Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1992, Page 26
í dag. Ég fer fyrst á morgnana í hóp-
þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara,
sem tekur mig svo eina og sér í
karphúsið á eftir og það er nú aldeilis
bærilegt karphús. Eftir hádegið fer ég
svo í iðjuþjálfun, sem ekki er síður
mikilvæg en sjúkraþjálfunin.
I dag geng ég um með eina hækju.
Það er öxlin sem er aðalvandamálið,
þ v í hún verður víst alltaf stórlega skert.
Ef hún verður ekki unandi, þá verður
sett í hana kúla.
Nú fer eflaust að styttast í því að
ég verði hér alfarið, en margra mánaða
æfingar munu bíða mín.
3. Hér hefur alveg verið yndislega
gott að vera. Læknar, hjúkrunarfræð-
ingar og sjúkraliðar og annað starfs-
fólk hafa hreinlega lagt sig í líma við
að létta manni dvölina.
Aðbúnaður er allur mjög góður og
sama er að segja um þann hlýlega
heimilisanda sem hér ríkir. Mér finnst
ég eiginlega ekki vera á sjúkrastofnun
heldur á stóru, góðu heimili. Þegar
maður er svona margbrotin og aum á
sál og líkama þá er viðmótið og alúðin
það sem flýtir batanum bezt og mest.
4. Framtíðin ein á eftir að leiða
það í ljós, hversu verkfær ég verð. Ég
mun örugglega reyna að sinna mínum
húsmóðurstörfum svo viðunandi
verði.
En út af umferðinni vil ég aðeins
segja: Aldrei er of varlega farið og
þess ættu ökumenn ekki síður að
minnast en vegfarendur sem á gangi
eru.
OgsvobætirBimaviðí gráglettni:
Hins vegar hélt ég nú ekki að ég hefði
svo mikið og sterkt aðdráttarafl að ég
yrði elt upp á umferðareyju og allt að
því hrifin inn í eilífðina.
Og Bima brosir ásamt þeim sem á
stofunni hennar eru í heimsókn og
það bros mun örugglega fleyta henni
áfram yfir ýmsa óyfirstigna erfiðleika.
á var komið að Salvöru Gott-
skálksdóttur fæddri 1939,enhún
er frá Hvoli í Ölfusi en hefur búið í
Hafnarfirði sl. 30 ár. Salvör er
húsmóðir.
1. Ég varð fyrir alvarlegri lömun
og óvíst hversu langan tíma tekur að
ná sér. Læknar eru frekar bjartsýnir,
en spumingin er um tíma, tíma og
þolinmæði. Ég er búin að vera
legusjúklingur í rúmt ár, en vonir
glæðast.
Hér er heldur betur hlegið dátt.
2. Ég er mest í sjúkraþjálfun sem
miðar að því að þjálfa fætur og
líkamann yfirleitt og iðjuþjálfunin
snertir svo hendumar mest, en þó spilar
þetta allt saman.
Ég fer í klukkutíma sjúkraþjálfun
fyrir hádegi. Eftir matarhlé tekur svo
iðjuþjálfunin við. Undanfama rúma
tvo mánuði hef ég verið að æfa mig að
standa á milli tveggja þjálfara og um
mánaðamótin janúar—febrúar tók ég
mín fyrstu skref í göngugrind.
Aftur er svo farið í sjúkraþjálfun,
en svo kemur blessað kaffið og þá eru
æfingamar áenda. Eftirþað er slappað
af, horft á sjónvarpið og spjallað við
aðra vistmenn.
3. Hér er mjög gott að vera og
starfsfólkið til fyrirmyndar. Öllum er
látið líða svo vel sem frekast er kostur.
Ég segi eins og flestir ef ekki allir hér
að þetta sé eins og stórt og gott mynd-
arheimili.
Það gengur hægt að ná árangri,
enda var lömun mín svo alvarleg, en
allt er það í rétta átt og það er fyrir
öllu.
4. Mitt svar er stutt og laggott, en
það segir líka mikið: Að komast heim.
Síðastur viðmælenda minna er svo
Ingólfur Þorkelsson skólameist-
ari Menntaskólans í Kópavogi, en
þeim skóla hefur hann stýrt í 18 ár.
Ingólfur segist bæði vera Seyðfirð-
ingur og Jökuldælingur en þar hafi
hann verið til skiptis fram til 19 ára
aldurs. Þá fór hann í skóla til Reykja-
víkur og á þessu homi hefur hann
dvalizt síðan.
1. Að morgni 11. nóv. á liðnu ári
vakna ég og er „tregt tungu að hræra“,
er þvoglumæltur, en fer þó til vinnu
minnar í skólanum s.s. venjulega. En
um hádegið versnar mér svo að ég er
fluttur upp á Borgarspítala. Eftir
skoðun þar er mér tjáð að annað hvort
sé um blóðþurrð í heila að ræða eða
minni háttar blóðtappa. Var svo vist-
aður beint á Grensásdeild.
2. A Grensásdeild komst Einar
Már Valdimarsson læknir að því að
æð hefði stíflast í höfði — á stærð við
títuprjónshaus og mundi ég ná mér að
mestu. Um kvöldið versnaði mér hins
vegar svo að ég sem ekki er nú ýkja
lífhræddur velti því fyrir mér hvort ég
væri nú að geispa golunni. Vaknaði
svo um miðja nótt alls hugar feginn
því að vera héma megin.
Hér hefi ég svo fengið góða um-
önnun og ágæta þjálfun. Sjúkraþjálfun
fékk ég til að æfa stærri liði og styrkja
þá og iðjuþjálfun til að styrkja fín-
hreyfingar. Hvom tveggja þjálfunin
er markviss og margs konar, enda vel
tekist til og ég fengið eðlilegan bata
miðað við það sem áætlað var. Ég æfi
mig heilmikið sjálfur, er sett fyrir og
geri heimaverkefni. Ég var á deildinni
alveg fram að jólum. Eftir jól fór ég
daglega á morgnana og heim upp úr