Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201936
Flóra Madagaskar er ólík flóru
allra annarra landa í heimi og
reyndar svo ólík að þar finnast
um 12.000 tegundir plantna og
um 83% þeirra eiga sér náttúruleg
heimkynni á eyjunni og finnast
ekki villtar annars staðar. Af
öllum þessum fjölda eru baobab-
plönturnar við Avenue des Baobab
líklega þekktastar.
Á Madagaskar finnast yfir 900
tegundir brönugrasa og um 200
tegundir pálma. Ferðamannapálminn
er einstakur vegna blævængslaga
blaðbyggingar en nafnið er tilkomið
vegna þess að ferðamenn svöluðu
þorsta sínum á vatni sem safnaðist
fyrir í pollum í blaðöxlum plöntunnar.
Skógareyðing á Madagaskar er ein
sú mesta og alvarlegasta í heiminum
og vegna eyðingar náttúrulegra
skóga eyðast búsvæði innlendra
dýra og plantna. Í kjölfar eyðingar
innlendu skóganna hefur víða verið
plantað innfluttum tegundum eins og
Evrópufuru, sem dafnar vel í landinu,
og er nú svo komið að víða er litið á
hana sem ágangategund.
Hrísgrjón, maís, sykurreyr, yam,
taro og vanilla, sem allt eru innfluttar
tegundir, eru helstu nytjajurtir
innfæddra. Þrjá fyrstu tegundirnar
eru ræktaðar til matar en vanilla er
helsta útflutningsvara landsins og
fáséð á innanlandsmarkaði. Auk
þess sem í landinu er ræktaður fjöldi
algengra og framandi ávaxta- og
grænmetistegunda.
Þykkblöðungar en ekki tré
Ólíkt því sem margir telja og heitin
baobab-tré eða apabrauðstré vísa til
flokka grasafræðingar baobab ekki
sem tré heldur sem þykkblöðunga,
reyndar með allra stærstu
þykkblöðungum sem vissulega
líkjast trjám í útliti.
Þykkblöðungar eru plöntur sem
hafa aðlagast þurrum svæðum Afríku
á svipaðan hátt og kaktusar aðlagast
eyðimerkurloftslagi Mið-Ameríku.
Tvær ættir plantna sem hafa þróast
á svipaðan hátt til að aðlagast
svipuðum umhverfisaðstæðum í
tveimur heimsálfum.
Baobab finnst villt á gresjum
landa í Afríku sem liggja sunnan
Saharaeyðimerkurinnar, eyjunni
Madagaskar og í Ástralíu. Í grein
Skarphéðins G. Þórissonar, Baobab
– apabrauðstré í Afríku, í bókinni
Á sprekamó, sem gefin var út árið
2005 til heiðurs Helga Hallgrímssyni
á sjötugsafmæli hans, segir að
talið sé að baobab-fræ hafi borist
sjóleiðina frá Afríku eða Madagaskar
til Ástralíu. Þar hafa afkomendur
fræsins eða fræjanna þróast sem
sértegund.
Til skamms tíma
töldust tegundir
innan ættkvíslarinnar
Adansonia, en svo
kallast ættkvíslin sem
baobab tilheyrir á latínu,
vera átta en rannsókn frá
2012 segir tegundirnar
vera níu. Sex þeirra,
Adansonia grandidieri,
A. madagascariensis, A.
perrieri, A. rubrostipa A.
suarezensis og A. za, eru
upprunnar og finnast
villtar á Madagaskar og
eru fimm þeirra taldar í
útrýmingarhættu vegna
breytinga á kjörlendi
þeirra. Ein tegund,
A. gregorii, finnst í
Ástralíu. Tegundin A.
digitata er algengasta
baobab-tegundin á
meginlandi Afríku.
Árið 2012 var A. kilima
greind sem sértegund
sem vex í sunnan- og
vestanverðri Afríku.
Ekki eru allir sammála
þessari greiningu og
telja að A. kilima sé
einungis staðbrigði af
A. digitata.
Latnskt hei t i
ættkvíslarinnar Adans-
onia er til heiðurs franska
náttúrufræðingnum
Michel Adamson, sem
var uppi 1727 til 1806
og fyrstur manna lýsti
A. digitata. Heitið baobad kemur
þýðir faðir margra fræja.
Risastór vatnstankur
Stærð og útlit baobab er ólíkt eftir
tegundum. Hæð þeirra er frá 5 og
upp í 40 metrar og breidd stofnsins
GRÓÐUR JARÐAR
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is
Morgunn við Avenue des Baobab. Myndir / VH.
Fyrsta baobabið sem ég sá. Fjandans hippi.