Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Side 23
Auðvelt er það ekki.
Langvistunardeildin í Heilsu-
vemdarstöðinni hýsir fólk á öllum
aldri. Hún er önnur tveggja deilda í
Reykjavík, sem annast langvistun án
tillits til aldurs. Hin deildin er
hjúkrunardeildin í Sjálfsbjargar-
húsinu. Aðrar langvistunardeildir eru
ætlaðar öldruðum.
U.þ.b. 25% sjúklinga á Grensás-
deild koma þangað eftir ýmiss konar
slys. 60% sjúklinga koma af öðrum
deildum Borgarspítalans, flestir hinna
úr heimahúsum, 70% sjúklinga hafa
verið Reykvrkingar. A þeim 19 árum,
sem deildin hefur starfað, hafa um 10
þúsund sjúklingar vistast á henni. Sá
yngsti var 5 ára telpa, sem
fékk mænuskaða eftir umferðarslys,
ogsáelsti 105árakonameðheilabilun.
Vegna fjölþættra einkenna
sjúklinga og flókinna vandamála
þeirra næst besti árangur í greiningu,
mati, meðferð og endurhæfingu með
góðri samvinnu margra sérhæfðra
starfsstétta. Auk lækna, hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða, starfa við
deildina sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar,
talmeinafræðingar, félagsráðgjafar og
taugasálfræðingur.
Náin samvinna er við sérfræðinga
spítalans á hinum ýmsu sviðum.
Aðkeypt er aftur á móti vinna stoð-
tækjasmiða.
egar sjúklingur kemur til endur-
hæfingar, er mikilvægt að gera
gera sér fljótt grein fyrir þeim mark-
miðum, sem stefnt er að og gera áætlun
um tímalengd endurhæfingarinnar og
endanlegan árangur í hverju tilfelli.
Slík áætlun gerir sjúklinginn
raunsæjari í afstöðu sinni í daglegu
endurhæfingarstarfi og undirbúningi
undir hugsanlegar nýjar aðstæður.
Aætlunin er einnig aðhald fyrir
starfsfólk og undirbýr jarðveginn fyrir
útskrift með nægum fyrirvara. A
Grensásdeild vinnur starfsteymið vel
saman. Til að fylgja markmiðum eftir
og hafa yfirsýn yfir gang mála eru
haldnir fundir einu sinni í viku hverri,
þar sem fulltrúar allra starfsstétta
hússins hittast og ræða um hag
sjúklinga. Þá er farið yfir stöðu
einstakra þátta endurhæfingarinnar og
jafnframt hugað að sálrænum og
félagslegum vandamálum.
júkdómar og slys geta haft í för
með sér verulegar breytingar á
lífsvenjum fólks. Með endurhæfing-
unni er reynt að lagfæra það, sem
aflaga hefur farið að því marki, sem
unnt er og bæta fyrir þá fötlun, sem
orðið hefur með viðeigandi ráðstöf-
unum. Sem sé að koma viðkomandi
einstaklingi í eins gott ástand og
nokkur kostur er á og hugsanlega að
kenna honum að lifa við ákveðna
fötlun.
Hérlendis er allt gert og engu til
sparað til að lækna fólk, er slasast og
þá sem fá bráðasjúkdóma. Endur-
hæfingin er ekki síður mikilvæg til að
flýta bata, stytta dvöl á spítala og
aðstoða fólk við að komast út í lífið á
nýjan leik. Allt þetta er til hagsbóta
fyrir viðkomandi einstakling og
þjóðfélagið í heild. Þurfi fólk á lang-
vistun að halda ætti það líka að vera
auðsótt mál. Því miður hefur það ekki
alltaf verið svo, að minnsta kosti ekki
héráReykjavíkursvæðinu, en vonandi
stutt í að úr rætist.
Reykjavík 27. janúar,
Asgeir B. Ellertsson,
dr. med. yfirlæknir.
Asgeiri vini mínum er mjög vel þakkað
þetta mikilvœgaframlag til Fréttabréfsins
svo og fyrir alla aðstoð við ritstjóra um
alla efnisöflun frá Grensásdeildinni.
FRETTABREF ORYRKJABANDALAGSINS