Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 25
má gleyma lækninum mínum hér, honum Jóhanni Gunnari — með geislabauginn — segi ég. Þjálfunin hér er afskaplega góð og árangursrík. Eg fer í æfingar snemma á morgnana til að liðka mjöðm og fót og eftir hádegið er önnur lota tekin. Það var nú áætlað að ég yrði hér 6 vikur, en ýmis atvik urðu þess valdandi að dvölin er orðin þetta löng m.a. eitrun sem ég fékk um áramótin. 3. Arangurinn er undraverður. Ég hefði hreinlega ekki trúað því að svona fullorðin kona fengi svo mikla bót eftir svona slæmt brot. Fóturinn hefur að vísu sty tzt um 2 cm, en hvað er það. Ég vil að lesendur geri sér ljóst hvílíkt lán það er að eiga heimili eins og þetta. Hér er virkilega unnið heillastarf til hjálpar. 4. Ég er einmitt nú að fara heim og ætla að reyna að spjara mig sem bezt. Ég fæ hjálp frá borginni enda bý ég uppi á þriðju hæð. Hins vegar eru góðar svalir hjá mér og þar ætla ég svo sannarlega að fara í góðar gönguferðir nú og æfa mig sem allra bezt. Þó ég hafi hugsaðsvonamikið um himnaríki, þegar ég slasaðist, þá ætla ég að una sem lengst við þetta jarðlíf, fyrst mér hefur verið hjálpað svo rækilega. Þetta var hún Unnur undrahress og bjartsýn. Eins og alþjóð veit tekur umferðin sinn átakanlega toll í slysum og dauða ár hvert. Sumir sleppa við ævilöng örkuml, aðrir ekki. En alvara þessara slysa er ærin og alltof margir fá það að reyna. Næsti viðmælandi minn er einn þeirra. Raunar er hann gamall nemandi minn, Marinó Grétar Scheving fæddur 1944 og uppalinn á Reyðarfirði, en fluttist ungur maður til Reykjavíkur. Hann er kranastjóri að atvinnu og er með lítið fyrirtæki með öðrum á því sviði. 1. Églenti íafaralvarlegubifreiða- slysi og má eflaust þakka fyrir að vera ekki lamaður eða hreinlega dauður. Þetta gerðist rétt hjá heimili mínu, og sýnir að hvergi er maður óhultur í umferðinni og það þó farið sé með fyllstugát. Varaðmætabíl,enbflstjóri hans missti stjórn á honum og af varð harður árekstur. Ég mjaðmargrindar- brotnaði báðum megin, ristarbrotnaði og annað lungað lagðist saman og því var ég á fimmta sólarhring í gjörgæzlu. Slysið varð 19. nóvember sl. og á Borgarspítalanum var ég til mánaða- móta nóv.-des. 2. Hingað kom ég 1. des. og hef fengið mikla og árangursríka þjálfun hér. Ég fer á morgnana niður í æfinga- sal og fæ þar heldur betur þjálfun og hvers kyns meðhöndlun sem mérgetur að gagni komið. Sjúkraþjálfarinn kann sitt fag. það máttu bóka. Öll liðamót eru liðkuð sem bezt fyrir framtíðarnotkun. Eftir hádegið fer ég sjálfur og einn í alls kyns tól og tæki til æfingar og liðkunar og hef svo á mér svo mikla hreyfingu sem unnt er. 3. Dvölin hér hefur sannarlega verið til góðs og ég á ekki önnur orð um framfari rnar hjá mér en að þær eru framar öllum vonum. Ég er orðinn rólfær á hækjum og reyni að ganga sem mest. Eftireinhvern viðbótartíma hér þá fer ég heim og held áfram æfingum þar eftir megni, en verð hér fyrst í þjálfun daglega. 4. Ég ætla að vona að ég verði starfs- og verkfær á ný, þó máske sé það mikil bjartsýni að búast við því að maður verði jafngóður. Vinnan bíður mín og þó margt fylgi eflaust í kjölfar svo alvarlegs slyss, þá vona ég að ég verði á ný liðtækur í mínu starfi og megi halda sem mestu af fyrri hreysti. Þetta sagði Grétar Scheving og þrautseigjuna þekki ég. essu næst ræddi ég við annað fórn- arlamb umferðarinnar, Birnu Björgvinsdóttur, sem fædd er 1939. I Vestmannaeyjumerhúnfæddog uppalin og stofnaði þar heimili, en hingað til Reykjavíkurflutti hún ásamt fjölskyldu sinni í gosinu 1973 og hér hefur hún átt heima síðan. Ég var lítillega kunnugur Birnu, enda kona mín og hún bræðradætur. 1. Ég var á leið yfir gangbraut á Sæbrautinni á grænu ljósi auðvitað, því ég hef alltaf verið varkár í umferðinni. Ég stóð á eyjunni og aðgætti til beggja handa þó græna ljósið gilti, því allur er varinn góður. Eins og hendi væri veifað kom bíll á ofsaferð, hreif mig með þarna uppi á eyjunni og kastaði mér eitthvað út í loftið. Bæði hnén mölbrotnuðu, liðbönd slitnuðu áöðrum fæti. Vinstri handleggur brotnaði illa og hægri öxlin fór hreinlega í mél. Svo fóru einhver rifbein í viðbót. Ég var flutt beint á Borgarspítalann og var þar í 11 daga. Það var Rögnvaldur Þorleifsson sem tók mig í aðgerð. 5 tíma í fyrra skiptið og 21/2 tíma í það síðara. Slysið varð 11. október á liðnu ári. 2. Nú hingað kom ég eftir 11 daga vist á Borgarspítalanum og hér hefur allt gengið afar vel. Ég er í raun alveg forviða á því hversu langt ég er komin FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.