Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 12
Bergur Þorgeirsson stjórnarmaður S.V.V.: Frá Sambandi verndaðra vinnustaða Vinnustaðir fatlaðra gegna því hlutverki að veita fötluðum starfs- þjálfun. Markmið vinnustaðanna er fyrst og fremst að stuðla að því að fatlaðir geti, eftir tímabundna þjálfun, tekist á við störf á almennum vinnu- markaði. Aðaláherslan er lögð á rétt vinnubrögð, góðar starfsvenjur, aukið starfsþrek og félagsleg samskipti. Biðlistareftirplássiávinnustöðum fatlaðra eru langir og ef þeir vinnustað- ir sem fyrir eru eiga að geta sinnt öllum þeim, sem þurfa á þjónustu þeirra að halda, þarf gegnumstreymi innan þeirra að aukast ti 1 muna. Miðað við þær aðstæður sem ríkja í þjóð- félaginu í dag, þurfa sumir fatlaðra að staldra lengi við á vernduðum vinnu- stöðum. Engu að síður hlýtur það að vera langtímamarkmið að allir fatlaðir geti með einum eða öðrum hætti starf- að á almennum vinnumarkaði, t.d. í kjölfar starfsþjálfunar á vinnustöðum fatlaðra. Slíkt markmið er að sjálf- sögðu í anda laganna um málefni fatl- aðra frá 1983. Nú, þegarkreppirað íþjóðfélaginu eru fatlaðir með þeim fyrstu sem missa vinnuna. I janúar sl. var tala atvinnu- lausra á Islandi komin yfir 4000 og spáð er að fjölgun þeirra verði enn meiri. Til vamar hagsmunum fatlaðra í þessu samhengi er Samband vernd- aðra vinnustaða (S. V. V.) mikilvægur hlekkur og er það stefna núverandi stjórnar þess að efla störf sambandsins enn meir og stuðla að því að vinnu- staðir fatlaðra geti staðið betur saman í þeirri kreppu sem er í uppsiglingu. S.V.V. var stofnað haustið 1985 og undir merki þess eru flestir vinnu- staðir fatlaðra á Islandi, samtals 14 að tölu. Markmið sambandsins er fyrst og fremst að gæta hagsmuna vinnu- staðanna á sem flestum sviðum, og ber því að vinna að auknum samskipt- um og samvinnu vinnustaða fatlaðra og stuðla að hagkvæmum rekstri þeirra með upplýsingamiðlun og fræðslu- starfi. Þá er sérstaklega tekið fram í Bergur Þorgeirsson. stofnsamningi að sambandinu beri að vera til ráðuneytis um uppbyggingu og rekstur verndaðra vinnustaða. Vinnustaðirfatlaðrahafaáundan- fömum árum verið að festa sig í sessi á markaðnum. Sumir eldri staðanna eru að sjálfsögðu orðnir rótgrónir, en þeir sem nýrri eru hafa dafnað á allra síðustu árum. Forráðamönnum íslenskra fyrirtækja er að verða ljóst í eitt skipti fyrir öll, að viðskipti við vinnustaði fatlaðra borga sig og hægt er að reiða sig á góða þjónustu á sanngjörnu verði. Framleiðsluvörur fyrirtækjanna eru virtar og standast fyllilega gæðakröfur og rúmlega það, samanborið við sambærilegar inn- fluttar vörur. En betur má ef duga skal og er S.V. V. kjörinn vettvangur fyrir nýtt átak í markaðsmálum. Sam- ræmdar aðgerðir í þeim efnum eru vænlegri til árangurs, sérstaklegafyrir minni staðina, sem ekki hafa mikið fjármagn aflögu til markaðsmála. rátt fyrir stöðugt aukin viðskipti við íslensk fyrirtæki hafa for- ráðamenn fatlaðra engu að síður æ meiri áhyggjur af tregðu fyrirtækja við að ráða til sín fatlaðaeinstaklinga. Markmið vinnustaða fatlaðra er að sjálfsögðu fyrst og fremst að sinna starfsþjálfun, þ.e. að þjálfa fatlaða til að þeir geti síðar meir tekist á við störf áalmennum vinnumarkaði. Því miður ríkir skilningsleysi gagnvart þessu hjá fyrirtækjum landsins, og ekki síst hjá ríki, hverju sem þar er um að kenna. Mjög illa gengur að koma fötluðum út á vinnumarkaðinn og einhverra hluta vegna rekast þeir sem vinna að þessum málum stöðugt á veggi. Hvort um er að ræða fordóma eða hræðslu Við körfugerð af kappi nægu.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.