Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 8
Séra Miyako Þórðarson:
Hvemig varð Kirkja heyrnarlausra til?
egar ég hugsa til næstu tíu ára,
finnst mér það langur tími, en ef
ég lít lil baka með heyrnarlausu fólki
í Kirkju heyrnarlausra, finnstmér þau
hafa liðið svo hratt.
Þegar ég bjó í Japan, kom enginn
heyrnarlaus inn í líf mitt, nema óbeint.
Það var kona, sem sagði meðal
annars: „Þegar einar dyr lokast, opnast
aðrar, en oft horfum við svo lengi á
lokuðu dymar, að við tökum ekki eftir
þeim, sem hafa verið opnaðar fyrir
okkur“. Já, það var Hellen Keller,
sem sagði þetta.
Eg kynntist heymarlausu fólki í
fyrsta skipti á ævi minni hér á Islandi,
einmitt í búð í miðbænum þar sem ég
vann. Það voru krakkamir í Heymleys-
ingjaskólanum sem komu í búðina.
Það var svo merkilegt að ég þekkti
mörg andlit, þó ég hefði aldrei séð þau
áður. Það hlýtur að hafa verið út af því
að sumir krakkanna voru einu sinni að
sýna dans í barnatímanum í sjónvarp-
inu og ég horfði á það með dóttur
minni.
Maður sér margt í sjónvarpinu,
sumt man maður ekki og gleymir jafn-
skjótt, en öðru gleymir maður seint.
Þessi dansatriði krakkanna úr Heyrn-
leysingjaskólanum hljóta að hafa
gagntekið mig, þó að ég hafi ekki sér-
staklega hugsað út í það, því ég mundi
jafnvel eftir því hvemig sumir voru
klæddir og hvernig þeir litu út. Þess
vegna voru þetta sannkallaðir „endur-
fundir“ fyrir mig, þegar þeir birtust í
búðinni.
Já, þeir komu svo oft, að mig lang-
aði eðlilega að tala við þá. Sumir
krakkarnir voru famir að kenna mér
eitt og eitt orð á táknmáli. En mig
langaði að tala en ekki kunna bara eitt
og eitt tákn. Ég fór því á skrifstofu Fé-
lags heymarlausra og kvaðst vilja læra
táknmál. Skömmu síðar byrjaði ég á
námskeiði, sem ætlað var aðstandend-
um heymarlausra krakka og kennurum
í Heymleysingjaskólanum sem stóð
um 2 mánuði. Og Brandur heitinn gaf
mér leyfi ti I að vera með. Brand þekkti
ég örlítið vegna þess að ég fékk
einkatíma í íslenskum framburði hjá
honum rétt eftir að ég kom til Islands.
Séra Miyako Þórðarson.
Smátt og smátt fór ég að kynnast
fleiri krökkum í Heymleysingja-
skólnum. Þá fór ákveðin spurning að
leita á hugann. Ég spurði sjálfa mig
nefnilega aftur og aftur: „Hvemig geta
þeir sem ekki heyra, hlýtt á guðs orð
í kirkju?“
Þá var mér ekki kunnugt um það
kirkjulega starf, sem Kristín Sverris-
dóttir, kennari í Heymleysingjaskól-
anum hafði gegnt í þágu heymarlausra
á vegum Kristnisjóðs og ef til vill þess
vegna hefur spumingin orðið enn
áleitnari en ella.
Og svo fór, að ég skrifaði bréf
bæði til Noregs og Bandaríkjanna þar
sem ég spurðist fyrir um hvernig
kirkjan þjónaði heyrnarlausum
börnum í þessum löndum.
Á þessum tíma beindist hugurinn
fyrst og fremst að starfi kirkjunnar
meðal krakka. Ég fékk ekki svar frá
Bandaríkjunum en frá Noregi fékk ég
það svar að ég ætti að skrifa til
Svíþjóðar, þar sem Svíar voru taldir
fremstir í þessum málefnum Norður-
landa. Ég skrifaði nú bréf til S víþjóðar
en fékk ekki svar við bréfi mínu. Málið
var þó ekki þar með úr sögunni.
Einn góðan veðurdag fékk ég
nefnilega upphringingu frá Félagi
heymarlausra. Erindið var að athuga
hvort það væri ég sem hefði áhuga á
að gerast prestur fyrir heymarlausa.
Félag heymarlausra hafði fengið sent
bréf í tilefni af bréfi mínu þess efnis
að einhver Miyako Þórðarson á íslandi
hefði áhuga á kirkjulegu starfi fyrir
heyrnarlausa. Mig minnir að ég hafi
hvorki jánkað því eða neitað þar sem
málið var aðeins á könnunarstigi hjá
mér.
Málin þróuðust þó þannig að Félag
heyrnarlausra hvatti mig til að fara til
Norðurlanda til þess að kynnast
kirkjulegu starfi meðal heymarlausra.
Félag heymarlausra hafði þegar
hér var komið sögu, haft samband við
heymleysingjaprest í Danmörku og
spurt hann hvort þar væri nokkur
aðstaða til að leiðbeina mér. Svo
reyndist vera og hélt ég því utan og
dvaldi þar undir handleiðslu tveggja
heymleysingjapresta.
Þetta sama sumar var svo haldið
norrænt heyrnleysingjaprestamót í
Geilo í Noregi. Þó að allt væri enn
óljóst, hvort ég mundi starfa sem
heymleysingjaprestur hér á landi, fékk
ég samt tækifæri til að sækja þessa
ráðstefnuásamtíslenskafulltrúanum,
Kristínu Sverrisdóttur, heyrnleys-
ingjakennara. Þetta var í fyrsta sinn
sem ísland sendi fulltrúa á slíkt mót.
Þegar ég kom heim, var enn allt í
óvissu um það hvort af vígslu yrði, en
þó stefndi allt í þá áttina.
Loks var ákveðið að vígslan færi
fram þetta sama ár, þar sem fram til
þessa tíma hafði staðið á fjárveitingu
til starfsins.
Þegar ég hafði tekið vígslu, kom
ég að máli við biskup, herra Pétur
Sigurgeirsson og spurði hann hvenær
hann teldi rétt að ég héldi fyrstu
guðsþjónustuna. Hann brosti hlýlega
til mín ogsagði: „Erekki bestaðbyrja
á jólamessunni?" Og þar með var
ákveðið að ég skyldi messa í fyrsta
sinn á annan í jólum. Svo höfðu mál
skipast, að annarheymleysingjaprest-
anna dönsku, sem ég hafði verið í
námi hjá, ætlaði að koma til Islands til
að aðstoða mig við fyrstu messuna.
Mér fannst ég ekki kunna neitt og
fannst mikill styrkur að því að fá hann
mér til hjálpar. En svo fékk ég þær
fréttir fáeinum dögum fyrir messuna