Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 2
Frá ritstjóra
Fimmta ár Fréttabréfsins er upp runnið. Ekki er það ætlan
ritstjóra að dæma um hversu til hefur tekizt, en með þessu
tölublaði nú fyllir Fréttabréfið frá upphafi 564 síður. En magn og
gæði fara ekki alltaf saman og því segir þessi tala harla lítið um
efnisgæði. Hins vegar mun því vart neitað að margan
fróðleiksmola má finna á blaðsíðum þessum m.a. um öll félög
bandalagsins, en í þessu tölublaði eru einmitt kynnt þau tvö
félög, er síðast gengu í bandalagið. Geymd þessa fróðleiks á
einum vísum stað er til góðs upp á framtíðina. Það er líka rétt nú
enn einu sinni að ítreka að Fréttabréfið fer ókeypis út til allra
félagsmanna í aðildarfélögum okkar, svo og á nokkra valda
staði, þar sem ástæða þykir til að Fréttabréfið liggi frammi.
Fréttabréfið fer nú til á tólfta þúsund aðila, þannig að útbreiðsla
þess er allmikil. En einnig það segir fátt um efnisgæði. Ymsir
sakna meiri og ítarlegri faglegrar umfjöllunar, aðrir segja að ekki
sé nógu mikið um það fjallað, hversu erjað er úti á akrinum.
Hvoru tveggja er ugglaust alveg rétt, en þar á ritstjóri einn alla
ábyrgð. Hins vegar finnst honum hann oft vera fjarska einn um
alla efnisöflun, því afar fáir eru þeir, sem af sjálfsdáðum leggja
honum lið hér utan veggja. En góðar undantekningar sanna
slæma reglu. Enn skal því sú áskorun ítrekuð hér að menn liggi
ekki á góðu efni, sem kærkomið væri að koma á framfæri við
þessa rúmlega ellefu þúsund lesendur. Nokkuð hefur verið að
því fundið, aðenn skuli fyrirbæriðheita Fréttabréf, því alla vega
sé það löngu vaxið upp úr því heiti. Ritstjóra þykir býsna vænt
um þessa umræðu alla, því öll gagnrýni er góð, ef hún er af
velvild fram borin og sýnir þá það eitt að ekki er öllum alveg
sama. Það er nokkur huggun, þegar erfiðleikar við efnisöflun eru
úr hófi fram. Lesendum sínum árnar Fréttabréfið nú árs og friðar
og sú von býr að baki að betur megi gera nú þegar djarfar fyrir
fimm ára afmælinu. En til þess þarf vissulega aðstoð sem allra
flestra að Fréttabréfið megi vera allt í senn: öflugur málsvari,
ötull fræðari og örlítill gleðigjafi.
EFNISYFIRLIT Frá ritstióra 2 Re.rrrmíil hupans 28
Velferð á varanlegum grunni , 3 FEPEDA „1 29
Af Félagi nýrnasjúkra 4 Aðalfundur FOSH 31
Blindravinafélag Islands 60 ára 5 Eitt Hrafnsins hugarflug 32
Rætt við forystu MS-félagsins 6 Mannréttindabrot á öryrkjum 33
Hlerað í hornum „7-11-13-27 Tíðindi frá Geðhjálp 33
Hvernig varð Kirkja heyrnarlausra til? . 8 Ur lögum um fatlaða Bandaríkjamenn 34
Þrífótur á hækjur 9 Þjóðmálakönnun Þroskahjálpar 35
Af stjórnarvettvangi 10 Lokayl irlýsing 36
Frá Sambandi verndaðra vinnustaða .... 12 Ættfræði 37
Sambýli fyrir blinda og sjónskerta 14 Avarp flutt við afhendingu jólatrés 38
Nokkur orð um Almannaheill 15 Aðeins eitt líf... 38
Yfirlýsing Almannaheilla 17 Samstöðuhátíð Ö.B.I. á aðventu 39
Umsjónarfélag einhverfra 18 Heilabilun —fræðslurit Ö.í. og F.A.A.S 39
Lottó á Islandi 5 ára 20 Fjárlög 1992 40
Lottó-molar frá liðinni tíð 21 Hugleiðingar sjúklings 42
Grensásdeild 22 Hvíslað að vindinum 41
Gengið um Grensásdeild 24 I brennidepli 42
Hjálmar Vilhjálmsson 28 Af Mobility International 44
fvéttabréf
ÖRYRKJABANDALAGS
ÍSLANDS
1. TÖLUBLAÐ 1
5. ÁRGANGUR 1992 !
í 4 3 0.13
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Helgi Seljan
Setning, útlit og umbrot:
Guðmundur Einarsson
Prentun:
Prentsmiðjan
Gutenberg h.f.
Ljósmynd á forsíðu:
Björn G. Eiríksson
Ljósmyndir aðrar:
Hafliði Hjartarson,
Sigurður Jónsson og ýmsir.