Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 7
Úr Viðeyjarferð MS-félagsins sumarið 1991.
hýsir allt sem starfinu hér og félaginu
viðkemur. Hver maður getur séð að
þrengslin hérstandastarfseminni fyrir
þrifum og aukning er ómöguleg við
þessar aðstæður.
En fyrst hugað var að þessu
fyrst ífullri alvöru fyrir a.m.k.
þremur árum. Afhverju er
málið ekki lengra komið?
Ja, sú ganga er nú öll hin undar-
legasta—frá Heródesi til Pílatusar og
til baka — margar ferðir. Við höfum
leitað til réttra aðila, ekki vantar það.
Sérstaklega til borgarstjóra og heil-
brigðisráðherra, en hvor hefur á hinn
vísað. Okkur hefði þótt eðlilegast að
borgin sem á þetta húsnæði, hefði
skipt, verið þannig með helming og
ríkið með viðbótina eða hinn helm-
inginn og við höfum svo sem aldrei
heyrt neinar mótbárur við því. Verið
vel tekið, en ekkert verið gert í
framhaldinu. Sótt um fjármagn til
borgarinnar, til fjárlaganefndar, til
heilbrigðisráðuneytis og til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra. Og útkoman í
fjármunum til framkvæmda er enn O,
þó allir séu jákvæðir og viðurkenni
þörfina. Nú bindum við vonir við
byrjunarframlag úr Framkvæmda-
sjóði, því það auðveldaði okkur
atlöguna að hinum, því þá er
viðurkenningin fengin. Síðast fengum
við neitun sakir þess að ekki þótti
nógu fullkomið starfsleyfi til aukinnar
starfsemi frá ráðuneytinu, en nú er
það tryggilega fengið. Við höfum líka
ævinlega sagt öllum að eigið framlag
sé fyrir hendi til að flýta fyrir a.m.k.
Nú er bara að bíða, sjá og vona.
Og svo að lokum. Hve margir
eru hér nú og hvað er hér um
að vera annað en þegar hefur
komið fram?
Hér eru yfir 30 manns alls í vistun
— allt að 23 á dag. Asamt
sjúkraþjálfuninni er tvisvar farið í sund
í Grensáslauginni. Fólk fær hér heitan
mat í hádeginu. Hér er heilmikið
föndrað og félagslegi þátturinn er ekki
hvað síztur. Mikið er spilað og svo er
dansað einu sinni í viku. Það er farið í
ferðir—verzlunarferðir—á sýningar
og söfn og svo er árlegt ferðalag út úr
bænum. Og svo er ýmis þjónusta hér
s.s. hársnyrting.
3/4 dvalargesta hér eru með MS,
aðrir eru með Parkinson, MND og
aðra taugasjúkdóma. Við verðum ekki
varar við annað en hér líði öllum
mætavel.
Undir það er tekið heilshugar, enda
augljóst hverjum sem hingað kemur.
Aðeins skal vonað að kerfisganga
þeirra stallsystra fari að taka enda og
framkvœmdir taki við með farsœlli lausn
fyrirþannfjölda sem njóta á. Góðarþakkir
Gyða og Oddný.
H.S.
HLERAÐI
HORNUM
Þrjár gamlar konur á elliheimili
báru saman bækur sínar. Sú fyrsta
sagði: Ja, ég hef nú haldið
tönnunum. Og næsta sagði: Og ég
hef haldið hárinu. Þá sagði sú
þriðja: Ég hef nú haldið
meydómnum, stelpurmínar, en 7-
9-13, maður ernú einu sinni komin
á elliheimili.
*
Lítil stúlka kom til fóstrunnar á
dagheimilinu og sagði: „Kisa mín
eignaðist kettlinga—sex kettlinga
— sex sjálfstæðiskettlinga. „En
gaman“, sagði fóstran. „Hann
Davíð kemur bráðum og þá skaltu
segja honum söguna.“ Svo kom
Davíð og fóstran kallaði í þá litlu.
„Hún kisa mín eignaðist sex
kettlinga — allt
framsóknarkettlinga.“ „Nei, svona
var nú sagan ekki“, sagði fóstran.
„Jú, þeir fengu sjónina í gær“.
*
Eins og stundum endranær
hækkaði verð áfengis á dögunum.
Göntuðust menn með þetta í
sundinu og m.a. gekk einn á röðina
og samhryggðist mönnum, sem
tóku þessu vel eftir skýringar. En
svo brá manninum við, þegar einn
þakkaði mjög alvarlegur fyrir og
sagði svo: „Nú, þekktir þú
Sigríði?“
*
Sonurinn lá í rúmi sínu og átti að
fara að sofa. Þá er kallað: „Pabbi,
gef mér vatn“. Svarið var: „Farðu
að sofa“. Öðru sinni er kallað:
„Pabbi gef mér vatn“. Svar
föðurins: „Þú þarft ekkert vatn.
Farðu bara að sofa“. Enn er kallað
og þá by rstir faðirinn sig enn meir:
„Ef þú ferð ekki að sofa kem ég og
flengi þig“. Nokkur þögn en svo
heyrist: „Pabbi, þegar þú kemur
að flengja mig viltu þá færa mér
vatn“.
*
A marga vegu hefur Faðirvorið
verið lært. Lítill snáði sem var að
fara með Faðirvorið byrjaði svo:
„Það er vor uppi á himnum“.
FRÉTTABRÉF ÖR YRKJABANDALA GSINS