dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim,
lögum nr. 93/1995 um matvæli og
lögum nr. 22/1994 um eftirlit með
fóðri, áburði og sáðvöru að lögum
verður innflutningur heimilaður á
ófrystu kjöti.
„Stjórn SASS verkur sérstaka
athygli á efnahagslegu mikilvægi
landbúnaðar á Suðurlandi og að bein
og óbein áhrif hans í landshlutanum
eru samfélaginu afar mikilvæg
auk þess sem landbúnaður hefur
líka mikil áhrif á vöxt og viðgang
annarra atvinnugreina. Verði
frumvarpið að lögum er mikilvægt
að landbúnaðarvörur verði merktar
upprunalandi með tryggum hætti og
að sömu kröfur gildi við framleiðslu
innlendra landbúnaðarvara og
þeirrar innfluttu, t.d. varðandi
aðbúnað og lyfjagjöf. Í ljósi
mikillar umræðu um neikvæð áhrif
innflutnings á ófrystu kjöti á búfénað
og lýðheilsu er mikilvægt að þau séu
metin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Einnig er mikilvægt að viðhalda
varnarlínum þannig að hægt verði að
vernda ákveðin svæði ef upp koma
sjúkdómar.“ /MHH
Eva Harðardóttir, oddviti Skaftár-
hrepps og formaður stjórnar SASS,
sem segir sunnlenskan landbúnað
mjög mikilvægan fyrir landshlutann.
Mynd / MHH
Rangárþing ytra:
Kanna samstarf um
kolefnisjöfnun
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
Rangárþings ytra fundaði
nýlega með Landgræðslustjóra
og starfsfólki Landgræðslunnar
um mögulegt samstarf í
umhverfismálum, aðallega
sem snúa að kolefnisspori
sveitarfélagsins og möguleikum
til þess að minnka það og jafna út.
Niðurstaða fundarins var sú að
miklir möguleikar væru til samstarfs
en fyrsta skrefið væri að láta reikna
út kolefnissporið af til þess bærum
aðilum. Einnig var rætt um annað
mögulegt verkefni sem snýr að
uppgræðslu á landi sveitarfélagsins
á Strönd í samstarfi við Sorpstöð
Rangárvallasýslu Þar gætu verið
möguleikar að nýta moltu nú þegar
hafist verður handa við að safna
lífrænum úrgangi í sýslunni. Ágúst
hefur í kjölfar fundarins kannað
hvað það myndi kosta að reikna út og
meta kolefnisspor sveitarfélagsins.
Kostnaður fer eftir útfærslu en
reikna má
með 30-50
klukkustunda
v i n n u
sérfræðings
við slíkt
verk. Þess
ber að geta
að Samtök
sunnlenskra
sveitarfélaga
(SASS) hefur
hrundið af
stað verkefni
um að meta
kolefnisspor
Suðurlands en ekki er ljóst hvenær
því verki mun ljúka. Sveitarstjórn
Rangárþings ytra hefur samþykkt
að fela Ágústi sveitarstjóra að
útfæra verkefni um útreikning
á kolefnisspori vegna starfsemi
sveitarfélagsins og leggja
verkefnaáætlun fyrir næsta fund
byggðarráðs til staðfestingar. /MHH
Ágúst Sigurðsson,
sveitarstjóri Rangár-
þings ytra.
Jákvæð umskipti hjá Húsavíkurhöfn:
Mikil gróska í hvala-
og náttúruskoðun
„Það er oft mjög mikið
líf hér við höfnina og þá
sérstaklega á sumrin,
suma daga liggja skip
á öllum hafnarköntum
og margt fólk á ferli á
hafnarsvæðinu,“ segir
Þórir Örn Gunnars-
son, hafnarstjóri í
Húsavíkurhöfn. Mikil
umskipti hafa orðið þar
á bæ undanfarin misseri,
eftir nokkurt tímabil
ládeyðu fór heldur betur
að lifna við.
