Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 44

Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201944 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Holdanautakynið Aberdeen Angus kemur upprunalega frá norðausturhluta Skotlands og eru gripirnir yfirleitt svartir og kollóttir. Almennt eru þeir frekar lágvaxnir en þéttbyggðir og kynið er þekkt fyrir góða reynslu við mismunandi loftslagsskilyrði ólíkra landa. Kjötgæði eru rómuð og kjötnýting mjög góð. Aberdeen Angus hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs og í Noregi er lögð rík áhersla á þessa þætti í ræktunarmarkmiðum. Auk þess er lög mikil áhersla á góða móðureiginleika, mjólkurlagni og léttan burð, og mikil kjötgæði. Við val á fósturvísum til uppsetningar hérlendis var sérstaklega horft til nauta sem gefa góða móðureiginleika til uppbyggingar á Angus- holdanautastofni hérlendis. Feður þeirra nauta sem hér eru kynntir eru tveir, Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033. Li‘s Great Tigre, f. 3. janúar 2011 hjá Steinar Schanke, Marifjøra í Sogndal. Þetta er alhliða kynbótanaut sem gefur tæplega meðalstóra kálfa með léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, móðureiginleikar góðir, sem og framleiðslueiginleikar. Holdfylling er mjög góð. First Boyd fra Li, f. 15. janúar 2010 hjá Steinar Schanke, Marifjøra í Sogndal. First Boyd gefur létta burði, bæði hjá kúm og kvígum, góða vaxtargetu og mikla átgetu ásamt góðri flokkun sláturgripa. Mæðraeiginleikar dætra hans, þ.e. gangur burðar og mjólkurlagni, er ekki eins góð og hjá dætrum Li‘s Great Tigre. Til samanburðar við tölur um vöxt gripa á Stóra-Ármóti má nefna að Aberdeen Angus gripir á uppeldisstöðinni á Staur í Noregi voru að vaxa um 1.292-1.666 g/ dag við uppgjör í apríl 2019. Í þeim hópi voru m.a. synir Li‘s Great Tigre NO74039. Þá má nefna að þau Angus naut sem staðið hafa til boða hérlendis um árabil, Angi 95400, Álfur 95401 og Arður 95402, náðu 966-1.280 g. vexti á dag fyrstu 12 mánuði ævinnar. Fæddur 30. ágúst 2018 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. F. Li‘s Great Tigre NO74039 M. Letti av Nordstu NO100514 Ff. Hf El Tigre 28U CA1469322 Mf. Dunder av Bognes NO74025 Fm. Elise fra Li NO30822 Mm. Janne av Nordstu NO39302 Fff. Hf Kodiak CA1274305 Mff. Apollo av Nordstu NO74014 Ffm. Hf Echo CA1274314 Mfm. Embla av Bognes NO20230 Fmf. Betong av Dagrød NO74017 Mmf. Hubert av Nordstu NO58979 Fmm. Signe fra Li NO26111 Mmm. Ulla av Nordstu NO20257 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur með sérlega miklar útlögur, bakið breitt og holdfyllt sem og malir. Holdfylling í lærum mikil og góð. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Ákaflega holdmikill og fallegur gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 40 kg. Við vigtun 2. maí 2019 vóg Vísir 418 kg og hafði því vaxið um 1.543 g/dag frá fæðingu. Vísir hefur alla tíð sýnt mikla og góða vaxtargetu. Fæddur 3. september 2018 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. F. Li‘s Great Tigre NO74039 M. Letti av Nordstu NO100514 Ff. Hf El Tigre 28U CA1469322 Mf. Dunder av Bognes NO74025 Fm. Elise fra Li NO30822 Mm. Janne av Nordstu NO39302 Fff. Hf Kodiak CA1274305 Mff. Apollo av Nordstu NO74014 Ffm. Hf Echo CA1274314 Mfm. Embla av Bognes NO20230 Fmf. Betong av Dagrød NO74017 Mmf. Hubert av Nordstu NO58979 Fmm. Signe fra Li NO26111 Mmm. Ulla av Nordstu NO20257 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur með miklar útlögur, bakið breitt og holdfyllt. Holdfylling á mölum og í lærum mikil. