Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 3
Jóhann Pétur Sveinsson form. Sjálfsbjargar:
Velferð á varanlegum grunni
Allt frá því á miðju síðasta ári
hafa miklar hræringar átt sér
stað í því velferðarkerfi sem við
þekkjum og höfum verið stolt af.
Stjórnvöld hafa sagt að velferðar-
kerfið sé að hruni komið, það verði
að taka í taumana, spara og skera
niður. Stjórnvöld hafa einnig sagt að
þeir sem hafi tekjur yfir ákveðnu
marki þurfi ekki á framlögum úr
almannatryggingakerfi okkar að
halda og að sjálfsagt sé og nauðsyn-
legt til að ná fram sparnaði að láta
almenning, og reyndar einnig
örorku- og ellilífeyrisþega í sumum
tilfellum, taka þátt í kostnaði við þau
lyf sem fólk þarf á að halda. Þá hafa
stjómvöld aukið kostnaðarþátttöku
almennings, örorku- og ellilífeyris-
þega í formi aukinnar gjaldtöku við
ýmiss konar læknisþjónustu. Það er
að vísu rétt að þak það sem er á þeirri
læknisþjónustu sem öryrkjar og el I i-
lífeyrisþegar greiða fyrir er óbreytt,
kr. 3.000, en skiljanlega eru það
fleiri örorku- og ellilífeyrisþegar sem
fara upp í þetta þak en áður var. Með
öðrum orðum, þjónustugjöld eru
lausnarorðið.
Stjórnvöld hafa statt og stöðugt
haldið því fram að þau vildu
tryggja hag lágtekju elli- og örorku-
lífeyrisþegans í þessum aðgerðum.
Um þessi atriði er meira að segja
sérstaklega fjallað í stefnu og starfs-
áætlun ríkisstjórnarinnar. Ekki efast
ég um að viljinn er góður og að
stjómvöld sjái ekki aðra færa leið út
úr þeim vanda sem við blasir í þjóðar-
búskapnum. A hinn bóginn hefur
mér fundist ganga nokkuð erfiðlega
hjá okkar ágætu landsfeðrum að
standa við þessi stefnumið sín. Eins
og aðgerðir þeirra hafa horft við mér
og nokkuð mörgum öðrum að ég tel,
hefur verið farið að af meira kappi
en forsjá. Auðvitað vitum við að
þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu,
en samt held ég að það hljóti að vera
vænlegra til árangurs að reyna að fá
fólkið með sér eða a.m.k að skilja
aðgerðirnar áður en þeim er skellt á.
Það er mín skoðun að það sé ekki
vænlegt til árangurs að skella
einhverjum aðgerðum á og ætla síðan
eftir á að sníða af verstu vankantana
og þá gjaman ekki nema að undan-
gengnum háværum mótmælum
þeirra er hagsmuna eiga að gæta.
Svo mjög hefur fólki ofboðið
aðgerðir stjórnvalda að menn sáu
ástæðu til að blása í herlúðra og
mynda nýja íjöldahreyfingu undir
nafninu „Almannaheill“ til að standa
vörð um velferðarkerfið. Það hlýtur
eitthvað að hafa mistekist í að
framfylgja eða kynna fyrrnefnda
stefnu ríkisstjórnarinnar sem ber
heitið „Velferð á varanlegum grunni“
fyrst að almenningur sér sig knúinn
að snúast til varnar á þann hátt er
raun ber vitni.
Aður en lengra er haldið er þó rétt
að geta þess sem gott er og hef-
ur ef til vill fallið í skuggann í hita
umræðunnar. I þeim darraðardansi
niðurskurðarins sem við höfum horft
upp á, hefur félagsmálaráðherra og
ríkisstjóminni tekist að verja málefni
fatlaðra sem slfk. Þar hefur ríkis-
stjórninni tekist að framfylgja stefnu
sinni og ber að fagna því og þakka.
I heilbrigðismálum hefur eins og
að framan hefur verið reifað ekki
tekist eins vel til. Samtök fatlaðra
hafa skiljanlega verið áberandi í
þeirri umræðu sem átt hefur sér stað
því að félagsmenn þeirra eiga jafnvel
enn meiri hagsmuna að gæta hér en
aðrir. Alveg burtséð frá því hvaða
leiðir menn telja vænlegar til árang-
urs verður ekki annað séð en að
samtök fatlaðra og ríkisstjórnin séu
sammála um að verja þurfi hag þeirra
„sem erfiðast eiga“ eins og það er
orðað í stefnu og starfsáætlun ríkis-
stjórnarinnar. Þrátt fyrir að ýmislegt
hafi fengist leiðrétt í aðgerðum
stjórnvalda þarf meira til. Umfram
allt þurfa stjórnvöld að hafa samráð
við samtök þeirra er þau sjálf segjast
vilja vemda, samtök fatlaðra. Þetta
samráð þarf að eiga sér stað áður en
aðgerðum er skellt á, án þess er
vonlítið að það náist sátt um þær.
Jóhann Pétur Sveinsson.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS