Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 14
Ragnar R. Magnússon form. Blindrafélagsins: Sambýli fyrir blinda og sj ónskerta Sambýli fyrir blinda og sjónskerta að Stigahlíð 71 í Reykjavík, var formlega opnað þann 6. desember 1991. Allmargir gestir komu til þess að fagna með íbúum sem voru að eignast þar framtíðarheimili. B ára S igurðardóttir forstöðumaður sambýlisins bauð gesti velkomna og stýrði dagskránni. Ragnar R. Magnússon, formaður stjórnar Blindrafélagsins, tók til máls og bauð gesti velkomna til að sam- gleðjast íbúum sem væru að eignast fallegt og notalegt heimili. Hann óskaði öllum til hamingju með þennan árangur og bað þess að þeir sem eiga eftir að búa á þessu heimili megi njóta þar friðar og farsældar. Þá hóf Halldór S. Rafnar, fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, mál sitt á þ ví að þakka fulltrúum ríkis og borgar, fulltrúum nefnda sem hlut eiga að máli, fulltrúum líknarfélaga, Oddfellow- systrum, Lionessum og öllum þeim sem stuðlað hafa að því að þetta heimili er orðinn raunveruleiki. Hann óskaði stjórn Blindrafélagsins til hamingju og bauð starfsfólk velkomið til starfa. Síðan rakti Halldór söguna um húsakaupin að Stigahlíð 71. Halldór sagði að gera hefði þurft nokkrar breytingar á húsinu og var gert ráð fyrir að ganga þannig frá öllu að ekki þyrfti að koma til mikið viðhald næstu árin. Hann sagði að mikil heppni hefði verið yfir okkur við ráðningu starfsfólksins. Bára Sigurðardóttir var ráðin forstöðu- maður og tók hún þátt í og stjómaði öllum þeim breytingum sem þurfti að gera af miklum dugnaði og útsjónar- semi. Halldór sagði að þetta hefði orðið heldur dýrara en gert var ráð fyrir, en stór kostur væri að vera í þessu hverfi þar sem blindu og sjónskertu fólki hefur ávallt verið tekið af mikilli velvild og það er göngufært að sækja vinnu eða ýmiss konar félagslíf í félagsmiðstöð Bindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Að lokum óskaði Halldór heimilinu gæfu og gengis í framtíðinni. Margrét Margeirdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, flutti síðan kveðjur og árnaðaróskir frá félagsmálaráðherra, sem gat því miður ekki komið vegna starfa á Alþingi. Ragnar R. Magnússon. Margrét sagði að það væri sér mikil ánægja að gleðjast með okkur í dag og fagna opnun þessa glæsilega heimilis. Hún gat þess að þetta væri fyrsta sambýlið sem einvörðungu væri stofnsett fyrir blinda og sjónskerta og innréttað eftir þörfum þeirra. Þá gerði hún grein fyrir uppbyggingu sambýla almennt, Margrét taldi að þetta glæsilega heimili væri ánægjulegur vitnisburður um árangursríka samvinnu félaga- samtaka og opinberra aðila. I þessu sambandi ræddi hún um Blindrafélagið sem hafði veg og vanda, frumkvæði og umsjón með öllum framkvæmdum, sem vel hefur verið staðið að. Þegar þettaertalað hefurFramkvæmdasjóður fatlaðra lagt fram 16,5 milljónir króna í stofnframlag og vonaðist hún til þess að unnt yrði að úthluta eftirstöðvunum á næsta ári. Að lokum flutti Margrét Margeirsdóttir fbúum og starfsfólki innilegar hamingjuóskir með þetta fallega heimili. Hún þakkaði Blindrafélaginu fyrir að koma þessu máli í höfn og óskaði öllum til hamingju með þennan áfanga í málefnum fatlaðra. Þá lýsti hún sambýlið að Stigahlíð 71 formlega opnað. Þá flutti Ólöf Ríkarðsdóttir, vara- formaður Öryrkjabandalags Islands ámaðaróskir bandalagsins, í fjarveru formanns þess. Hafdís Hannesdóttir flutti kveðjur og árnaðaróskir Stjórnarnefndar um málefni fatlaðra. Hún sagðist hafa fylgst nokkuð með framvindu þessa máls og taldi að framganga Blindra- félagsins hefði ráðið úrslitum um að þetta heimili væri nú komið í notkun, þar sem oft væri erfitt að fá rekstrar- og stofnfé til að koma á fót nýjurn heim- ilum. Hún óskaði síðan íbúum og starfsfólki heilla í starfi. Gísli Helgason, formaður Svæðis- stjórnar Reykjavíkur, tók næstur til máls. Taldi hann að allir sem hér ættu hlut að máli gætu verið stoltir af þessu fallega heimili. Gísli flutti árnaðaróskir Svæðisstjórnar og hann vonaði að hér mætti ríkja sá andi sem ríkir á hinum bestu heimilum á landinu. Að lokum kvaddi sérhljóðs Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Hann óskaði öllum hlutaðeigandi innilega til hamingju með þennan merka áfanga sem hér er náð með því að taka þetta sambýli í notkun. Sérstaklega flutti hann forystumönnum í samtökum blindra þakkir og árnaðaróskir frá Reykjavíkurborg fyrir frumkvæði og forgöngu í málefnum sínum á undan- fömum árum og áratugum, sem skilað hefur jafn glæsilegum árangri og raun ber vitni. Hann færði heimilinu nokkra geisladiska frá Reykjavíkurborg. Bára Sigurðardóttir færði Blindra- vinafélagi Islands þakkir fyrir píanó sem félagið hefði gefið sambýlinu og nú færði félagið peningagjöf til íbúanna. Bára S igurðardóttir þakkaði hlý orð og óskir í garð heimilisfólks og starfsfólks. Hún bauð síðan gestum að þiggja góðgjörðir. Ragnar R. Magnússon. Ritstjóri fœrir Ragnari hlýjar þakkir fyrir þennan greinargóða pistil og mœttu fleiri taka sér frumkvœði hans til fyrirmyndar og segja frá markverðum tíðindum, sem lesendur hefðu œrna ánœgju af. Þar hlýtur að vera afœrnu að taka affélagsvettvangi. Samhýli þetta er hið glœsilegasta og er Blindrafélaginu, heimilis- og starfsfólki allra heilla árnað með áfanga góðan. H.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.