Þórir Örn segir að ferðaþjón-
ustu fyrirtæki á svæðinu hafi
vaxið og dafnað undanfarin
ár, nú séu til að mynda um 20
farþegabátar sem geri út á hvala-
og náttúruskoðun frá höfninni og
því fylgi eðliega mikil umsvif
og líf. „Það hefur verið mikil
gróska í þessari grein og með
miklu og góðu markaðsátaki
hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum
og öðrum þeim sem stunda
ferðaþjónustu á svæðinu er orðið
talsvert um vetrarferðamennsku á
svæðinu. Hvalaskoðunarvertíðin
er nánast farin að ná saman og
það er mjög jákvætt,“ segir hann.
Jákvæð innspýting varð einnig í
samfélagið með opnun Sjóbaðanna á
Húsavíkurhöfða og styðja þau vel við
hótel- og veitingarekstur á Húsavík.
„Húsvíkingar eru almennt jákvæðir
gagnvart þessari uppbyggingu,
auknum umsvifum við höfnina og
heimsóknum ferðamanna,“ segir
Þórir Örn.
Heildarskipakomur í ár um 110
Viðsnúningur hvað höfnina varðar
hófst á árinu 2016 þegar uppbygging
hófst á Bakka og Þeistareykjum, þá
fóru að koma fleiri skip með vörur
og búnað vegna hennar. Á sama tíma
fjölgaði komum skemmtiferðaskipa
til muna. Þau voru á bilinu 3 til 4 á
sumri og svipaður fjöldi farmskipa,
en í fyrra kom 41 skemmtiferðaskip
og 64 farmskip til Húsavíkur. „Við
eigum von á að heildarskipakomur
til Húsavíkur verði um 110 á þessu
ári. Nú eru hafnar reglubundnar
skipakomur fyrir PCC á Bakka og
Eimskip er einnig með reglulegar
strandsiglingar til Húsavíkur allt árið
með stórauknum möguleikum fyrir
fyrirtæki á svæðinu. Strandsiglingum
til Húsavíkur var hætt þegar rekstri
Kísiliðjunnar var hætt á sínum
tíma og það hafði umtalsverð áhrif
á rekstur hafnarinnar og á önnur
fyrirtæki á okkar svæði,“ segir Þórir
Örn.
Hann segir að rekstur
hafnarinnar hafi því
gjörbreyst frá því sem
áður var, en ekki megi
gleyma því að auknum
umsvifum fylgi einnig
aukinn rekstrarkostnaður.
„ K o s t n a ð u r v i ð
uppbyggingu hafnarinnar
er umtalsverður og
því mikilvægt að bæta
um betur og fjölga
hafnsæknum verkefnum á
svæðinu til að auka tekjur
hafnarinnar enn frekar og
að nýta iðnaðarsvæðið á Bakka og
þá fjárfestingu sem ráðist var í við
að byggja það iðnaðarsvæði upp.“
Sjávarútvegur mikilvægur
Þórir Örn segir að sjávarútvegur sé
mikilvægur á Húsavík, erfiðleikar
hafi steðjað að atvinnugreininni
þar, líkt og annars staðar á landinu,
og fiskibátum fækkað mikið. „Það
er þó enn öflugur gangur í stærsta
fyrirtækinu hér, GPG, bæði á
Húsavík og Raufarhöfn og það
eru hér líka nokkrir harðjaxlar
sem ekki beygja sig þótt á móti
blási í smábátaútgerðinni, þetta
eru íslenskir sjómenn sem haga
seglum eftir vindi og laga sig að
breyttum aðstæður hverju sinni,“
segir hafnarstjórinn. Hann bætir
við að löndun sjávarafla auki enn
frekar við fjölbreytt lífið við höfnina,
en það hafi sýnt sig að ferðamenn
hafi mikinn áhuga á að fylgjast með
þegar bátar koma að landi. /MÞÞ
Oft er mikið líf við Húsavíkurhöfn, einkum á sumrin, suma
daga liggja skip á öllum hafnarköntum og margt fólk á ferli
á hafnarsvæðinu.
Helgi Kjartansson.