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Fallegur gripur með mikla holdfyllingu. Umsögn: Fæðingarþungi var 42 kg. Við vigtun 2. maí 2019 vóg Týr 400 kg og hafði því vaxið um 1.481 g/dag frá fæðingu. Týr hefur ávallt sýnt mikla og góða vaxtargetu. Fæddur 12. september 2018 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. F. First Boyd fra Li NO74033 M. Lita av Høystad NO49747 Ff. Boyd Next Day US15347911 Mf. Horgen Erie NO74029 Fm. Nn. fra Li NO29125 Mm. Nn. av Høystad NO32325 Fff. Boyd N D US13050780 Mff. Horgen Bror NO55754 Ffm. Boyd H. US14384341 Mfm. Horgen Soria NO27377 Fmf. Kronb. Apollo NO55344 Mmf. Kronb. Traveler NO74019 Fmm. Frøya av Li NO18124 Mmm. Nn. av Høystad NO29197 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með mikla holdfyllingu í baki, mölum og lærum. Malirnar breiðar og ákaflega vel gerðar. Fótstaða ákaflega bein, sterkleg, rétt og gleið. Mjög langvaxinn og vel gerður gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 43 kg. Við vigtun 2. maí 2019 vóg Draumur 436 kg og hafði því vaxið um 1.694 g/dag frá fæðingu. Draumur sýnir greinilega þá miklu og góðu vaxtargetu sem faðir hans er þekktur fyrir. Fæddur 14. september 2018 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. F. Li‘s Great Tigre NO74039 M. Lara av Høystad NO49943 Ff. Hf El Tigre 28U CA1469322 Mf. Ivar fra Li NO74047 Fm. Elise fra Li NO30822 Mm. Helle av Høystad NO 34418 Fff. Hf Kodiak CA1274305 Mff. Blue & Gray Jackson 90V US15974345 Ffm. Hf Echo CA1274314 Mfm. Nn. fra Li NO29125 Fmf. Betong av Dagrød NO74017 Mmf. Apollo av Nordstu NO74014 Fmm. Signe fra Li NO26111 Mmm. Nn. Av Høystad NO27095 Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Ágætlega boldjúpur með miklar útlögur, bakið breitt og holdfyllt. Holdfylling á mölum og í lærum ákaflega mikil. Fótstaða sterkleg, rétt og gleið. Mjög vel gerður og fallegur gripur á velli. Umsögn: Fæðingarþungi var 48 kg. Við vigtun 2. maí 2019 vóg Baldur 348 kg og hafði því vaxið um 1.304 g/dag frá fæðingu. Baldur hefur ætíð sýnt jafngóða og mikla vaxtargetu en var tekinn hálfs mánaðar gamall undan móður sinni. Við það dró úr vexti hans tímabundið. Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svartur, kollóttur. Boldjúpur og útlögumikill með breitt og holdfyllt bak. Malir vel gerðar og holdfylltar, lærahold mikil og góð. Fótstaða bein, sterkleg, rétt og gleið. Fallegur og vel gerður gripur. Umsögn: Fæðingarþungi var 47 kg. Við vigtun 2. maí 2019 vóg Bætir 354 kg og hafði því vaxið um 1.335 g/dag frá fæðingu. Bætir hefur frá fæðingu sýnt jafna og góða vaxtargetu en var tekinn hálfs mánaðar gamall undan móður sinni. Við það dró úr vexti hans tímabundið. Angus-holdanaut frá NautÍs Fæddur 14. september 2018 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti. F. Li‘s Great Tigre NO74039 M. Lara av Høystad NO49943 Ff. Hf El Tigre 28U CA1469322 Mf. Ivar fra Li NO74047 Fm. Elise fra Li NO30822 Mm. Helle av Høystad NO 34418 Fff. Hf Kodiak CA1274305 Mff. Blue & Gray Jackson 90V US15974345 Ffm. Hf Echo CA1274314 Mfm. Nn. fra Li NO29125 Fmf. Betong av Dagrød NO74017 Mmf. Apollo av Nordstu NO74014 Fmm. Signe fra Li NO26111 Mmm. Nn. Av Høystad NO27095 Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt mundi@rml.is adnBæ 29. íma Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 45,6% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 20,4% 45,6% á landsbyggðinniá höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.