Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Síða 19
Sambýli Meðferðarheimili einhverfra að Trönuhólum 1 í Reykjavík var opnað síðla árs 1982. Það var fyrsta heimili af þessu tagi hér á landi og hefur starf- að í anda þeirrar hugmyndafræði að einhverfir, sem og aðrir fatlaðir, skuli búa á heimilum í venjulegum íbúða- hverfum til að lifa við eins eðlilega lífshætti og framast er unnt. A heimil- inu að Trönuhólum bjuggu í upphafi 7 einstaklingar en þeir voru aðeins hluti þeirra einhverfu unglinga sem höfðu þörf fyrir vistun af þessu tagi. Þess vegna var fljótlega stefnt að því að koma á fót öðru heimili. Það var svo opnað á Sæbraut 2 Seltjarnarnesi fyrripart árs 1990. Um sama leyti var heimilinu á Trönuhólum breytt í sam- býli. Sumarið 1991 var svo þriðja heimilið stofnað í Hólabergi í Breið- holti og í tengslum við það var komið upp vemduðum vinnustað. Sœbrautarmálið Þegarfjallað erum Umsjónarfélag einhverfra er ekki unnt að sneiða hjá deilum þeim sem urðu um málefni einhverfra og búsetumál fatlaðra almennt og hófust með Sæbrautar- málinu svonefnda. Umsjónarfélagið hefur látið þau mál mjög til sín taka. í sama mund og unglingamir fluttu inn á heimili sitt á Sæbraut á Seltjamar- nesi kom í ljós að samhyggð með fötl- uðum risti ekki alls staðar jafndjúpt og margir höfðu haldið. Heimilið, íbúar þess og starfsfólk varð fyrir mik- illi andúð úr nágrenninu og meirihluti bæjarstjómar sýndi heimilinu fjand- skap. Deilurþessarnáðu hámarki með málssókn á hendur félagsmálaráðu- neytinu þar sem þess er krafist að heimilið verði leyst upp þegar í stað og sambýli fyrir einhverfa, eða aðra þroskahefta, verði ekki leyfö á þessum stað. Þetta mál er enn fyrir dómstólum. Sæbrautarmálið vafði upp á sig og árið 1991 vöknuðu upp hliðstæðar deilur um sambýli geðfatlaðra í Þver- árseli í Reykjavík. íbúar í nágrenninu vildu banna heimilið og fengu í lið með sér valdamikla aðila í stjórnsýsl- unni. Lögbanni á stofnun heimilisins var þó hrundið fyrir dómi. Málinu var samt ekki lokið því í framhaldinu ályktaði borgarstjórn Reykjavíkur að öll sambýli fatlaðra skyldu teljast opinberar stofnanir og vera háðar skipulagslögum eins og þær með grenndarkynningu, rekstrarleyfi og fleiri skilyrðum. Þetta var stefnu- breyting frá því sem áður haföi verið en fjöldi sambýla haföi verið stofn- settur um allt land án nokkurra slíkra hafta. Þannig leiddi eitt af öðru, Sæbrautarmálið sem við fyrstu sýn virðist snúast um búseturétt þröngs hóps einhverfra verður til þess að upp kemur prófmál á mannréttindi í land- inu. Það snýst um hvort fatlaðir geti valið sér sambýlisform og stofnað heimi li á sama hátt og aðrir landsmenn eða hvort þeir skuli settir skör lægra í mannfélagsstiganum. Þótt Sæbraut- armálið sé enn óútkljáð fékk Þverár- selsmálið farsælar lyktir, þegar um- hverfisráðuneytið kvað upp þann úrskurð, að um sambýli giltu sömu reglur og önnur heimili. Þessi mál hafa orðið til þess að minna óþægilega á hve grunnt er á fordómum gagnvart ýmsum hópum fatlaðs fólks. Þau minna líka á nauðsyn félaga eins og Umsjónarfélagsins og samtaka á borð við Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Það er gott að gleðjast yfir því sem áunnist hefur og þeim miklu framförum sem þessir aðil- ar hafa stuðlað að. En menn verða líka að gæta sín á að þeir ávinningar glatist ekki. Árni Hjartarson. Meinleg brot úr minningargreinum „Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag“. „Kristín sigldi léttan byr í ólgusjó lífsbaráttunnar, heilsteypt og sterk. Nú hefur Kristín tekið á sig náðir“. „Dauðinn sneiddi af systkinunum“. „Enda lét hún ekki deigan síga fyrr en í rauðan dauðann“. „Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í hug er ég minnist afa. Hann var á 93. aldursári þegar hann lést...“ „Hann skrapp úr vinnu til að fara í þrekprófun í Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík“. „En jólaboðin hjá Betu breyttust í gegnum árin. Bömin gengu út hvert af öðru“. „Helga lést svo þennan dag kl. 4. Helgahafði ætlað sér að eyða þessum degi í annað“. „I dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til að kveðja þennan heim“. „Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki böm í venjulegum skilningi þess orðs„. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.