Bændablaðið - 12.09.2019, Qupperneq 33

Bændablaðið - 12.09.2019, Qupperneq 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. september 2019 33 Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur Smalahundafélag Íslands: Metþátttaka á landsmóti á Langanesi Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið á Hallgils stöðum á Langanesi helgina 24.–25. ágúst. Þetta mót fer í sögubækurnar þar sem metþátttaka var á mótinu, eða 25 hundar. Eins og venjulega var keppt í þremur flokkum, A-flokki, B-flokki og Unghundaflokki. Níu hundar kepptu í unghundaflokki, þrír í B-flokki og 13 hundar í A-flokki. Mótið tókst með miklum ágætum. Austurlandsdeild Smala hunda­ félagsins hélt um það af miklum myndarskap. Veðrið setti þó reyndar mark sitt leiðinlega mikið á þessa daga en kalt var í veðri og vætusamt fyrri daginn og hvasst þann seinni. Engu að síður voru allir sáttir að móti loknu. Dómgæsla var í höndum Gunnars Einarssonar frá Daðastöðum og Sverris Möllers frá Ytra­ Lóni en þeir hlupu í skarðið þar sem Englendingurinn Edward Thornally forfallaðist á bókstaf lega síðustu stundu. Austurlandsdeild Smalahundafélagsins vill koma á framfæri kærum þökkum til Gunnars og Sverris. Gunnar var einnig gerður að heiðursfélaga í Smalahundafélagi Íslands á meðan á móti stóð en óhætt er að segja að framlag hans til smalahundagreinarinnar á Íslandi sé mikið og án hans ósennilegt að greinin væri á þeim stað sem hún er í dag. Úrslit voru eftirfarandi: Unghundaflokkur: 1. Maríus Snær Halldórsson og Fríða frá Hallgilsstöðum 1. 2. Svanur Guðmundsson og Skessa frá Dalsminni. 3. Krzystof Krawczyk og Loki frá Hallgilsstöðum 1. B-flokkur. 1. Krzystof Krawczyk og Tígull frá Hallgilsstöðum 1. 2. Björn Jóhann Steinarsson og Skriða frá Skriðu. 3. Sigurður J. Hermannsson og Táta frá Skriðu. A-flokkur. 1. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi. 2. Jens Þór Sigurðsson og Groesfaen Nap frá Bretlandi. 3. Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 1. /ajh Sigurvegarar í A-flokki, talið frá vinstri: Jens Þór Sigurðsson og Groesfaen Nap frá Bretlandi, sem lentu í öðru sæti. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá Bretlandi sem hrepptu fyrsta sætið og Maríus Snær Halldórsson og Elsa frá Hallgilsstöðum 1 urðu í þriðja sæti. Myndir / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Þessir hlutu heiðursverðlaun mótsins, Aðalsteinn Aðalsteinsson, formaður Smalahundafélags Íslands, og dómari mótsins, Gunnar Einarsson frá Daðastöðum. Íslandsmeistarinn Aðalsteinn Aðalsteinsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.