Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 33 Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur Smalahundafélag Íslands: Metþátttaka á landsmóti á Langanesi Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið á Hallgils stöðum á Langanesi helgina 24.–25. ágúst. Þetta mót fer í sögubækurnar þar sem metþátttaka var á mótinu, eða 25 hundar. Eins og venjulega var keppt í þremur flokkum, A-flokki, B-flokki og Unghundaflokki. Níu hundar kepptu í unghundaflokki, þrír í B-flokki og 13 hundar í A-flokki. Mótið tókst með miklum ágætum. Austurlandsdeild Smala hunda­ félagsins hélt um það af miklum myndarskap. Veðrið setti þó reyndar mark sitt leiðinlega mikið á þessa daga en kalt var í veðri og vætusamt fyrri daginn og hvasst þann seinni. Engu að síður voru allir sáttir að móti loknu. Dómgæsla var í höndum Gunnars Einarssonar frá Daðastöðum og Sverris Möllers frá Ytra­ Lóni en þeir hlupu í skarðið þar sem Englendingurinn Edward Thornally forfallaðist á bókstaf lega síðustu stundu. Austurlandsdeild Smalahundafélagsins vill koma á framfæri kærum þökkum til Gunnars og Sverris. Gunnar var einnig gerður að heiðursfélaga í Smalahundafélagi Íslands á meðan á móti stóð en óhætt er að segja að framlag hans til smalahundagreinarinnar á Íslandi sé mikið og án hans ósennilegt að greinin væri á þeim stað sem hún er í dag. Úrslit voru eftirfarandi: Unghundaflokkur: 1. Maríus Snær Halldórsson og Fríða frá Hallgilsstöðum 1. 2. Svanur Guðmundsson og Skessa frá Dalsminni. 3. Krzystof Krawczyk og Loki frá Hallgilsstöðum 1. B-flokkur. 1. Krzystof Krawczyk og Tígull frá Hallgilsstöðum 1. 2. Björn Jóhann Steinarsson og Skriða frá Skriðu. 3. Sigurður J. Hermannsson og Táta frá Skriðu. A-flokkur. 1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi. 2. Jens Þór Sigurðsson og Groesfaen Nap frá Bretlandi. 3. Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 1. /ajh Sigurvegarar í A-flokki, talið frá vinstri: Jens Þór Sigurðsson og Groesfaen Nap frá Bretlandi, sem lentu í öðru sæti. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi sem hrepptu fyrsta sætið og Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 1 urðu í þriðja sæti. Myndir / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Þessir hlutu heiðursverðlaun mótsins, Aðalsteinn Aðalsteinsson, formaður Smalahundafélags Íslands, og dómari mótsins, Gunnar Einarsson frá Daðastöðum. Íslandsmeistarinn Aðalsteinn Aðalsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.