Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 17
Yfirlýsing Almannaheilla
um velferðarkerfið
Almannaheill ætlarað standa vörð
um heilbrigðis- og menntakerfi
landsmanna sem er hornsteinn vel-
ferðarríkis okkar.
í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er
vikið að velferðarríkinu og þar segir
meðal annars: „Heilbrigðisþjónustan
hér á landi er með því besta sem
gerist. Þessu forystuhlutverki verða
íslendingar að halda“. Ennfremur
segir þar: „Einnig verði hugað að
langtímamarkmiðum og stuðlað að
forvömum gegn sjúkdómum, vímu-
efnum og slysum“.
1. Almannatryggingar lands-
manna hafa stuðlað að jöfnuði og
jafnframt tryggt öllum ákveðinn
lágmarkslífeyri. I stefnuskrá ríkis-
stjómarinnar segir svo meðal annars:
„Löggjöf almannatrygginga verður
endurskoðuð einkum með stuðning
við þá er bágust hafa kjörin að
markmiði". Ríkisstjórnin hefur
ákveðið að skerða grunnlífeyri elli-
og örorkulífeyrisþega og réttlætt þá
aðgerð með því að það fjármagn sem
þar næðist inn yrði notað til að bæta
kjör hinna verr settu. Þessi áform era
ekki komin fram að öðru leyti en því
að óskert tekjutrygging örorkulíf-
eyrisþega hefur verið hækkuð um
625 kr. á mánuði. Aðeins óverulegur
hluti af því fjármagni sem sparast er
notað til tekjujöfnunar því ríkis-
stjómin áætlar að spamaður vegna
skerðingargrunnlífeyris verði um 260
millj. kr. á þessu ári. Almannaheill
varar mjög eindregið við þessum
aðgerðum ríkisstjómarinnar og krefst
afdráttarlaust afnáms skerðingar-
marka grunnlífeyris. Til skýringar
skal m.a. bent á að í lögum um
almannatryggingar frá 1946 var
kveðið á um að allir íslenskir
ríkisborgarar skuli hafa jafnan rétt til
ellilífeyris við 67 ára aldur. Einnig
skal bent á að grunnlífeyririnn er
nokkur konar uppbót fyrir fatlaða og
aldraða þar sem í flestum tilvikum er
miklu dýrara fyrir þetta fólk að lifa.
2. Almannaheill leggur áherslu á
að lyf, sem sjúkir, aldraðir og öryrkjar
nota samkvæmt læknisráði verði
niðurgreidd á ný með sama hætti og
varfyrir 1. júlí 1991.
3. Almannaheill telur að nú-
gildandi þak sé of hátt vegna lækn-
isþjónustu á fjölskyldu. Eðlilegra sé
að þakið sé 10.000 kr. fyrir einstakling
og 20.000 fyrir hjón. Almannaheill
krefst þess að læknisþjónusta fyrir
börn, aldraða og öryrkja verði
ókeypis. Almannaheill vill að
kostnaður vegna læknisvitjana í
heimahúsum verði tekinn inn í
hámarksgreiðslur.
4. Almannaheill harmar fjár-
hagssvelti sjúkrahúsa og með hvaða
hætti niðurskurður þar er fram-
kvæmdur. Gripið hefur verið til
fjöldauppsagna í nafni spamaðar en
ekkert hugað að afleiðingum hvorki
fyrir starfsfólk né þá þjónustu er veitt
hefur verið. Almannaheill bendir á
nauðsyn þess að allir fái fullkomna
þjónustu óháð efnahag. Því verður á
engan hátt unað að bráðaþjónusta
verði skert.
5. Almannaheill leggur áherslu á
að tannlækningar fyrir öll börn verði
ókeypis og að sama regla gildi um
aldraða og öryrkja. Þá leggur
Almannaheill til að aðrir fái end-
urgreidd 10% af tannlæknaþjónustu.
6. Almannaheill krefst þess að
hætt verði við öll áform urn aukna
þátttöku sjúklinga, öryrkja og aldraðra
í kostnaði hjálpartækja. Mörg
hjálpartæki era nauðsynleg til þess
að fólk geti átt eðlileg samskipti,
stundað atvinnu og lifað.
7. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar er
varða þá er erfa skulu landið virðast
bera vott um það að hún sé þeim
tjandsamleg. Sem dæmi má nefna:
a) Framlög til greiðslu bamabóta
hafa verið skert um 10%, eða sem
nemur 500 milljónum króna.
Samhliða skerðingunni hafa verið
gerðar breytingar á kerfi barnabóta.
Samkvæmt prentuðum upplýsingum
frá efnahagsskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins dags. 11. desember
1991 eru almennar bamabætur, en
þær era óháðar tekjum, lækkaðar
verulega. Hins vegar er barna-
bótaaukinn sem fylgir tekjum
hækkaður. Hvað varðar einstæða
foreldra sem hafa meðaltekjur eða
þar fyrir neðan þá er hækkunin
óveruleg og almennt séð nær hún
ekki verðlagsbreytingum á milli ára.
Verulegur hluti hjóna, nánar tiltekið
67 % verða fyrir skerðingu. Skattbyrði
hjóna með meðaltekjur sem eiga 3
böm, þar af 2 yngri en 7 ára, eykst um
1,7%. Greiðslur barnabóta ti 1 þessara
hjóna á ársgrundvelli lækka um tæpar
47.000 kr. Almannaheill álítur að með
skerðingu barnabótanna hafi verið
stigið óheillaspor sem stuðli á engan
hátt að þjóðarsátt.
b) Almannaheill leggur áherslu á
að jafnrétti rfki til náms. Ríkisstjómin
hefur nú þegar tekið afdrifaríkar
ákvarðanir er ganga þvert á þessa
hugsun. Skólagjöld eru ekki til þess
fallin að skapa jafnrétti til náms né
heldur þær breytingar sem fyrir-
hugaðar eru á lánakjörum Lánasjóðs
íslenskra námsmanna. Almannaheill
skorar á stjórnvöld að tryggja
framhaldsskólum og skólum á
háskólastigi fjárhagslegan rekstr-
argrundvöll, án þess að hækka
skólagjöld. Hvað varðar málefni
grunnskólans þá vill Almannaheill
að skilað verði til hans 180 milljóna
króna niðurskurði og að fjárframlög
til hans taki fyrst og fremst mið af
nýsamþykktum grunnskólalögum.
c) Almannaheill leggur sérstaka
áherslu á að hagur fatlaðra bama og
fjölskyldna þeirra verði tryggður og
að fjárframlög verði á engan hátt
skert heldur miklu fremur aukin og
þannig sé mætt tilfinnanlegum
útgjöldum foreldra fatlaðra bama.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS