Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 5
langvinna nýmabilun fá sína meðferð.
Meðferðin felst annars vegar í
blóðskilun (hjemodialysis) og hins
vegar í kviðskilun (peritoneal dialy-
sis).
í blóðskilun er blóði sjúklings rennt
um svokallaða skilju (filter) þar sem
úrgangsefnin berast úr blóðinu gegn-
um örþunna himnu yfir í svokallaðan
skilvökva en með honum berast þau
burt.
í kviðskilun er skilvökva rennt inn
í kviðarhol sjúklings. Þá smjúga
úrgangsefni úr blóðinu gegnum
lífhimnuna yfir í skilvökvann sem
endumýjaður er á nokkurra tíma fresti.
Eitt afbrigði slíkrar skilunar, svonefnt
CAPD, annast sjúklingarnir oftast
sjálfir en einnig eru til vélar (cyclers)
sem sjá um kviðskilun t.d. næturlangt.
Bæði skilunarformin hafa kosti og
galla. Blóðskilun stendur gjaman
í 3—4 klukkustundir í senn, þrisvar í
viku. Hún hentar bezt fólki um miðbik
ævinnar og er kjörin fyrir bráðar
skilanir. Hún veldur snöggum sveifl-
um í líkamanum sem sumir sjúklingar
þola illa. Lélegar æðar valda oft
erfiðleikum við öflun blóðs ti 1 skilunar.
Kviðskilun (CAPD) er stöðugt í
gangi og veldur litlum sveiflum. Hún
hentar vel bömum, öldruðum, sykur-
sjúkum og fólki sem vegna búsetu vill
eða getur ekki mætt til blóðskilunar.
(Á Landspítala er eina deild landsins).
Meginókostur kviðskilunar er sýk-
ingarhættan en lífhimnubólgur eru
alltíðar.
BlóðskilunhófstáLandspítala 15.
ágúst 1968 og voru tveir sjúklingar
meðhöndlaðir með einni skilunarvél.
í dag eru 20 sjúklingar í blóðskilun.
Þegar kviðskilun var tekin upp 1985
létti mjög á blóðskilun og hefur á
stundumnærhelmingurskilunarsjúkl-
inga verið í þeirri meðferð. I dag eru á
að giska 10 sjúklingar í kviðskilun.
Flestir skilunarsjúklingar bíða
nýrnaígræðslu, ýmist úr lifandi
ættingjum eða úr nýlátnum gjöfum.
Fyrst var grætt nýra í íslending árið
1970 og starfar það enn. Alls hafa
verið ígrædd 60 nýru, þar af u.þ.b. 20
úr lifandi gjöfum. Nú eru starfandi 40
ným.
Félag nýmasjúkra gerðist aðili að
norrænu samstarfi strax í upphafi. NN S
— Nyresyges Nordiske Sam-
arbejdesudvalg — á íslensku Sam-
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
Fyrsta stjórn félagsins.
starfsnefnd norrænnanýrnafélaga. Að
jafnaði hittist þessi nefnd einu sinni á
ári og hefur félagið ávallt sent tvo
fulltrúa. Það er æskilegt og mjög
fróðlegt fyrir lítið félag á Islandi að
eiga samvinnu við þessi stóm norrænu
félög og njótum við ávallt góðs af. Það
var okkur því mikil ánægja að eiga
stóran þátt í að mynduð hafa verið
samtök ungs fólks með langvinna
nýmasjúkdóma í framhaldi af heim-
sókn fjögurra norrænna umgmenna til
íslands í boði félagsins fyrir nokkrum
árum. Á síðasta fundi NNS var svo
ákveðið að við tækjum að okkur að
halda næsta fund, sem verður væntan-
Iega haldinn í byrjun október á þessu
ári.
Það var svo í október á sl. ári sem
Félag nýrnasjúkra fékk aðild að
Öryrkjabandalagi Islands og væntum
við mikils af þeirri aðild í framtíðinni.
Dagfríður Halldórsdóttir
form. Félags nýmasjúkra.
Blindravinafélag
íslands 60 ára
Hinn 24. jan. sl. varð Blindravinafélag íslands 60 ára, en það er einmitt
elzta aðildarfélag Öryrkjabandalags íslands. Um leið er það elzta starfandi
styrktarfélag fatlaðra á landi hér. Það var hinn framsýni frumkvöðull
Þórsteinn Bjamason, sem beitti sér fyrir stofnun félagsins 1932, en hann
hafði lært körfugerð í Danmörku og kynnst um leið blindu fólki í þeirri iðju.
Þórsteinn var formaður Blindravinafélagsins um 53ja ára skeið.
Fréttabréfið hefur áður greint frá hinu merka starfi félagsins í glöggri
grein Helgu Eysteinsdóttur.
Minnamááýmsarminnisstæðarvörðurávegferðfélagsins.Blindraskóli
var stofnaður 1933 og hann var rekinn í 44 ár af félaginu eða þar til ríkíð tók
við rekstrinum.
Það beitti sér fyrir viðamikilli fræðslu um augnsjúkdóma. Félagið rak
blindraheimili um árabil. Þá má sízt af öllu gleyma þeirra ágæta vinnustað,
Blindraiðn sem veitti mörgum blindum ómetanlega vinnu og veitir enn.
Nú um skeið hefur félagið aðallega beitt sér að því að styrkja aldraða
blinda og sjónskerta.
Félagið er til húsa að Ingólfsstræti 16 og rekur þar vinnustofu og verzlun.
Öryrkjabandalag íslands árnar sínu elzta félagi alls hins bezta á
merkisafmælinu og þakkar frábært starf í þágu blindra á undangengnum
áratugum. H.S.