Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 6
Rætt við foiystu MS-félagsins
að dylst engum sem sækir heim
hið ágæta heimili MS-félagsins í
Álandinu, að þar er orðið býsnaþröngt
um þá þýðingarmiklu starfsemi og
fjölþættu um leið, sem þar fer fram.
Hjartarúmið er hins vegar nóg, þó
húsrýmið sé takmarkað og því hefur
forysta MS-félagsins lengi stefnt að
því að stækka við sig, svo eðlileg þró-
un geti átt sér stað í þessu mikilvæga
starfi. Það er mikill fjöldi fólks sem
MS-heimilið sækir heim og m.a. er
um að ræða fólk utan af landsbyggð-
inni, sem kemur þangað í þjálfun og
andlega uppbyggingu. Ómetanlegt
þeim, sem þangað sækja um lengri
eða skemmri tíma — það er einróma
andsvar þeirra, sem um eru spurðir.
En barátta MS-félagsins fyrir stærra
og betra húsnæði hefur verið undarlega
erfið og margir þröskuldar verið á
þeirri leið, þar sem um of hefur verið
gengið á milli Heródesar og Pílatusar
og svörin verið ámóta og á öldum
áður.
Nú er það augljóst öllum, sem um
fjalla og viðurkennt um leið almennt,
að MS-heimilið er hvoru tveggja í
senn mikilvæg endurhæfingarstöð, þar
sem fjölbreytt og dýrmæt þjálfun fer
fram, svo og ekki síður verðmætt
félagslegt athvarf til afþreyingar og
iðju af ýmsu tagi.
Það ætti því að vera kappsmál
bæði yfirvöldum heilbrigðis- og
félagsmála að hlúa sem bezt að
starfsemi MS-félagsins, þó vissulega
sé velferð okkar í hættu og hart að
henni sótt nú um stundir. Margir sem
ég hefi rætt við og notið hafa góðrar
aðhlynningar og þjálfunar á MS-
heimilinu hafa tekið svo sterkt til orða
að vistin þar sé eitt traustasta lífs-
akkerið í oft örðugri baráttu við harðan
og óvæginn sjúkdóm.
Það er enda augljóst mál að manni
finnst að þá starfsemi sem MS-félagið
rekur beri að efla og þróa sem allra
bezt ekki sízt í Ijósi þess að einmitt
með því starfi er í verulegum mæli
unnt að draga úr innlögnum á sjúkra-
hús — innlögnum sem kosta margfalt
á við dvölina á MS-heimilinu.
Ég held að MS-fólk geti með stolti
kallað miðstöð sína heimili, því þar
ríkir sá andi sem beztan og hlýjastan
má finna á góðu heimili, þar sem
hugað er að öllu og hugsað um allt af
alúð og umhyggju.
Það er ekki sama hver á heldur, né
hvert hugarfar er að baki starfsemi
sem þessari. Fullyrða má að það geri
oftast gæfumuninn, því gulli dýrri er
góð hugsun.
Gyða J. Ólafsdóttir.
Eg hitti á dögunum forystukonur
MS-félagsins, þær Gyðu Ólafs-
dóttur og Oddnýju Lárusdóttur, for-
mann og varaformann, en Oddný er
um leið framkvæmdastjóri heimilisins
og Gyða eiginlegur framkvæmdastjóri
félagsins.
Ég forvitnast f.h. lesenda Frétta-
bréfsins um áform þeirra og spyr um
aðstöðuna eins og hún er í dag og
þörfina í raun.
Svör þeirra Gyðu og Oddnýjar
fara hér á eftir:
Ég spyr þœr stöllur fyrst um
aðdragandann að ásókn í aukið
húsnœði?
Það er alllöngu orðið ljóst að hér í
Álandinu er orðið alltof þröngt um
okkur. Rétt er að það komi fram að
borgin á húsnæðið að öðru leyti en því
sem við bættum við það á sínum tíma.
Fyrstu viðbrögð okkar voru þau
að leita að húsnæði í nágrenninu með
öllum tiltækum ráðum en án árangurs.
Smám saman varð okkur ljóst að það
yrði að ráðast í að byggja. Og hin
ágætasta lóð kom svo upp í hendurnar
á okkur. svo að segja, hér í Foss-
voginum og það er Hússjóður Ö.B.Í.
sem mun leggja okkur hana til, þegar
þar að kemur.
Við höfum þegar lagt drög að
skipulagi framtíðarhússins, en förum
Oddný F. Lárusdóttir.
ekki að láta teikna fyrr en við fáum
skýrar undirtektir við erindi okkar.
En áður en við komum að
þeirri undrasögu spyr ég um
hversu þœr vilji sjá nýja
húsnœðið?
Við erum nú svo hógværar að ætla
rétt að tvöfalda við okkur rými, en
eins og þú sérð í dag eru þrengslin
óskapleg. Við ætlum auðvitað að færa
út sjúkraþjálfunina, því hana þarf
sérstaklega að hugsa um og þreföldun
rýmis þar væri æskileg. Við þurfum
að tvöfalda hvíldarplássin, sem er
ómetanlegur þáttur hér. Föndur-
aðstaðan þarf hiklaust mun meira
rými. Aðstaða starfsfólks erhérengin,
en auðvitað þarf hún að vera til staðar.
Við erum búnar að ráðafélagsráðgjafa
í hlutastarf og þykjumst vita að
vaxandi þörf sé þar sem víðar og þar
þarf aðstöðu. Svo mætti áfram telja,
en auðvitað verðum við líka að huga
að starfsaðstöðu fyrir sjálft félagið.
Hér er lítið skrifstofuherbergi, sem