Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 9
Svipmynd úr starfi.
að presturinn gæti ekki komið.
Tilfinningin sem ég fékk við þessa
fregn var svipuð og mér hefði verið
hent ósyntri út í sjó og sagt við mig:
„Nú skaltu synda“.
Nú er ég búin að synda í tíu ár og
mér finnst ég ekki enn alveg synd.
Miyako Þórðarson.
Eftirmáli ritstjóra:
Um ieið og séra Miyako erþakkað
þetta skemmtilega og fróðlega innlegg
um Kirkju heymarlausra er rétt að
geta um hátíðarstund sem ritstjóri varð
aðnjótandi. Hátíðarguðþjónusta var
haldin í Hallgrímskirkju 15. des. sl. í
tilefni 10 ára afmælis Kirkju heyrnar-
lausra. Þetta var athöfn sem var afar
virðuleg og hátíðleg í látleysi sínu og
snart mann mjög.
Það var biskupinn yfir Islandi,
Ólafur Skúlason, sem prédikaði og
flutti fágætlega athyglisverða ræðu,
sem lýsti miklum og næmum skilningi
hans á vandamálum heymarlausra og
þekkingu um leið á því, sem þar er vel
unnið. Séra Miyako þjónaði fyrir altari
og túlkaði um leið ræðu biskups.
Upphafsbæn fóru þær með Hervör
Guðjónsdóttir og Kristín Sverrisdóttir.
Guðspjall dagsins var lesið af þeim
Hönnu Kristínu Jónsdóttur og Fríðu
Bimu Kristinsdóttur. Táknmálskórinn
og barnakórinn sungu undir stjóm
Júlíu Guðnýjar Hreinsdóttur með
organistanum Herði Askelssyni.
Mjög margt fólk var við athöfnina
og sögðu margir þetta vera einhverja
eftirminnilegustu stund sína í kirkju.
A eftir voru höfðinglegar veitingar í
boði Kirkju heyrnarlausra og þar fóru
fram hin ágætustu atriði, sem voru
þeim til sóma er fluttu.
Ritstjóri endurtekur þakklæti sitt
fyrir gott boð og telur hiklaust að hér
sé á ferð eitthvert hið merkasta starf,
sem fyrir heyrnarlausa er unnið.
H.S.
Þrífótur á hækjur
Af hugviti Axels Eiríkssonar
Sem betur fer eru alltaf til ein-
hverjir, sem huga að hinum ýmsu
þörfum fatlaðra á hjálpartækjasviðinu
og hvað megi þar helzt gera til að
auðvelda fólki sem allra mest að búa
við fötlun sína.
Einn þeima sem þar að hyggja er
Axel Eiríksson, sem hannað hefur út-
búnað — handhægan mjög — til að
láta hækjur uppréttar standa, þegar
þær eru ekki í notkun.
Að þessum útbúnaði er hinn mesti
hægðarauki, enda hefur Trygginga-
stofnun ríkisins m.a. styrkt Axel
nokkuð til verksins og enn er hann að
vinna að frekari þróun þessa. Viður-
kenningin er þegar fengin og hingað á
skrifstofuna kom Axel og kynnti okkur
þessa smíði sína og um leið ýmis þau
meðmæli og umsagnir er hann hefur
fengið vegna þessa útbúnaðar síns.
M.a. segir einn notandi frá því
hversu mikil þægindi og öryggi fylgi
því að hafa þennan þrífót til að renna
niður, þegar ekki er verið að nota
hækjuna. Annars er hún alltaf að detta
um koll og viðkomandi notandi hefur
jafnvel meitt sig eða lent í erfiðleikum
við að taka upp hækjuna. Utbúnaður-
inn er svo örléttur að ekki verður vart
við.
Björk Pálsdóttir, sem er forstöðu-
maður hjálpartækjamiðstöðvar T.R.
segir svo orðrétt um þrífótinn: Um er
að ræða stuðningstæki á hækjur, svo
þær standi sjálfar, stýrt með litlu
handtaki í handarhæð.
Hugmyndin er góð og gæti komið
að góðum notum fyrir ákveðinn
notendahóp þeirra er nota hækjur í
lengri trma. Fleiri meðmæli lækna og
sj úkraþjálfara mætti hér nefna þar sem
mjög lofsamlega er vitnað um nota-
gildi tækisins.
Axel vill hins vegareðlilegakoma
þessu á framfæri við þá, er kynnu að
vilja notfæra sér þessa einföldu en
gagnlegu uppfinningu hans.
Þrífóturinn góði.
Fréttabréfið telur sér skylt að vekja
á þessu nokkra athygli og bendir þeim
sem áhuga ky nnu að hafa á síma Axels
— 671021 — á kvöldin. Þar má fá
allar upplýsingar, ef menn sky ldu vilja
prófa.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖR YRKJABANDALAGSINS
rr