Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 10
AF STJÓRNARVETTVANGI Síðasti stjómarfundur ársins 1991 varhaldinn á venjulegum stað og tímaþriðjudaginn 17. des. Formaður bauð Dagfríði Halldórsdóttur vel- komna sem varamann í stjóm frá Félagi nýmasjúkra. 1) Málefni Glits h.f. vom rædd ítarlega. Annars vegargaflngimundur Magnússon rekstrarfræðingur grein- argóða lýsingu á því sem gert hefði verið og stöðu mála nú. Lagði hann fram hugmyndir að leiðum til úrbóta og framtíðarlausnar. Hins vegar ræddi Jóhann Pétur Sveinsson lögfr. gang nauðarsamn- inga og lýsti þeirri skoðun að greiðslustöðvun mundi fást í janúar til viðbótar meðan staðan yrði frekar skoðuð. Gjaldþrotaleiðin var mjög rædd sem máske eina leiðin að lokum. Formaður og Ingimundur greindu frá viðræðum við borgarstjóra um hlut Reykjavíkurborgar að þessum málum nú og til langframa. Samþykkt var að áfram héldu viðræður við borgina um beztu fáanlega lausn málsins. Upplýst var að félagsmála- ráðuneytið þrýstir á um áframhaldandi rekstur vegna öryrkjavinnunar. 2) Fjárlagafrumvarp 1992. Helgi Seljan rakti helztu þætti frumvarpsins eins og þeir liggja fyrir eftir aðra umræðu og gat um hvoru tveggja ákveðin ánægjuefni s.s. ný viðfangsefni úti á svæðunum og nú síðast 35 millj. kr. framlag til vistunar geðfatlaðra. Hann rakti viðbrögðin við tillög- unum um flutning verkefna til sveit- arfélaga, sem á döfinni voru og námu yfir 350 millj. kr. Kynnti mót- mælaályktun Öryrkjabandalagsins og önnur viðbrögð þetta varðandi. Hann benti að lokum á ákveðin áhyggjuefni s.s. styrki til félagasamtaka, sem stæðu óbreyttir og þó sér í lagi Starfsþjálfun fatlaðra, sem hækkar aðeins urn 3% milli ára. 3) Formaður greindi frá áhuga Starfsþjálfunar fatlaðra á því að taka upp fjórðu önnina, en það strandaði bæði á fjármunum og húsnæði. Trúlega yrði sótt í Framkvæmdasjóð fatlaðra til öflunar húsnæðis. 4) Ásgerður Ingimarsdóttir flutti þakkir til félaganna vegna góðra undirtekta þeirra við að auglýsa með Öryrkjabandalaginu samstöðu- hátíðina við Langholtskirkju 13. des. sl. 5) Vilhjálmur B. Vilhjálmsson sagði frá hugmyndum um norrænt „lottó“, en forsvarsmenn „lottóanna“ á Norðurlöndunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um könnun þessa. 6) Að Iokum vakti Magnús Þor- grímsson máls á framhaldi auglýs- ingaherferðar Ö.B.I. Formaður óskaði fundarfólki gleðilegra jóla og ámaðar á ári nýju. Fyrsti fundur stjómar á árinu 1992 var haldinn á venjulegum fund- arstað og tíma þriðjudaginn 25. feb. Formaður ámaði fólki árs og friðar og gat þess að auglýsing Öryrkja- bandalagsins í Morgunblaðinu fyrir áramót væri í hópi þeirra, sem tilnefndar væru til viðurkenningarfyr- ir óvenjulegar auglýsingar og sér- stæðar, svo og sem athyglisverða dagblaðsauglýsingu. Fyrsta dagskrármálið varðaði málefni Glits h.f. og hafði formaður nokkur aðfararorð, en lagði að öðru leyti til ákveðnar tillögur starfshóps þess, sem hefur verið að vinna að úrlausn mála. Hann kvað rekstur nú í jafnvægi, nauðarsamninga nokkuð í höfn og góðar líkur væru á að borgin kæmi inn í myndina. Hann kvað tillögumar m.a. fela í sér að fótum væri komið undir Örtækni, þær hefðu ekki í för með sér skerðingu á styrkj um til félaganna og með tilliti til m.a. hins bága atvinnuástands nú væri nauðsyn að halda áfram með starfsemina. Ingimundur Magnússon gerði talnalega grein fyrir stöðu mála og sömuleiðis rakti hann breytingar þær sem gerðar hefðu verið bæði í stjómun og rekstri. Lagði fram reikninga fyrirtækisins fyrirárið 1991 og yfirlit fyrstu mánuði ársins nú. Miklar umræður urðu um málið og ýmsar efasemdir um ágæti til- lagnanna. M.a. tók Haukur Þórðarson fram að skilyrðið yrði að vera það að um vemdaðan vinnustað væri að ræða. Þórir Þorvarðarson lýsti efasemdum um að afkomuspár rættust og hér væru menn að taka miklar og dýrar skuld- bindingar á sig. Hafdís Hannesdóttir sagði að í raun stæðum við andspænis afarkostum. Umræður urðu allsnarpar og tóku margir til máls og meðal þeirra sem eindregið studdu tillögur starfshópsins var Arinbjöm Kolbeinsson sem kvað miklanauðsyntil þessberaað tryggja svo mörgum fötluðum öruggt vinnu- athvarf og tóku fleiri í þann sama streng. Að lokum voru tillögumar bornar upp í leynilegri atkvæðagreiðslu og sögðu 12 já, 3neiogtveirseðlarvoru

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.