Bændablaðið - 16.05.2019, Side 34

Bændablaðið - 16.05.2019, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201934 UTAN ÚR HEIMIFURÐUVÉLAR&FARARTÆKI Rússar framleiða kannski ekki stærstu jarðýtur í heimi, en samt alveg þokkalegar vélar eins og Chetra T40 sem er þeirra stærsta ýta. Rússar selja Chetra til meira en 30 landa í Suður-Ameríku, Mið- Austurlöndum, Suðaustur-Asíu og á heimamarkaði í Rússlandi og í Úkraínu, Kasakstan, Kyrgyzstan og í Úsbekistan. Chetra er einn af stærstu framleiðendunum í Rússlandi í smíði stórra vinnuvéla. Framleiðir fyrirtækið níu gerðir af jarðýtum frá 150 og upp í 590 hestöfl. Minnsta ýtan er Chetra T6, sem er 9,4 tonn að þyngd. Vökvakerfið kemur frá evrópskum og amerískum framleiðendum. Vökvaskiptur gírkassi léttir mönnum líka störfin svo ekki þarf nein vöðvastælt heljarmenni til að stjórna þessum gripum. Miðað er við að vélarnar séu líka auðveldar í viðhaldi og einfalt að gera við þær. Vegur nær 65 tonn Chetra T40 vegur 64.600 kg með tönn og ripper. Jarðvegsþrýstingur á hefðbundnum 71 sentímetra breiðum beltum er 1,17 kg á fersentímetra sem er heldur minna en Chetra T25 sem er 16 tonnum léttari vél, en hún er líka á 10 sentímetra mjórri beltum. Chetra T40 er með Cummins QSK19-C650 mótor sem skilar 435 kílówöttum (kW), eða 590 hestöflum. Lengdin á vélinni er 6.050 millimetrar (6,05 metrar) og breiddin er 3.296 mm, eða 3,2 metrar. Hæðin er 4.250 mm. Pólverjar með svipaða vél Mjög sambærileg jarðýta í stærð og gerð er Dressta TD-40E Extra frá fyrirtækinu Liugong Dressta Machinery, sem framleiddar eru í Stalowa Wola verksmiðjunum í Póllandi. Tæki frá þessu fyrirtæki eru seld í Mið-Evrópu undir nafninu Huta Stalowa Wola (HSW). Dressta TD-40E er einnig með Cummins mótor, en heldur kraftminni, eða 515 hestöfl. Hún er samt örlítið stærri en sú rússneska, eða 67,7 tonn og telst vera fimmta stærsta jarðýta í heimi. Til samanburðar er stærsta ýta heims hin japanska Komatsu D575A-3SD, nær 152 tonn að þyngd og með 1.150 hestafla vél. Hin rússneska Chetra T40 nær því ekki að vera hálfdrættingur á við þennann risa frá Komatsu, hvorki í þyngd né afli. Stærsta ýta Bandaríkjamanna er Caterpillar D11R, sem er tæp 113 tonn og með 935 hestafla mótor. /HKr. Chetra T40 er stærsta jarðýtan sem framleidd er í Rússlandi og er tæp 65 tonn að þyngd. Rússar vel gjaldgengir í framleiðslu á jarðýtum AIRPod 2.0 er þróaður af MDI (www.mdi.lu) og á að leysa úr þörfum fyrir mengunarlaus lítil ökutæki í borgum. AIRPod 2.0 á Bandaríkjamarkað: Gengur fyrir lofti Zero Pollution Motors (ZPM) er ökutækja- framleiðandi í Lúxem- borg sem hyggst nú leggja undir sig markað í Banda- ríkjunum. Það á gera með sölu á örbílunum AIRPod sem ganga á loftinu einu saman. Þá eru þeir byggðir að hluta úr náttúrulegum líntrefjum. Nei, þetta er engin falsfrétt og reyndar hafa ýmsir glímt við að búa til bíla sem ganga fyrir þjöppuðu lofti og engu öðru. Meira að segja á Íslandi hafa verið gerðar slíkar tilraunir fyrir áratugum síðan. Þar var að verki aflraunamaðurinn Reynir Örn Leósson, sem breytti venjulegum bensínknúnum Skoda í loftknúið farartæki. Tata bílaverksmiðjurnar á Indlandi hafa líka fengist við svipað verkefni með framleiðslu á Tata/MDI One Cat. Upprunann má reyndar rekja til franska fyrirtækisins Motor Development International SA sem skammstafað er MDI. Smíðaði það svonefndan Air Car sem síðar fékk nafnið OneCAT Air Car og var svo endurnefndur OneFlowAIR. Hann var sýndur á New York bílasýningunni í Chrystal Palace sýningarhöllinni 2008 undir skilti sem á stóð „Autiomotive X-Prixe“. Stofnandi fyrirtækisins heitir Guy Nègre og var hönnuður upphaflegu aflvélarinnar, en hann lést 24. júní 2016. AIRPod 2.0, sem er þróaður af MDI (www.mdi.lu), á að leysa úr þörfum fyrir mengunarlaus lítil ökutæki í borgum. Ekki sakar að hönnunin þykir afar framúrstefnuleg og ekki þarf merkilegri búnað en loftþjöppu til að dæla „eldsneyti“ á bílinn. Svo á ökutækið að vera ódýrt í innkaupum og rekstri. Ef allt gengur upp er áætlað að hefja framleiðslu nú á vordögum. Er þetta sagður fyrsti bíllinn sem gengur fyrir þrýstilofti sem boðinn er til sölu á almennum markaði í Bandaríkjunum. MDI hefur sýnt ýmsar gerðir af loftknúnum bílum og má þar nefna MDI AirPod sem sýndur var á bílasýningu í Genf 2009. Þar var einnig sýndur stærri bíll sem kallaður var MDI OneFlowAir. /HKr. AIRPod 2.0 þykir afar framúrstefnulegt farartæki. MDI AirPod á sýningu 2009. Þótt Rússar framleiði þokkalega stórar jarðýtur, þá er samt ekkert sem slær út Komatsu D475D-5E0 frá Japan. Hún er meira en tvöfalt þyngri og kraftmeiri en stærsta ýta Rússa. KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is Fáið sent frítt eintak með því að hafa samband í síma: 577 1000, í gegnum facebook eða með tölvupósti á info@khvinnufot.is Vörubæklingurinn er 80 bls. í A5 broti. Nýr vörubæklingur 2019 4 - MULTINORM 24 - 27 1 - VINNUFÖT 4 - 17 5 - SÝNILEIKI 28 - 37 2 - REGNFÖT 18 - 21 6 - SKÓR & STÍGVÉL 38 - 47 3 - KULDAFÖT 22 - 23 7 - HANSKAR 48 - 55 8 - ÖRYGGISVÖRUR 56 - 65 9 - MATVÆLAIÐNAÐUR 66 - 67 10 - NÝJAR VÖRUR 68 - 71 11 - ANNAÐ 72 - 79 KH VINNUFÖT - VÖRUBÆKLINGUR

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.